Komin helgi
Jæja þá er þessi vika búin (sem betur fer). Unnum frekar leiðinlegt verkefni í þessari viku. Skiluðum hópvekrefni (danir vinna nánast alltaf í hópum) um vinnuumhverfi. Ég get ekki sagt að þetta hafi heillað mig. En jæja það þýðir ekki að væla yfir því.
Ég er komin með bílinn. degi fyrr en áætlað var, vegna þess að það átti að sprauta hægri hliðina að aftan og hægri farþega hurðina, en það var svo ekki hægt að fá það gert fyrr en í næstu viku. Þannig að bílasalinn bauð mér að fá bara bílinn strax og koma svo með hann aftur. Og það er það sem ég ætla að gera.
Nú og þar sem ég hef nú bíl að þá eru möguleikarnir óteljandi sambandi við hvað við getum gert núna um helgina.
Planið fyrir helgina er þannig:
Á morgun mun ég fara með krökkunum í dýragarðinn þar sem við munum hitta einn bekkjafélaga minn sem mun hafa litla strákinn sinn með. Seinnipartur dagsins er óráðinn.
Á sunnudaginn förum við í Legoland. Við eigum "season pass" og það væri synd að reyna ekki að nýta það. Börnin eru líka mjög spennt fyrir þessu.
Svo er bara komin mánudagur og þá tekur bara við normal rútína. Sem sagt; skóli, koma heim, búa til mat og reyna að gera eitthvað af því sem fylgir því að hafa stórt heimili oooog óska þess að sólarhringurinn væri lengri eða þá að ég þyrfti ekki á svefni að halda.
Nú er ég orðin þreitt og óska ykkur bara góðrar helgar.
Ég er komin með bílinn. degi fyrr en áætlað var, vegna þess að það átti að sprauta hægri hliðina að aftan og hægri farþega hurðina, en það var svo ekki hægt að fá það gert fyrr en í næstu viku. Þannig að bílasalinn bauð mér að fá bara bílinn strax og koma svo með hann aftur. Og það er það sem ég ætla að gera.
Nú og þar sem ég hef nú bíl að þá eru möguleikarnir óteljandi sambandi við hvað við getum gert núna um helgina.
Planið fyrir helgina er þannig:
Á morgun mun ég fara með krökkunum í dýragarðinn þar sem við munum hitta einn bekkjafélaga minn sem mun hafa litla strákinn sinn með. Seinnipartur dagsins er óráðinn.
Á sunnudaginn förum við í Legoland. Við eigum "season pass" og það væri synd að reyna ekki að nýta það. Börnin eru líka mjög spennt fyrir þessu.
Svo er bara komin mánudagur og þá tekur bara við normal rútína. Sem sagt; skóli, koma heim, búa til mat og reyna að gera eitthvað af því sem fylgir því að hafa stórt heimili oooog óska þess að sólarhringurinn væri lengri eða þá að ég þyrfti ekki á svefni að halda.
Nú er ég orðin þreitt og óska ykkur bara góðrar helgar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home