Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Hótel ... ojj bara

Jamm nú er ég búin að mæta þrisvar sinnum í vinnuna á hótelið. Þetta er frekar ódýrt "pleis" en lítur vel út ef þú skoðar allt annað en herbergin og gangana að þeim. Eiginlega verð ég að segja það að þetta er sennilega ömurlegasta vinna sem ég hef unnið og hef ég nú samt prufað ýmislegt.
Maður er að þrífa skítinn upp eftir annað fólk og það er sko mjög misjafnt hvernig fólk skilur við sig. Hef þó ekki lent í því að þurfa þrífa kúkinn af veggjunum á baðinu eins og ein samstarfskona mín. Launin teljast víst þó í sæmilegu lagi miðað við önnur betri hótel bæjarins og er það ekki það sem maður er að sækjast eftir...smá gull... jú ég held nú það!

mánudagur, ágúst 23, 2004

Enn ein helgin flogin.

Tíminn líður ótrúlega hratt. Það styttist óðum í að Arnar byrji í skólanum. Úff og ég fer í vinnu á morgun eftir eins og hálfs árs "bara húsmóðir" vinnu. Núna verð ég bara húsmóðir með afleysinga- og helgarvinnu.

Svei mér þá helgin leið svo hratt það er varla að ég muni hvað við gerðum. Jú við allavega tókum til og gerðum aðeins fínna fyrir framan húsið hjá okkur. ...... og hvernig læt ég ... við vorum voða dugleg og hjóluðum í dýragarðinn með Dísu og Matthías í hjólavagninum og Alexander hjólaði sjálfur. Ég er ekkert smá stolt af honum. Þetta var sæmilega langur túr og hann hjólaði eins hetja, kvartaði ekki hið minnsta og náði meira að segja ágætis hraða. Go Alexander! ;o)

Í dag hjóluðm við Arnar út í skólann hans Arnars og í Bilka. Þetta var alveg hin fínasta líkamsrækt. Tók vel á. Sérstaklega á leiðinni heim með allar vörurnar úr Bilka og það er aðeins meira upp í móti. Nú er málið bara að hjóla oftar þannig að maður verði sterkari.... er það ekki heila málið!

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Bæjarferð

Jæja, þar sem fréttin um fjölgun (ekki hjá mér) er orðin opinber .... Til hamingju Helgi og Sara!

Dísa og Matthías voru skilin eftir í leikskólanum til kl 15 í dag og stóðu sig eins og hetjur. Allt gekk að óskum. Matthías kvartaði í 1 mín. þegar pabbi hans fór og svo ekki meir og Dísa var bara eitt hamingjublóm allan tímann.
Á meðan fórum við skötuhjúin EIN í bæjin að finna regngalla á yngri piltinn. Váá.. það er sko skrítið að fara bara svona tvö ...þvílíkur lúksus ..:o)
Og auðvitað varð að gefa Arnari alvöru kaffi á kaffihúsi og svo deildum við einni lítilli jarðaberja tertu. Svona fyrir tertuáhugamenn og konur að þá er þetta besta terta í heimi. Botninn var marsipan, bara léttbakað svo ofan á var mikið af svona rjómakremi eða rjómi með smá bragði sem ég giska á að sé aðallega vanilla, svo komu jarðaberja helmingar mmmmm það lá við að ég bæði um uppskriftina ( en maður gerir víst ekki svoleiðis á kaffihúsum ;o) ).
Undur og stórmerki gerðust í þessari bæjarferð. Ég keypti mér gallabuxur! Það er nokkuð sem ég hef ekki gert í sirka TÍU ÁR en hugsað samt um í nokkur ár. Það besta við þessi buxnakaup er að þær voru þrælódýrar eða 249 kr í HM. Svo fékk Arnar líka buxur á sama prís en ekki gallabuxur því hann á baaara gallabuxur (reyndar bara 2 samt).

Jæja annars er ennþá rigning, hellt úr fötu. Það er líka ekki bara á Íslandi sem að rignir og er mikið rok og svo sól á milli. Það er líka hér!

Kv. S

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Jæja rigning...

...já svo að ég byrji nú á veðrinu eins og vanalega að þá er barasta rigning í dag og það eru sko engir smáskúrir eins og oft á Íslandinu góða, heldur nokkrar fötur á hvern fersentímeter.
Dísu og Matthíasi gengur vonum framar að aðlagast í leikskólanum. Það leit ekki vel út með skvísuna fyrstu tvo dagana en svo í dag þegar við fórum var hún alveg sátt við að við færum. Svo þegar ég kom að sækja hana þá var hún að leika á fullu með nokkrum stelpum. Mér sýnist hún samt hafa verið mest með tveimur, Serena og Christina. Þessi Cristina er alveg ótrúlega lík eldri stelpunni sem ég passaði úti í Usa nema annar háralitur. Jæja svo þegar ég sótti hana þá faðmaði og kreisti Serena Dísu. Það var æði að sjá þetta. Svo á morgun fer deildin hennar Dísu í ferð til Den Fynske Landsby og Dísa ætlar sko að fara ein með. Við eigum ekkert að stoppa, bara skila henni í leikskólann og fara. Ekkert smá dugleg stelpan.
Matthías er líka rosalega duglegur og leikur sér bara alveg á fullu án þess að spá nokkuð í okkur. Svo á morgun á að láta hann vera lengur þannig að hann fái dagslúrinn í leikskólanum. Vonanadi mun það ganga vel, því það er alltaf erfiðara og erfiðara að láta hann sofna á daginn hérna heima.

Ég er komin með afleysingavinnu og helgarvinnu aðrahverja helgi. Þetta er á hóteli í miðbænum, þrif á herbergjum. Og eins og oft áður þá var það ein nágrannakona mín sem reddaði þessu. Hún er sem sagt að vinna þarna og það vantar fólk. Yfirmaðurinn er svo ánægður með þær íslensku sem hafa unnið þarna að hann vill óður fá mig í vinnu. Ég hef ekki einu sinni hitt hann. En þetta er fínt, ég sem sagt er þarna sirka hálfan daginn, leysi af í veikindum og fríum og er líka með aðra hverja helgi. Við plönum að geyma launin og nota um jólin, sem er þá mjög gott, því ég hafði pínu áhyggjur hvernig maður ætti að komast gegnum þau.

Laugardaginn síðasta var þessi fína grillveisla og við vorum mjög heppin með veðrið. Byrjað var á því að leifa krökkunum að grilla "snobröd" , brauð vafið utan um grein og grillað yfir eldi svo var það snætt með matnum. Kjötið hjá Arnari var auðvitað alveg himneskt og allt með því. Við borðuðum svínalundir með ofnbökuðum rósmarín- og hvítlaukskartöflum, salati og kaldri dressingu ummmmmmm nammi. Svo kom ég með smá eftirrétt, handa öllum, franska súkkulaðiköku og rjóma.
Þegar það var orðið nánast aldimmt þá flutti liðið sig í garðinn til Hjördísar og Davíðs og þar var áfram teigaður bjór og sumir voru svo djarfir að smakka nokkrum sinnum á tequila og einnig southerncomfort (sem á víst að vera "greddu"drykkur ).
Þetta var mjög skemmtilegt og óhætt að segja að maður hafi kynnst íslendingunum hérna töluvert betur.

Jæja, ég held að þetta sé bara ágætt hjá mér í bili
Kær kveðja S.

föstudagur, ágúst 13, 2004

Sæl öll nær og fjær.
Í dag er barasta rigning enda eins gott að gróðurinn fái einhvern vökva (Pollýanna) ;o)
Á morgun á að létta til og vonandi rætist það því að íslenskir nágrannar okkar eru að plana heljarinnar grillpartý úti á túni....og með tilheyrandi bjórkössum skilst mér.
Kíkið annars hér og smellið á ljósmyndasamkeppni þar er mynd sem heitir " Yndislegur..." . Rúna frænka mín tók þessa fallegu mynd og ég stóðst það ekki að senda hana. Hún er tekin í bátsferð sem við fórum í á Odense á. Hann Matthías var alveg á tánum af spenningi., hoppaði, skríkti og babblaði eins og honum væri borgað fyrir það.
svo getur vel verið að maður taki fleiri góðar myndir og freisti þess að vinna framköllun. Það væri ekki slæmt.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Góðan dag

Já ennþá bara blíða og aftur blíða. Um og yfir 30 gráður :o)
Það hefur aldrei verið verið innbyrgt jafnmikið af ís af pinna, á jafnstuttum tíma, í þessari fjölskyldu. Matthías er farinn að fara sjálfur að opna frystikistuna og rembast við að ná sér í ís.
Annars er allt fínt að frétta. Við bara höfum það gott í blíðunni sötrandi bjór og lepjandi ís. Arnar myndast við að læra html svona öðru hverju. Alexander fer í skólann og Dísa hlakkar og hlakkar og hlakkar og hlakkar svooooo mikið til að byrja í leikskólanum. Hún fékk í dag velkomin bréf sem var svo flott. Þar var hún boðin velkomin sagt hvað hennar umsjónarkona heitir og sitthvað fleira svo var hand teiknað á allt bréfið, mynd með trjám og sól og fleira.

Jæja best að halda áfram að njóta lífsins. tjáá :o)

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Ennþá er sól og blíða ...

og ég er ekkert smá lukkuleg með það. Loksins getur maður reynt að fá smá lit á kroppinn. Úff, það hefur ekki gerst í fjölda ára.

Alexander er byrjaður í skólanum og virðist bara vera ánægður með það.
Hann er frá átta til tólf fjörutíuogfimm. Sem er ,held ég, alveg nóg svona til að byrja með. Það kemur leigubíll á morgnana og sækir hann og annann strák hérna og skilar þeim svo aftur eftir skólann. Þetta er pínu erfitt að horfa upp á litla barnið sitt fara með einhverjum bráðókunnugum manni í bíl. En maður getur þó huggað sig við að þeir eru þó tveir saman drengirnir. En svo er möguleiki á því að þeir komist í svona eftirskólagæslu "fritidsordning" hjá Skt.Klemens skólanum. Það verður þá frábært fyrir þá að geta kynnst einhverjum krökkum í þeim skóla sem þeir koma til með að fara í og þá verða þeir væntanlega líka fljótari að ná tökum á dönskunni í gegnum leik.

.......................uuhhh nú veit ég varla hvað ég á að skrifa ................skyndilega varð einhvernveginn allt tómt þarna uppi í þessu svokallaða heilabúi...púff farin að hugsa allt í graut....ætla þetta sé ekki bara vaknafyrrenvanalegaofoft einkennið....mér skilst reyndar að það læknist með því að halda því áfram og fara að sofa á skikkanlegum tíma.
Best að taka þá inn það meðal og fara að sofa. Góðanótt :)