Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, mars 30, 2007


Matthías ennþá lasinn. Læknirinn fann ekkert að eyrunum hans. Svo hann tekur bara hóstasaft og nefsprey....og kamillute.
Komin helgi nánast, ahhh hvað ég hlakka til að bara leggjast í sófann í kvöld og sofa lengi á morgun.
Það er spáð góður veðri um helgina. Frábært... þá kannski druslast ég út og geri tilraun við að skipta um dekk.
Mikið rosalega er ég þreytt eftir vikuna...
Góða helgi allir og knúúússss

fimmtudagur, mars 29, 2007

Hmmm þeir á dekkjaverkstæðinu gátu ekki lagað dekkið. Varð að kaupa nýtt. Nú er bara spurning hvort ég get komið því undir bílinn. Kíki á það um helgina. Skipti síðast sjálf um dekk þegar ég var sautján að læra á bíl. Gæti verið fyndið að vera fluga á vegg þegar ég fer að spreyta mig. :oP

Matthías, litla krúsidúllurófan mín, er lasinn. Hann hóstaði svo mikið í gær að ég fékk Arnar til að koma og vera hjá honum meðan ég var í vinnunni. En svo seinnipartinn var hann farinn að kvarta yfir eyrunum. Hann var líka mjög slappur að sjá greyjið litla. Þegar ég fór að finna stíl til að gefa honum seinna fann hann Bangsímon plástra í körfunni sem ég geymi þetta í. Hann var mjög sniðugur og setti einn yfir hvort eyra því honum var svo illt.
Ég fór svo með hann til Arnars um kvöldið því ég þarf að passa vinnuna mína og mæta í dag. Þeir hugga sig væntanlega félagarnir í dag. Arnar er lika búinn að panta tíma hjá lækni fyrir hann, vona að þetta sé ekki slæmt.

Veðrið er eins og í gær gott með sól og 10-15 gráður. Ég notaði tækifærið og fór í pils og engar sokkabuxur, en ok stígvélum er ég í, svo ég er ekki alveg berleggjuð :oP En mér finnst ég bara finna sumarið streyma til okkar núna.... :o)

miðvikudagur, mars 28, 2007

'Island Spánn í kvöld. Hmmm... sendi okkar landsliði auðvitað góðar hugsanir.

Bíllinn lagaður og skoðaður, loksins! :o) Þarf bara að sækja dekkið á verkstæði sem var sprungið mánudagsmorgun.
Getur verið að bíllinn minn sé andsetinn!?! Það er endalaust eitthvað. Ég og bifvélavirkinn erum orðnir góðir félagar.

Sund hjá krökkunum í dag og leiksýning hjá Matthíasi á morgun, hann mun leika kýr.

Sólin skín, góða veðrið er aftur komið.

mánudagur, mars 26, 2007

Ný vinnuvika byrjuð. Já aftur!
Fékk nokkra gesti á laugardeginum....sem vildu sjá fótbolta. Það var sem sagt horft á fótbolta, drukkið og spjallað. Ég opnaði Opal flöskuna sem ég átti til. Þau voru ánægð með það voru meira að segja sammála því að þetta væri betra en Gajol. Svo kom nágranni með nokkra af sínum gestum í heimsókn. Kl 2 var svo kl skyndilega orðin 3. Núna erum við sem sagt komin yfir i sumartímann, tveggja tíma munur á 'Islandi og Dk. Jæja við enduðum i bænum. Og ég var komin aftur heim um níu leytið. Þetta er skemmtilegasta djamm sem ég hef verið á í langan tíma.

mánudagur, mars 19, 2007

Skrifaði þetta fyrir neðan síðasta mánudag. Náði bara ekki að klára. Set það með núna.
Annars er bara nóg að gera eins og alltaf. Auglýsi hér með eftir nokkrum klukkutímum í sólarhringinn næstu tvö árin ca....




Helgin slut endnu en gang.
Við hugguðum okkur um helgina. Verulega fínt. Arnar sótti Matthías á föstudeginum þannig að ég gat unnið aðeins lengur. Svo var það bara Disney og Scenen er din, sem er hæfileikakeppni. Daginn eftir fórum við á sýningu hjá Dísu, þar sem hún sýndi fimleika með fimleikahópnum sínum. Ég tók bæði video og myndir. Ætla að reyna að plata Arnar til að hjálpa mér með að koma því hingað inn. Eftir það fórum við í heimsókn til Sanne sem er ný vinkona mín. Þar var líka önnur sem hafði verið í partýinu fyrir viku síðan. Þetta var verulega skemmtilegt. Kirsten hin vinkonan, var dugleg að segja sögur um deit sem hún hefur verið á og svo smjöttuðum við á því og hlógum og vorum hissa til skiptis. Krakkarnir fengu nammi og ís eftir matin og horfðu á spólu. Mér finnst frábært að komast svona út þó að börnin séu heima.
Í gær fórum við svo í Lövens hule sem er leikstaður fyrir börn með klifurgrindum og fullt af boltum. Börnunum fannst þetta æði. Það er ekki svo oft við gerum eitthvað svona. Við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt saman, barnlausar, á laugardaginn. :oD

Eftir vinnu í dag mun ég fara með bílinn aftur til bifvélavirkjans. Það þarf að skifta um bremsurör (heitir það kannski eitthvað annað á íslensku?) Vona að hann geti bara skift um það meðan við bíðum. Hef ekki tíma í að vera endalaust með bílinn í viðgerð og vona innilega að ég þurfi ekki að skilja bílinn eftir, aftur. Þá er ég alveg handalaus.
Eftir þessi ummæli kollega míns um að maður eigi bara að eiga nýjan bíl, hefur setið í hausnum á mér. Hef verið að velta því fyrir mér hvort ég geti ekki fengið mér einn nýjan lítinn og borgað hann bara á lengri tíma, þannig að ég sé að borga sömu upphæð á m

föstudagur, mars 16, 2007

Tópas og Bylgjan, sól og kaldur vindur kemur inn gegnum gluggaopið. Mér finnst ég vera stödd á 'Islandi.
Hmmm... vantar verkefni og leik mér í staðinn.
Sólin skín og ég á bestu mömmu og pabba í heimi. Reyndar er öll fjölskyldan mín þau bestu sem hægt er að óska sér.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Hmmm... já þetta með að fara skrúfa niður hitan í húsinu... bíð aðeins med það. Hef ekki séð sólarglætu í dag og finnst bara frekar kalt að sitja hérna. Ég er sem sagt ekki að standa mig sem íslenskur víkingur (er sú eina sem er kalt hérna inni). En allavega þá á víst að snjóa um helgina, þannig að vorið lætur eitthvað bíða eftir sér þrátt fyrir að krókusarnir séu löngu komnir upp - og sólarglætuna síðustu daga.

Alexander stillti klukkuna sína á hálf sex í morgun og vaknaði samt 5 mín. fyrr og kom svo og vakti mömmu sína. Frábært að hafa svona lífræna vekjaraklukku. Ég stillti mína kl. líka á hálf sex en þegar ég er mjög þreytt á ég það til að ýta á snooze...ekki sniðugt! Var að spá í hvort hann gæti ekki bara vanið sig á þetta. :oP

Dísa er svo dugleg. Það var alltaf algjör pína að þurfa að kemba hana. En við erum komin með lausn á málinu. Hún er svo dugleg að lesa og á alltaf að lesa fyrir fullorðinn á hverjum degi. Núna les hún bara meðan hún er kembd og þetta gengur eins og í sögu. Hún les bara og kvartar ekki hið minnsta meðan þéttur stálkamburinn fer í gengum hárið.

Oohhh hvað mig langar í súkkulaði núúúnaa...

Talandi um súkkuladi. Ætlar enginn að koma í heimsókn yfir páskana með íslensk páskaegg í farteskinu? :oD

..............................

miðvikudagur, mars 14, 2007

Skyr er bara það besta. Ég er farin að nota skyr í allt sem annars sýrður rjómi td færi í. Nú síðast í túnfisksallat. Yummi! Nú hef ég líka örlítið minna samviskubit yfir öllu kakóinu sem ég hef drukkið í þessari viku.

Er ennþá kvefuð. Bölv... skítur langt oní lungu. Svo hljóðmengar maður allan daginn med endalausu hósti.

Annars er sólin farin að skína og það er bara yndislegt. Maður getur fljótlega farið að skrúfa alveg fyrir hitann á ofnunum. :o)

þriðjudagur, mars 13, 2007

Hæ aftur i vinnunni. Sé það að það hentar ágætlega að blogga í hádegispásunni. Svona ef ég man eftir því nógu snemma og eitthvað er eftir af þessari blessuðu pásu.

Jæja það kom að því að bíllinn min ætti að fara í skoðun. Auðvitað þurfti að yfirfara hann fyrst og laga hitt og þetta til að koma honum í gegn. Jæja eftir að hafa skilið hann eftir í tvo daga á verkstæði og ég eins og handalaus án hans. Bíð ég eftir að fá að vita hvað allt þetta sem þurfti að laga mun kosta, en það verður ca 5-10 þús. ddk. Hvar finn ég slíka upphæð þegar ég er alltaf í minus hver mánaðarmót nú orðið. Jæja bíllinn varð allavega fínn og góður. Fékk ma að vita að ég var heppin að eitthvað (sennilega stýrisendi) skildi ennþá hanga saman. Hefði getað farið illa. Ups og ég sem keyri aðeins of hratt á hraðbrautinni í vinnuna á morgnana. Jæja eftir þetta alltsaman fékk ég þó ekki skoðun. Einhver bremsurör þarf að skipta og svo á ég að koma aftur. Hvað skildi það kosta??? Fékk að heyra það frá einum kollega mínum að svona er þetta bara þegar maður kaupir druslur. Maður á að kaupa nýjan bíl!

Börnin voru hjá pabba sínum þessa helgi. Ég fór í partý. Ægilega gaman. Er smátt og smátt að kynnast fullt af fólki.

Við höfum eignast ný gæludýr. Hundruðir af litlum krúttlegum verum sem kallast lýs. Það sem meira er er að við höfum öll sömul þessa óboðnu gesti. Nú fara hátt í tveir tímar á kvöldi í að kemba. Hmmm...hvað annað gæti ég nýtt þann tíma í. Sennilega ekkert. Kem bara heim um kvöldmatarleitið og þarf þá að búa til eitthvað ætilegt , gera nesti fyrir samtals 7 máltíðir, taka til, þrífa, þvott, hjálpa með lærdóm og ýmislegt annað... en ég sleppi þvi bara að sofa. Hljóma ég pirruð...neeee

Jæja þá verð ég að smútta aftur og reyna að sýna að ég vinni eitthvað....

fimmtudagur, mars 08, 2007

Já er i vinnunni ...igen, hádegispása.
Er hálflasin, eeeen er stór stelpa og harka þetta af mér. Gerði það reyndar líka síðasta fimmtudag og föstudag. Varð lasin á fimmtudeginum en mætti samt á föstudeginum og fékk sem verðlaun að liggja í rúminu alla helgina og mánud. og þriðjudag. Mætti svo í gær og dag og peppa upp á liðið hérna með reglulegu hóst og ræsk og snýt.

Hvað er að gerast á gamla góða fróni. Matur búin að lækka, "good going" segji ég nú bara. Hálf hallærislegt að lækka líka sælgæti. Finnst að það mætti frekar reyna halda þessu frá fólki. En hvernig væri nú að koma íbúðarlánum í lag, sem næsta vekefni. Það er ekki fyrir nokkurn mann að versla sér þak yfir höfuðið eins og aðstæður eru í dag. Held ég verði bara alltaf í minni elsku Danmörku.

Við Arnar vorum í skole/hjem samtale í fyrradag vegna Alexanders. Þvílíkt gaman að heyra hvað kennararnir voru ánægð með drenginn. Hann er farinn að opna sig svo og er td. ekki lengur viss um að engum liki við hann. Núna er hann jafnvel að spá í að taka þátt í svona sýningu sem er haldin á hverju vori. Þá myndi hann spila á gítarinn sinn uppi á sviði fyrir framan fuuuullllllt af fólki.
Stolt af stráknum! En svo er hann alltaf jafn duglegur bara í skólanum, þarf bara að æfa lesturinn (hraðann) og stafsetninguna.

Verð að hætta núna.
Knúúúússssss