Jæja. Tíminn líður eins og banani.
Við erum búin að framleggja kaffiverkefnið fyrir bekkinn og unnum ekki kosninguna :(
Fengum þó einn fjórða af atkvæðum. Sem sagt eitt atkvæði. Hópurinn sem vann fékk tvö atkvæði.
Ég lenti í smá vandræðum með bæklinginn í morgun. Hann var tilbúinn nema ég þurfti að bíða eftir að kaffiöskjurnar yrðu tilbúnar svo ég gæti tekið mynd af þeim til að setja í bæklinginn.
Svo þegar það var komið og búin að taka myndir þá gat ég ekki sett þær inn því að forritið (InDesign) kom alltaf með villumeldingu og slökkti á sér. Þegar ég svo loksins var búin að koma þessu inn þá áttum við að mæta inní stofu til að kynna verkefnið en við áttum eftir að prenta þetta út. Þá kom í ljós að prentarinn var bilaður. Reyndum þá að prenta út á öðrum en það gekk ekki, veit ekki af hverju. Neyddumst þá til að mæta án bæklingsins og með annan bækling sem ég hafði gert en var ekki í nógu góðu lagi, þannig að ég vissi að kennarinn myndi setja út á hann, sem hún svo gerði.
Við þurfum að setja upp, í held ég næstu viku, nokkurs konar kynningarbás með vörunum okkar. Þá ætla ég að vera búin að prenta rétta bæklinginn út.
Ég ætla að setja myndir af kaffinu okkar á eftir.
Helgin síðasta var alveg frábær og meira en nóg að gera.
Stig vinur minn kom með stelpurnar sínar á föstudeginum og fullt af nammi. Svo leyfðum við krökkunum að gera sína eigin pizzu og horfðum á Disney show með allt nammið. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað börnunum mínum fannst um allt þetta nammi. Þau töpuðu sér!
Daginn eftir fórum við í göngutúr út í skóg og tíndum laufblöð og hnetur. Fórum heim með afraksturinn og svo var málað og límt. Ég skellti í skúffuköku sem var svo borðuð með bestu lyst (þar voru börnin mín nebblega líka sérlega dugleg eins og alltaf þegar svona sætt á í hlut, sverja sig í ættina) :o)
Á sunnudaginn vorum við heima hjá Stig og stelpunum og bjuggum meða annars til brjóstsykur. Það var ekkert smá gaman. Maður þarf að hafa hraðar hendur við að klippa brjóstsykurinn áður en hann harðnar. svo er honum velt upp úr flórsykri og skellt í dós.
Svo var farið í göngutúr þar sem farið var í berjakast, þ.e. hvítum berjum var grýtt í hvort annað, rosalegt fjör.
Mmmm.... rosalega var ég að borða góðan kvöldmat.
Krakkarnir fengu sinn vanalega þriðjudagsgrjónagraut en þar sem ég er nú enginn aðdáandi slíks fékk ég mér tortilla pönnuköku með krabbasallati, káli, tómötum og gúrku. Ótrúlega einfalt og gott.
Jæja, ætla að setja nokkrar myndir. Þær segja oft meira en þúsund orð.
Kveðja í bili...