miðvikudagur, ágúst 31, 2005
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
Bíllinn
Hæ hæ, búið að vera alveg brjálað að gera í dag.
Ef einhver á nokkra klukkutíma aflögu þá þigg ég þá. Ég fór að skoða bíla hérna í Odense og var næstum búin að ákveða að kaupa einn, en svo benti bekkjarbróðir minn á bíl sem honum leist vel á og við skruppum um kvöldmatarleytið til að kíkja á hann. Og viti menn ég barasta keypti bílinn. Sjá mynd sem kemur hér að ofan. Ég fæ bílinn á laugardaginn. Þvílíkur léttir og sérstaklega vegna þess að Skódinn gengur ekki lengur eins og þið hafið kannski séð á blogginu hans Arnars.
Farin að sofa er alveg búin á því. Segi ykkur nánar frá bílnum síðar. Go' nat
Ef einhver á nokkra klukkutíma aflögu þá þigg ég þá. Ég fór að skoða bíla hérna í Odense og var næstum búin að ákveða að kaupa einn, en svo benti bekkjarbróðir minn á bíl sem honum leist vel á og við skruppum um kvöldmatarleytið til að kíkja á hann. Og viti menn ég barasta keypti bílinn. Sjá mynd sem kemur hér að ofan. Ég fæ bílinn á laugardaginn. Þvílíkur léttir og sérstaklega vegna þess að Skódinn gengur ekki lengur eins og þið hafið kannski séð á blogginu hans Arnars.
Farin að sofa er alveg búin á því. Segi ykkur nánar frá bílnum síðar. Go' nat
sunnudagur, ágúst 28, 2005
Hæ aftur
Dagurinn í dag er búinn að vera yndislegur. Svaf reyndar óþarflega lengi en held ég hafi eiginlega þurft á því að halda.
Í gær fór ég ekki á blómafestivalið eins og ég hafði planlagt. Heldur keyrði ég til Middlefart og til Jótlands, að grensunni (grænsen=landamærin (að Þýskalandi)), og kíkti á bíla. Ég er svo heppin að einn úr bekknum mínum í skólanum er búinn að vera eins og engill og hjálpa mér með þetta alltsaman, hann sem sagt kom með mér að skoða bílana. Og sem betur fer...einn bílasalinn var svo dónalegur að hann talaði bara við bekkjabróður minn og þegar hann sagði honum að það væri ég sem ætlaði að kaupa bílinn þá byrjaði bílasalinn bara að tala um að konur hefðu bara áhuga á að bíllinn liti vel út og hefðu rétta litinn. Og svo benti hann á að þessi og þessi " já þeir væru nú flottir á litinn". Mig langaði helst að sparka í drjólann á honum.
Í dag hjólaði ég hins vegar niður í bæ og kíkti á blómin og kom svo heim með hjólið fullt af blómum sem ég er núna búin að planta úti í garði.
Jæja best að reyna að gera eitthvað af viti áður en ég fer að sofa.
Í gær fór ég ekki á blómafestivalið eins og ég hafði planlagt. Heldur keyrði ég til Middlefart og til Jótlands, að grensunni (grænsen=landamærin (að Þýskalandi)), og kíkti á bíla. Ég er svo heppin að einn úr bekknum mínum í skólanum er búinn að vera eins og engill og hjálpa mér með þetta alltsaman, hann sem sagt kom með mér að skoða bílana. Og sem betur fer...einn bílasalinn var svo dónalegur að hann talaði bara við bekkjabróður minn og þegar hann sagði honum að það væri ég sem ætlaði að kaupa bílinn þá byrjaði bílasalinn bara að tala um að konur hefðu bara áhuga á að bíllinn liti vel út og hefðu rétta litinn. Og svo benti hann á að þessi og þessi " já þeir væru nú flottir á litinn". Mig langaði helst að sparka í drjólann á honum.
Í dag hjólaði ég hins vegar niður í bæ og kíkti á blómin og kom svo heim með hjólið fullt af blómum sem ég er núna búin að planta úti í garði.
Jæja best að reyna að gera eitthvað af viti áður en ég fer að sofa.
laugardagur, ágúst 27, 2005
Aldurinn
Hæ aftur ...
sjáið bara hvað ég er dugleg núna, blogga tvo daga í röð barastasta.
Eins og flestir vita að þá er ég orðin ÞRJÁTÍU ára (úff er ennþá að venjast þessari tölu).
Ég er búin að hafa pínu gaman af því núna síðustu daga að ...
sem sagt með mér í bekk undanfarið eru nánast bara strákar og þeir hafa greinilega spáð mikið í hvað ég er gömul. Því að þeir hafa verið að segja mér (gjörsamlega óumbeðnir notabene) hvað þeir hefðu orðið hissa að heyra að ég er þrítug. Einn var nefninlega viss um að ég væri ekki eldri en 26 ára annar sagði 24 og þriðji hafði víst giskað á giskað á 23 ára. Ekki fannst mér nú leiðinlegt að heyra þetta.
Það sem ég fékk hins vegar að heyra í nótt sló hinar tölurnar alveg út.
Ég tók sem sagt leigubíl heim eftir að hafa verið aðeins að kíkja á mannlífið í bænum. Þegar ég var kominn á leiðarenda sagði bílstjórinn mér í gríni að farið kostaði 2000 kr. Þá sagði ég að "þá hefði ég ekki efni á því að halda áfram í skólanum". Þá spyr maðurinn í fullri alvöru hvort að fjölskyldan styddi mig ekki fjárhagslega. Þetta fannst mér heldur skrítin spurning og fræddi hann á því að ég væri nú orðin þrítug ég yrði að passa mig sjálf. Þá leit hann á mig undrunaraugum og sagði að hann hefði haldið að ég væri ca 18-19 ára...!
Hvað gerist ef ég fer að stunda ræktina af kappi, fer í brjóstalyftingu og byrja að ganga í lágum mjaðmabuxum....gæti ég sagst þá vera 17? ... er ég að ganga í barndóm. Kannski enda ég sem fimm ára. Þá verður Arnar að hugsa um börnin og biðja komúnuna um barnabætur fyrir 4 börn!
sjáið bara hvað ég er dugleg núna, blogga tvo daga í röð barastasta.
Eins og flestir vita að þá er ég orðin ÞRJÁTÍU ára (úff er ennþá að venjast þessari tölu).
Ég er búin að hafa pínu gaman af því núna síðustu daga að ...
sem sagt með mér í bekk undanfarið eru nánast bara strákar og þeir hafa greinilega spáð mikið í hvað ég er gömul. Því að þeir hafa verið að segja mér (gjörsamlega óumbeðnir notabene) hvað þeir hefðu orðið hissa að heyra að ég er þrítug. Einn var nefninlega viss um að ég væri ekki eldri en 26 ára annar sagði 24 og þriðji hafði víst giskað á giskað á 23 ára. Ekki fannst mér nú leiðinlegt að heyra þetta.
Það sem ég fékk hins vegar að heyra í nótt sló hinar tölurnar alveg út.
Ég tók sem sagt leigubíl heim eftir að hafa verið aðeins að kíkja á mannlífið í bænum. Þegar ég var kominn á leiðarenda sagði bílstjórinn mér í gríni að farið kostaði 2000 kr. Þá sagði ég að "þá hefði ég ekki efni á því að halda áfram í skólanum". Þá spyr maðurinn í fullri alvöru hvort að fjölskyldan styddi mig ekki fjárhagslega. Þetta fannst mér heldur skrítin spurning og fræddi hann á því að ég væri nú orðin þrítug ég yrði að passa mig sjálf. Þá leit hann á mig undrunaraugum og sagði að hann hefði haldið að ég væri ca 18-19 ára...!
Hvað gerist ef ég fer að stunda ræktina af kappi, fer í brjóstalyftingu og byrja að ganga í lágum mjaðmabuxum....gæti ég sagst þá vera 17? ... er ég að ganga í barndóm. Kannski enda ég sem fimm ára. Þá verður Arnar að hugsa um börnin og biðja komúnuna um barnabætur fyrir 4 börn!
föstudagur, ágúst 26, 2005
Skolinn
Sæl og blessud gódir lesendur.
Takk fyrir sidast. Og langt sidan sidast.
Nu er eg i skolanum og skrifa tess vegna alveg kommu og thodn laust i tetta skiptid.
Ég var nu kannski ekki buin ad segja ollum tad en eg skipti um nám. Eftir ad hafa verid i ca tvo daga i tandklinikassistent ákvad eg ad tala vid námsrádgjafa um tækniteiknunina. Ég var nefnilega pinu "bange for" ad fara i teiknarann tvi ad eg var buin ad heyra ad tad væri svo erfitt ad fa praktikpláss. En sem sagt eg taladi vid radgjafann og fekk ad vita ad tetta væri nu ekki alveg eins slæmt og eg hélt.
Her er eg sem sagt nu og likar vel. Se ekki eftir neinu(hjúkk!!)
Tegar eg fekk ad skipta voru reyndar bunar tvær vikur af tæknireiknaranum. En tad virdist ekki koma ad mikilli sok (ekki enntá allavega).
Tessa vikuna erum vid i vefsidugerd. Og ad skoda html pinu pons. Er nu meira spennandi en eg helt.
I dag erum vid reyndar oll i lausu lofti. Vodalega omerkilegt sem vid eigum ad gera og enginn nennir tvi. Flestir ad gera eitthvad annad a netinu. Eg er ad leita ad bil. Toyotan kemur sterk inn.
Annars er planid eftir skola ad fara a fredagsbarinn her i skolanum og a morgun ætla eg asamt einum bekkjarfelaga ad kikja a avaxtamarkad nidur i bæ og svo kannski blomafestivalid sem er lika.
Mer lidur vel. Skolinn gengur fint...eg hef meira ad segja verid ad hjalpa odrum med tolvuvinnunni i skolanum...spaid i tad EG! Eg er ad eignast fullt af kunningjum og hlakka alltaf til ad fara i skolann. Sem sagt gott mal allt saman.
Bornunum lidur vel eru hja pabba sinum nuna og finnst tad spennandi.
Jæja kennarinn mættur , best ad hætta og syna hvad i mer byr. :os
Lofa ad skrifa aftur flotlega. Kv. Solrun
Takk fyrir sidast. Og langt sidan sidast.
Nu er eg i skolanum og skrifa tess vegna alveg kommu og thodn laust i tetta skiptid.
Ég var nu kannski ekki buin ad segja ollum tad en eg skipti um nám. Eftir ad hafa verid i ca tvo daga i tandklinikassistent ákvad eg ad tala vid námsrádgjafa um tækniteiknunina. Ég var nefnilega pinu "bange for" ad fara i teiknarann tvi ad eg var buin ad heyra ad tad væri svo erfitt ad fa praktikpláss. En sem sagt eg taladi vid radgjafann og fekk ad vita ad tetta væri nu ekki alveg eins slæmt og eg hélt.
Her er eg sem sagt nu og likar vel. Se ekki eftir neinu(hjúkk!!)
Tegar eg fekk ad skipta voru reyndar bunar tvær vikur af tæknireiknaranum. En tad virdist ekki koma ad mikilli sok (ekki enntá allavega).
Tessa vikuna erum vid i vefsidugerd. Og ad skoda html pinu pons. Er nu meira spennandi en eg helt.
I dag erum vid reyndar oll i lausu lofti. Vodalega omerkilegt sem vid eigum ad gera og enginn nennir tvi. Flestir ad gera eitthvad annad a netinu. Eg er ad leita ad bil. Toyotan kemur sterk inn.
Annars er planid eftir skola ad fara a fredagsbarinn her i skolanum og a morgun ætla eg asamt einum bekkjarfelaga ad kikja a avaxtamarkad nidur i bæ og svo kannski blomafestivalid sem er lika.
Mer lidur vel. Skolinn gengur fint...eg hef meira ad segja verid ad hjalpa odrum med tolvuvinnunni i skolanum...spaid i tad EG! Eg er ad eignast fullt af kunningjum og hlakka alltaf til ad fara i skolann. Sem sagt gott mal allt saman.
Bornunum lidur vel eru hja pabba sinum nuna og finnst tad spennandi.
Jæja kennarinn mættur , best ad hætta og syna hvad i mer byr. :os
Lofa ad skrifa aftur flotlega. Kv. Solrun