Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, janúar 28, 2005

Búin að bæta inn

-nokkrum myndum.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Æi já svo ætlaði ég að benda á þetta blogg. Mjög skemmtilegt, sérstaklega lýsingin á því þegar hún vaknaði eftir svæfingu. haha
www.toothsmith.com
Ekki má gleyma því að Hlöðver á afmæli í dag. Til hamingju elsku bróðir!

Skt. Klemens skole

Arnar fór í síðasta prófið í dag og gekk vel. Núna situr hann límdur við imbann að horfa á boltann í sjónvarpinu. Dísa nýtir sér tækifærið og er með glas fullt af vatni, bleytir greiðu þar, og greiðir pabba sínum af miklum dugnaði. Hann á að verða flottur! Hún er núna búin að greiða allt til hliðar og skipar honum að sitja alveg kyrr og leggur svo nokkra kubba á hausinn á honum og greiðir aðeins meira. Þetta verður sko flott!

Í dag fórum við að tala við kennarana í bekknum sem Alexander mun verða í hérna í Skt. Klemens. Hann fékk heilan bunka af bókum til að æfa sig í og þar á meðal vel þykka söngbók sem má eiga. Ekkert slor þar.
Okkur líst mjög vel á þessa kennara sem eru tvö. Þau eru stelpa sem kennir stærðfræðina og maður um sextugt sem virðist vera svona aðalkennarinn. Maðurinn sem heitir Lars eða Lárus eins og hann kynnti sig brosandi er mjög hrifinn af Íslandi og hefur komið þangað sex sinnum.
Alexander fær að byrja eftir vetrarfríið sem byrjar 18. feb. og stendur í viku.

Við fórum svo og sóttum Dísu í leikskólann og fórum svo aftur í Skt.Klemens skólann til að skrá hana inn fyrir næsta vetur. Danir eru sko engir venjulegir og kunna alveg að "hygge sig". Þegar við komum á skriftofuna var okkur vísað í sæti og á borðinu var STÓR skál full af ávöxtum, litlum rúsínupökkum og sælgæti. Dísa auðvitað varð ein augu og hafði þau ekki af þessu. Endaði með þvi að spyrja hvort hún mætti fá. Já auðvitað mátti hún það, þetta var ætlað krökkunum sem komu í innritun. Svo var talað við okkur og hana. Svo fékk hún bók til að teikna í, með glansmynd á, og blýant með einhverju rauðgulu plasti, ægilega fínt.
Í bæði skiptin sem við fórum í skólann í dag fengum við túr um skólann. Eins og ég sagði að þá geta danirnir haft það huggulegt því að í einum salnum sem er að mig minnir teppalagður er sko arinn sem er notaður þegar kennarar eða foreldrar hittast. Ekkert smá flott.
Ég held að ég hlakki ekkert síður til, að börnin mín byrji í þessum skóla, en þau sjálf.

Á morgun erum við Arnar bæði í fríi frá skólanum. Okkur langar að njóta þess að vera bara tvö og gera ekkert sem viðkemur heimilsstörfum eða uppeldi.
Vorum að spá í að fara í laaangan göngutúr í fyrramálið eftir að við höfum skilað börnunum af okkur. :o)

Jamm U2 tónleikarnir eru ennþá á dagskrá, undir smásjá. Við neyðumst til að bíða til 1. feb. með að panta miðana. Úff spenna.... Verst er að þá er ég í tíma og Arnar í skólaferðalagi. Eigum eftir að finna út hvernig við skverum þetta.
Erum búin að plata Steina og Guðrúnu til að koma með okkur. Það verður sko gaman. En okkur vantar ennþá pössun. Spáið í það.......Sumarfrí í Danmörku í fríu fæði og húsnæði .....

mánudagur, janúar 24, 2005

U2 U2 U2 U2 U2 jíbbíiiiiiiiii

Þá er það á hreinu. U2 koma til Köben 31. júlí og ekki til Íslands. Í fyrramálið ætla ég að panta miða í forsölu. GET EKKI BEÐIÐ.
Hver vill koma með? Svar óskast núna. Jamm einnig óska ég eftir pössun í tvo til þrjá daga. Plííís einhver!!!

sunnudagur, janúar 23, 2005

Gúrkutíð

Arnar er að læra undir próf. Hann á að mæta í eitt á morgun og hið síðara, síðar í vikunni. Hann er greinilega með þeim síðustu í próftökunni því að í gær var haldið lítið partí, heima hjá einni "íslinga"fjölskyldunni, af tilefni prófloka. Ekkert svo sem meira um það að segja. (Segir okkur eitthvað um fréttaskortinn hjá mér þessa dagana)

Erum núna reyndar að vinna í því að komast á U2 tónleika. Þetta er langþráður draumur til margra ára.

mánudagur, janúar 17, 2005

Nokkrar myndir..

.komnar í viðbót. Setti inn nokkrar gamlar frá því í september. Smellið bara á myndir hérna hægra megin til að skoða.

sunnudagur, janúar 16, 2005

Blá mynd

Dísa og Alexander voru að tala saman:
Þau vildu horfa sjónvarpið.
Dísa vildi horfa á dvd.
Þá spurði Alexander hana hvað hún vildi horfa á.
Þá sagðist hún vilja horfa á "bláu myndina".

Hún var sem sagt að meina mynd (man ekki hvað hún heitir) sem fjallar eitthvað um bók sem er blá á litin...
Veðrið hér er barasta mjög fínt þessa dagana ;)
Páskalaukarnir komnir vel á veg upp úr moldinni og alltaf styttist í vorið.

Kraftaverk gerast enn... ég er búin að setja myndir á heimasíðuna hans Arnars! Og ættu þær að byrja koma núna svona nokkuð reglulega. Ekki með neinum látum þó.

Við höfum ekki skrifar nein jólakort bara svo að þið vitið það (þannig að enginn þarf að vera móðgaður hehe). Vorum að spá í að sleppa þeim alveg þetta árið en getum ekki fengið það af okkur og stefnum á að senda febrúarkort í staðinn.

laugardagur, janúar 08, 2005

Vont veður og ofát

Nú er úti veður vont, verður allt að klessu... ekki eigum við nú gott..að fara í dýragarðinn í þessu.
Rokið hér er núna svona mikið að Arnar að tveir aðrir nágrannar fóru út og tóku niður grindverkin svo að þau myndu ekki fjúka. Mér skilst að það sé spáð 30 metrum í kvöld. Þakplötur og tré eru að fjúka og einn maður dáinn hér í Odense. Við ætlum bara að halda okkur alveg inni um helgina.

Byrja átakið hjá okkur með glæsibrag, með því að baka skúffuköku. :oS
Ég meina það jólin eyðilögðu allt sem heitir: að að borða heilsusamlega. Mér finnst að það ætti að taka upp nýja siði og hefðir.
Hér kemur tillaga:
Aðfangadagskvöld- fitusnautt kjöt, óreykt með rjómalausri sósu og mikið af sallati. Jólalegt jarðaberja skyr í möndludeser.
Jóladag- Salat og kanski humar útí (það eru nú jól), bara sleppa deser
Annann í jólum- afganga eða kannski einhver góð grænmetisbuff með fullt af sallati og kannski sýrðum rjóma til hátíðabrigða.
Svo er algjör óþarfi að vera með kökur og tertur það er bara til að hjálpa til við að blása út á manni magann. Hrökkbrauð geta verið mjög hátíðleg ef maður bara setur girnilegt (fitulítið) álegg. Aðalatriðið er að það líti vel út. :o)
Þessi hefð er ekki bara hollari heldur miklu miklu ódýrari en það sem viðgengst núna.

Mmm ég verð nú bara svöng af þessu matartali. Best að fá sér eins og eina sneið af skúffuköku!

föstudagur, janúar 07, 2005

Ammmmmli....

Til hamingju Beggó með RIIIIIISAAA afmælið!!! ;oD
...á morgun.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Göngutúr

Í dag er búið að vera hið fínasta veður. Pínu kalt en að öðru leiti hið besta göngu veður. Við Arnar nýttum okkur það og fórum gangandi í bankann sem er í næsta hverfi (við höfum ekki hjól núna, vantar ný :o( ). Þetta var svo frískandi og skemmtilegt að við ætlum aftur í göngu á morgun.
Alexander bíður og bíður eftir að fá að byrja í sínum hverfisskóla. Honum líður ekki vel þar sem hann er núna. Honum virðist vera mikið strítt af hinum íslensku krökkunum sem eru með honum í bekk og ekki hjálpar það að hann kann alls ekki að taka stríðni. En vonandi verður honum vel tekið á nýja staðnum.

Jæja, ég hef eiginlega alls ekki tíma til að hangsa þetta. Þarf að fara að lesa söguna um hann Ejnar og kaflaskipta henni fyrir morgundaginn.
Sjáumst!

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Komin!!!

Jæja þá er ég mætt aftur á bloggið.
Og hvað haldið þið... ég sit hérna og sötra Egils appelsín, mmmmm þvílíkur draumur.
Verst bara hvað það er fitandi. Maður er bún að blása út um jólin. Þetta er búin að vera endalaus átveisla í rúma viku og mér líður eins og blöðru sem hefur verið blásin of mikið upp. Núna er bara að taka á sig rögg (segir maður það ekki???) og borða fátt annað en hrökkbrauð og te. Við höfum hvort eð er ekki efni á öðru. Núna taka sultarólarnar að herðast verulega því að sumarfríið sem Arnar átti inni og við erum að lifa á núna fer senn að taka enda og Lín tekur við og þeir eru sko ekki að gera þeim sem hafa verið á vinnumarkaðinum þann greiða að lána strax þá upphæð sem hægt er að lifa á. Neibb námsmenn erum við núna og við skulum lifa þá eins og námsmenn, ekkert múður. Maður hefur svo sem gott af þessu, þ.e.a.s. að lifa spart. Hver hefur svo sem ekki gott af því.
Jamm Stebbi bróðir Arnars kom hingað til okkar í heimsókn á milli jóla og nýárs og gaf okkur ekki bara góðan félagsskap heldur líka mat að borða sem hæfir drottningunni. Sjá hér.
Takk takk takk og aftur takk fyrir okkur. Þetta var besta matarveisla sem ég komist í.

Matthías er alltaf að bæta fleiri og fleiri orðum í safnið sitt og er farinn að segja ótrúlega mikið. Hann meira að segja er farinn að segja "babbi" öðruhverju við Arnar. Hingað til hefur hann bara viljað kalla hann mömmu. Hehe. En svo er hann líka farinn að segja td: Dísa, Marta, borða, bíllinn, bog, húfa, skó og eitthvað pínu meira sem ég man ekki í augnablikinu.
Hann fékk kopp í jólagjöf og hefur verið að máta hann berrassaður öðruhverju og viti menn hann pissaði í hann núna í kvöld. :o) Mér til ómældrar gleði. Nú er bara að vona að áhuginn á koppinum aukist þannig að hægt væri að spá kannski í í sumar jafnvel að venja hann alveg á hann á daginn. En ég þori ekki að vona of mikið, best að taka þessu bara stille og roligt.

Áramótin voru haldin hér með pompi og prakt. Aðalega pompi þó því að ég pompaði niður hálfann stigann hjá okkur, með Matthías í fanginu, sem gerði það að verkum að ég gat ekki stoppað mig og lenti með aðra löppina undir skenknum sem er við endann á stiganum. Núna er sem sagt bakhlutinn á mér eins og "fjólubláa ljósið við barinn", mjög flott.

Við komum í þeim tilgangi, bæði tvö, að setjast á skólabekk. Og í fyrramálið mun ég byrja í dönskukúrs í skóla sem er eins og Fullorðinsfræðslan eða Námsflokkar Reykjavíkur. Þetta er góður kúrs að því leiti að það er mikill lestur og ritun. Og þess vegna gott fyrir mig. En þetta er bara grunnurinn og ég stefni að því að halda áfram með dönskuna næsta vetur.
Þó að ég hafi ákveðið, þegar við ákváðum að fara hingað, að ég skyldi læra. Að þá er þetta samt rosa skrítin tilfinning að vera að byrja á þessu aftur eftir allan þennan tíma. Það eru sko átta og hálft ár síðan ég var í Viðskipta og Tölvuskólanum og ellefu og hálft ár síðan ég var á Skógum.
Það er gott að geta byrjað bara svona á einu fagi og bara einbeitt sér við að koma sér í námsgír. Þetta er nú reyndar samt ekki svooo lítið miðað við að vera bara eitt fag. Ég verð mánud. og föstud. frá kl 8 - 11 og miðvikud. kl. 8 - 10. Sem sagt átta tíma á viku.
Jebbs það er kominn fiðringur í magann svona í bland við smá tilhlökkun.

Sigga Dís til hamingju með afmælið um daginn!

Jæja nú er ég ekki bara spennt heldur líka orðin þreytt. Klukkan er orðin allt of margt. Man ekki eftir fleiru í bili. Tjáá!