Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Aðventa

Þessi helgi er bara róleg. Fórum reyndar í heimsókn á föstudaginn til Stig vinar okkar og stelpnanna hans og horfðum á Disneystundina og borðuðum pizzu og bjuggum til konfekt.
Í gær fórum við niður á torg (Flakhaven) og sáum þegar kveikt var á jólatrénu og fengum nammi í poka frá jólasveininum og heitar eplaskífur hjá Lions klúbbnum sem var með slíkt til sölu. Í dag höfum við það rólegt Dísa fékk Louise vinkonu sína í heimsókn og er svo núna hjá henni. Alexander er með íslenskum vinum hér og Matthías talar um "subbemen og
sjoggola" (Súperman og súkkulaði) milli þess ad kubba hús og horfa á sjónvarpið. Ég ætla að reyna að gera eitthvað af viti. Eins og td að pakka inn þeim gjöfum sem eiga að sendast til Íslands.
----------------------------------------------
Matthías rúsína.
Þarna er hann að horfa á Súperman mynd í sjónvarpinu með Súperman skikkju (eldhúshandklæði).
Svo hleypur hann öðruhverju um og hoppar, þá er hann að fljúga eins og Súperman.
-----------------------------------------------

Ég óska ykkur góðrar aðventu og stresslausum desember. Ég ætla að reyna að hafa það þannig.
Neita því ekki að einmannaleikinn grípur mann stundum en maður á að njóta þess sem maður þó hefur. Posted by Picasa

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Gullkorn

Dísa og Matthías saman í balabaði.

Dísa: Oj, mamma Matthías var að drekka vatnið.
Við erum búin að koma við það með tásunum.
Það er sko ógeð!

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Skór og hamstur

Fórum í gær að kaupa kuldaskó á tvær eldri elskurnar. Þar með fóru jólagjafirnar ykkar!
Það ætti einhver að setjast niður og semja við veðurguðina um að hafa alltaf hlýtt, þá þyrfti maður ekki að kaupa svona mikið af fatnaði.


Dísu fannst stígvélin (kuldastígvélin- skvísustígvél) svo flott að hún dró buxnaskálmarnar upp svo það sæist nú almennilega í stígvélin. Og vill fá að fara í kjól eða pilsi í skólann. :)


Nú er Alexander orðin þreittur á hamstrinum.
"Langar eiginlega frekar í fiska. Er ekki bara hægt að skila honum?"
Ég reyndi að útskýra fyrir honum að það væri ekki bara hægt að skila lifandi dýri því maður væri þreittur á honum.
Þetta væri eins og þegar maður kaupir kexpakka. Maður getur ekki skilað kexinu þegar maður er búinn að opna pakkann.
"En maður opnar ekki hamsturinn!"...............................Þar fór sú samlíking.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Böl

Er að kafna úr kvefi og hósta böhöööö...
Eins gott að passa rifbeinin í þetta skiptið og hósta þau ekki í tvennt.

laugardagur, nóvember 12, 2005

Fimm helgar í jólin...

...var ég að heyra.
Jamm og ég var að fatta að ég er ekki búin að kveikja á einu einasta jólalagi. Er venjulega farin að klægja í eyrun í október eftir jólalögum.
Spurning hvort að veðrið hér eigi þátt í þessu. Það hefur verið með eindæmum hlýtt og gott miðað við árstíma.
Reyndar er maður farin að sjá eitt og eitt jóladót í gluggum hjá fólki.

Þessa helgi er barasta ekkert planað, ótrúlegt en satt. Nema jú Dísa og Alexander fara í afmæli í dag og á morgun. Ég var hinsvegar að spá í að nota tíman í að baka jóla eitthvað. Er byrjuð á bestu smákökum í heimi. Súkkulaðibitasmákökunum hennar mömmu.
Fjúff! Ég á eftir að bæta nokkrum kílóum á mig yfir jólin.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Íslendingar í fyrsta sæti

Þessi grein var í BT blaðinu á netinu ekki fyrir löngu....GO ÍSLENDINGAR!

Islændinge er til sexlegetøj
52 pct. af de adspurgte islændinge ejer en dildo. Derved placeret de sig på en klar førsteplads. Gennemsnittet i undersøgelsen er 27 pct.
I Vietnam er det 5 pct., der har en vibrator i soveværelset. I det hele taget er islændingene vilde med sexlegetøj og pornofilm. 119 gange om året har islændingene sex, og de medvirkende i undersøgelsen har sat kryds ved, at numsen er den frækkeste kropsdel.


Kíkið þetta. Fann þetta á blogginu hjá henni Bjöggu. Ég er Smurfette.

Find your inner Smurf!

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Jólin jólin jólin

Nú er komin nóvember. Og í raun ótrúlega stutt til jóla.

Fór í Magazin í dag og keypti mér ilmvatn (í fyrsta skipti síðan ég var átján).
Þeir eru farnir að spila jólalög og auðvitað löngu farnir að selja jólavöru.
Ég fékk svona jólafiðring við að koma þar inn.

Börnin eru farin til Arnars og ég laus og já ... um helgina ... ;o)
Fer í saumaklúbb á föstudag og smá fest á laugardag. Sunnudagurinn er óráðinn.

Það væri gaman að sjá hverjir eru að lesa bloggið mitt. Má ég biðja ykkur um að setja comment þið sem kíkjið....bara svona til að svala forvitninni minni og auðvitað er líka svo gaman að fá "feedback".

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Skovtur



Á leiðinni út í skóg og tínslan þegar byrjuð. Posted by Picasa


Fallegt. Posted by Picasa

Við Odense á.

Ótrúlega freistandi að sulla :o) Posted by Picasa

Alexander, Karoline, Amalie, Dísa, Matthías og ég. Posted by Picasa

Langesö



Muniði ég sagði frá því síðast að ég hefði farið til Langesö.

Þetta er litli ávaxtamarkaðurinn sem var þar. Posted by Picasa

Flottur!



Þessi hafði lagt við hliðina á mér, núna á föstudaginn, þegar ég kom út úr búðinni. Posted by Picasa

Halloween


Gleymdi að segja að við fórum í gær á hrekkjavöku í skólanum.

Alexander er þarna nánast fyrir miðju, maðurinn með ljána og Dísa er norn með kúst alveg til hægri. Posted by Picasa



Graskerin skorin út.
Alexander og Dísa teiknuðu sjálf andlitin sem skorið var eftir. Posted by Picasa


Matthías var út um allt á meðan og skemmti sér konunglega. Posted by Picasa


Graskerin tilbúin.
Alexander á það sem er lengst til vinstri en Dísa það sem er lengst til hægri. Posted by Picasa


Dísa norn. Posted by Picasa

SMART COFFEE



Gjafaaskjan inniheldur :

Lítinn hitabrúsa,
þrjár tegundir af kaffi,
súkkulaðikaffibaunir
og lítinn bækling Posted by Picasa




Litlar kaffiöskjur, ekki mikið stærri en "Smint" pakkarnir.

50 stk. í pakkanum.
Passar vel í vasann.
Fljótlegt, auðvelt og ódýrt.
Hentar fátækum námsmönnum með lítinn tíma einstaklega vel. Posted by Picasa

Brjálað að gera

Jæja. Tíminn líður eins og banani.

Við erum búin að framleggja kaffiverkefnið fyrir bekkinn og unnum ekki kosninguna :(
Fengum þó einn fjórða af atkvæðum. Sem sagt eitt atkvæði. Hópurinn sem vann fékk tvö atkvæði.
Ég lenti í smá vandræðum með bæklinginn í morgun. Hann var tilbúinn nema ég þurfti að bíða eftir að kaffiöskjurnar yrðu tilbúnar svo ég gæti tekið mynd af þeim til að setja í bæklinginn.
Svo þegar það var komið og búin að taka myndir þá gat ég ekki sett þær inn því að forritið (InDesign) kom alltaf með villumeldingu og slökkti á sér. Þegar ég svo loksins var búin að koma þessu inn þá áttum við að mæta inní stofu til að kynna verkefnið en við áttum eftir að prenta þetta út. Þá kom í ljós að prentarinn var bilaður. Reyndum þá að prenta út á öðrum en það gekk ekki, veit ekki af hverju. Neyddumst þá til að mæta án bæklingsins og með annan bækling sem ég hafði gert en var ekki í nógu góðu lagi, þannig að ég vissi að kennarinn myndi setja út á hann, sem hún svo gerði.
Við þurfum að setja upp, í held ég næstu viku, nokkurs konar kynningarbás með vörunum okkar. Þá ætla ég að vera búin að prenta rétta bæklinginn út.
Ég ætla að setja myndir af kaffinu okkar á eftir.

Helgin síðasta var alveg frábær og meira en nóg að gera.
Stig vinur minn kom með stelpurnar sínar á föstudeginum og fullt af nammi. Svo leyfðum við krökkunum að gera sína eigin pizzu og horfðum á Disney show með allt nammið. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað börnunum mínum fannst um allt þetta nammi. Þau töpuðu sér!
Daginn eftir fórum við í göngutúr út í skóg og tíndum laufblöð og hnetur. Fórum heim með afraksturinn og svo var málað og límt. Ég skellti í skúffuköku sem var svo borðuð með bestu lyst (þar voru börnin mín nebblega líka sérlega dugleg eins og alltaf þegar svona sætt á í hlut, sverja sig í ættina) :o)
Á sunnudaginn vorum við heima hjá Stig og stelpunum og bjuggum meða annars til brjóstsykur. Það var ekkert smá gaman. Maður þarf að hafa hraðar hendur við að klippa brjóstsykurinn áður en hann harðnar. svo er honum velt upp úr flórsykri og skellt í dós.
Svo var farið í göngutúr þar sem farið var í berjakast, þ.e. hvítum berjum var grýtt í hvort annað, rosalegt fjör.

Mmmm.... rosalega var ég að borða góðan kvöldmat.
Krakkarnir fengu sinn vanalega þriðjudagsgrjónagraut en þar sem ég er nú enginn aðdáandi slíks fékk ég mér tortilla pönnuköku með krabbasallati, káli, tómötum og gúrku. Ótrúlega einfalt og gott.

Jæja, ætla að setja nokkrar myndir. Þær segja oft meira en þúsund orð.

Kveðja í bili...