Skrifaði þetta fyrir neðan síðasta mánudag. Náði bara ekki að klára. Set það með núna.
Annars er bara nóg að gera eins og alltaf. Auglýsi hér með eftir nokkrum klukkutímum í sólarhringinn næstu tvö árin ca....
Helgin slut endnu en gang.
Við hugguðum okkur um helgina. Verulega fínt. Arnar sótti Matthías á föstudeginum þannig að ég gat unnið aðeins lengur. Svo var það bara Disney og Scenen er din, sem er hæfileikakeppni. Daginn eftir fórum við á sýningu hjá Dísu, þar sem hún sýndi fimleika með fimleikahópnum sínum. Ég tók bæði video og myndir. Ætla að reyna að plata Arnar til að hjálpa mér með að koma því hingað inn. Eftir það fórum við í heimsókn til Sanne sem er ný vinkona mín. Þar var líka önnur sem hafði verið í partýinu fyrir viku síðan. Þetta var verulega skemmtilegt. Kirsten hin vinkonan, var dugleg að segja sögur um deit sem hún hefur verið á og svo smjöttuðum við á því og hlógum og vorum hissa til skiptis. Krakkarnir fengu nammi og ís eftir matin og horfðu á spólu. Mér finnst frábært að komast svona út þó að börnin séu heima.
Í gær fórum við svo í Lövens hule sem er leikstaður fyrir börn með klifurgrindum og fullt af boltum. Börnunum fannst þetta æði. Það er ekki svo oft við gerum eitthvað svona. Við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt saman, barnlausar, á laugardaginn. :oD
Eftir vinnu í dag mun ég fara með bílinn aftur til bifvélavirkjans. Það þarf að skifta um bremsurör (heitir það kannski eitthvað annað á íslensku?) Vona að hann geti bara skift um það meðan við bíðum. Hef ekki tíma í að vera endalaust með bílinn í viðgerð og vona innilega að ég þurfi ekki að skilja bílinn eftir, aftur. Þá er ég alveg handalaus.
Eftir þessi ummæli kollega míns um að maður eigi bara að eiga nýjan bíl, hefur setið í hausnum á mér. Hef verið að velta því fyrir mér hvort ég geti ekki fengið mér einn nýjan lítinn og borgað hann bara á lengri tíma, þannig að ég sé að borga sömu upphæð á m