Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

þriðjudagur, desember 21, 2004

Frííí

Jamm frí loksins. Hehe segi ég og það er Arnar sem er að prófast. En þannig er nú það að ég næ að anda léttar þegar Arnar getur verið með okkur og hjálpað til með heimilið.
Og já hann var sem sagt að láta mig vita það, voða lukkulegur, að hann væri búinn og hefði gengið þetta glimrandi vel. Ekki það, ég var nú líka viss um að þannig færi.
Núna er hann í Rosengård að kaupa jólagjöf handa mér...og nota bene það er ekki komin Þorláksmessa!

mánudagur, desember 20, 2004

Jamm ég hef ekki alveg verið að standa mig í blogginu eftir vefverðlaunaafhendinguna. En ég geri auðvitað mitt besta núna til að bæta það.

Það hefur verið nóg að gera. Það er alveg ljóst að það að vera "bara" húsmóðir er mjög tímafrekt starf það vantar oft fleiri tíma í sólarhringinn.

Tengdó komu til okkar á miðvikudaginn síðasta og gistu tvær nætur. Eins og síðast var það bara ég sem fékk almennilega að njóta þess að vera með þeim. Við fórum á bæjarrölt með auðvitað tilheyrandi ölstoppi. Verulega skemmtilegt. Svo er von á Stebba bróður Arnars á milli jóla og nýárs.

Nú er Alexander kominn í frí úr skólanum og er með spenninginn alveg í hámarki vegna jólanna.

Á laugardaginn fór ég og tvær aðrar íslenskar stúlkur á julefrokost heima hjá yfirmanninum.
Það var verulega skemmtilegt. Vel var veitt af víni og góður matur. Fengum naut(alund) með öllu tilheyrandi og svo ris a la mand í eftirrétt. 'I því átti að vera ein heil mandla en hún fannst svo ekki. Svo var dreift á alla kassi fullur af Guld karamellum.
SVo voru tveir þarna sem spiluðu á gítar og fiðlu nokkur lög. Voða flott.
Svo var haldið niður í bæ. Á bar sem heitir Ryans og bendir til þess að hann sé írskur. Það getur líka vel passað því að það var ekki hægt að fá hvaða skot sem var og ekki kokteila. Enda dettur manni ekki í hug íri og kokteill á sama tíma. En hvað um það, það var svaka stuð.

Jæja jólatréð var sett upp í gær og Alexander er að springa af spenningi yfir að fá að skreyta. Þannig að núna verð ég að hætta.

Ég reyni að blogga alla vega einu sinni í viðbót fyrir jól.

laugardagur, desember 11, 2004

Danskar strípur

Núna hrjáir mig pínu samviskubit. Fór í gær og klippingu og strípur. Úff allt of dýrt fyrir fólk á námsláni. Reyndar bara svipað samt og á Íslandi. Ég er ekki ánægð með útkomuna. Klippingin er jú fín enda var ég klippt bara nákvæmlega eins og ég bað um. Eeeen strípurnar ónei ekki alveg sátt þar. Það er ekki eins og að ég hafi farið í strípur í gær heldur frekar fyrir a.m.k. mánuði. Sem betur fer eru ekki skörp skil en ánægð er ég ekki. Ég sá líka hvernig stelpurnar ( 2 nemar) gerðu þetta, þær settu burstann í hárið í meters fjarlægð frá hársrótinni. Þegar ég fór eitthvað að kvarta yfir þessu, fékk ég að vita það að það væri vont fyrir húðina að snerta strípuefnið og það var ekkert hlustað meira á röflið í kerlingunni í stólnum. Ef einhver er að fara að hitta Ingibjörgu, bestu hárgreiðslukonu í heimi, endilega skila því til hennar að hún verði að koma hér eftir til Odense ca tvisvar til þrisvar á ári með græjur með sér. Ég veit líka að það er fullt af öðrum íslendingum sem myndu frekar vilja láta hana eiga við hárið á sér heldur en ýkta danska hárgreiðslunema.

Arnar tók sér pásu frá verkefnabrasi og fór ásamt fleirum á spurningakeppni. Keppnin var á milli tveggja liða skipuð námsmönnum annars vegar frá háskólanum og hins vegar frá tækniskólanum. Varð víst ansi mjótt á munum en háskólinn fór með sigur að lokum. Kom svo minn elskulegi eiginmaður heim með Nóakropp og færði konunni sinni, henni til ómældrar gleði. :o)

Ég var að lesa það á blogginu hennar Rúnu að mamma og pabbi munu flytja í dag. Maður fær nú bara skrýtna tilfinningu í magan við tilhugsunina. Þetta er að verða eitthvað svo endanlegt, frágengið. Nú er "Fjarðarásinn" (eins og alltaf var bara sagt þegar maður talaði um heimili m+p) að verða bara fortíð. Æskuheimili mitt að fara í hendur annarra. Snökt snökt. En það bíða líka góð ár annars staðar, svo maður horfi nú á björtu hliðarnar.

Nú er Dísa greyjið komin með niðurgang eftir að hafa verið sæmilega frísk í ca 3 daga. :o(

mánudagur, desember 06, 2004

Hjálp!

Hvað er eiginlega að gerast hér þessari blessuðu fjölskyldu minni? Núna eru Arnar, Dísa og Alexander öll með ælupest. Þvottavélin hefur heldur betur fengið að vinna vinnuna sína eftir að hún komst í lag. Nú er ég bara farin að vona að við sleppum yfir jólin og ég þakka Guði fyrir að vera heimavinnandi. Arnar staulaðis í skólann allur í keng og fékk að fara á bílnum greyjið. Er bara mest hissa að hann skuli vera ennþá þar, það er kominn rúmur klukkutími.
Það var mjög gaman að koma niður í morgun. Fyrsta skiptið sem Alexander ældi í nótt að þá ældi hann í rúmið og helmingurinn fór á vegginn og gólfið. Það er greinilega ekki mjög þétt á milli hæða hér því að það eru stórir taumar á veggnum á neðri hæðinni sem hafa lekið niður úr Alexanders herbergi.
Ef það voru einhverjar köngulær þarna á milli að þá hefur þeim verið skolað út.

Jamm. Ég vil þakka þeim sem "commentuðu" . Mér þykir Svakalega vænt um þetta.
Hvernig er það Munda ertu búin að skila hundinum og endurheimta athygli eiginmannsins?

Núna er mín ástkæra systir nýbyrjuð að blogga. Ég er stolt af þér og sérstaklega ánægð með litinn. :o)

Arnar fór í foreldraviðtalið vegna Dísu og þurfti ekki að minnast einu orði á að hann vildi að hún byrjaði núna komandi haust. Þær (fóstrurnar) byrjuðu viðtalið strax á því að tala um að þeim fyndist hún sko alveg tilbúin. Ég er svo fegin. Var pínu hrædd því að hún er svo mikið fiðrildi, einhvernvegin út um allt stundum. Þær töluð reyndar um að hún léki sér "voldsom" sem sagt harkalega og ætla að reyna að vinna með það hjá henni. Mjög gott.
Hún er loksins farin að tala ekki bara við krakkana á leikskólanum heldur líka fóstrurnar og núna eru þær farnar að heyra að hún nær ekki öllum hljóðum. Við héldum að við hefðum verið búin að segja frá því en svo var nú víst ekki. En alla vega að þá báðu þær um að fá að panta talmeinafræðing fyrir hana tvisvar í viku. Ég er ekkert smá ánægð. Vonandi gagnast þetta henni. Það gekk ekki nógu vel í síðustu talþjálfun og hún virkilega þarf á þessu að halda.
Leikskólinn er sko ekki eins og á Íslandi en hann er ekki verri, bara öðruvísi. Við erum mjög ánægð.

Ekki má gleyma að óska Guðmundi og Heiðrúnu hnuplara til hamingju með þann fjölda ára sem þau hafa náð sér í.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Hátíð í bæ

Annar desember í dag. Þ.e.a.s. 2. des. ekki bara einhver annar des. phuahaha
Við erum búin að skreyta að íslendinga sið með því að setja julestage og jólagardínur ásamt smáhlutum út í glugga, krans á útidyrahurðina og seríu á Sýprusinn sem Arnar gaf mér (GleðiÞvíBíllinnerKominn gjöf eða eitthvað solleðis).
Jamm og nú erum við langjólalegust í hverfinu held ég. Hér þarf ekki að setja seríu á allt húsið og jólafígúrur í garðinn til að ná því. Hahaha.
Það snjóaði í nótt þannig að allt var svona grátt eða næstum hvítt úti í morgun. En það er bara búið að rigna í dag og þar með fór jólasnjórinn.

Fyrsta sunnudag í aðventu fórum við (allir nema Arnar, hann var lasinn) með leikskólanum út í skóg. Þar beið jólatré skreytt með hunangshjörtum. Það var aðeins dansað í kringum tréð. Og svo söfnuðust börnin í einn hnapp og kölluðu "julemand, julemand" þangað til að jólasveinn birtist með poka á bakinu. Dísa fattaði nú alveg að þetta væri ekki alvöru sveinn því að það sást í bandið sem hélt skegginu. Ég útskýrði fyrir henni að jólasveinninn hefði örugglega ekki komist og fundist það svo leiðinlegt og þess vegna sent annan gervisvein í staðinn.
Börnin fengu poka með góðgæti í og fullorðnir snapsa (hvað annað, það er áfengi í þessu og ekki dugar að bjóða upp á bjór á svona hátíðlegri stundu). Mér var reyndar ekki boðið og vissi ekki hvort ég átti að vera glöð eða móðguð.
Jæja svo var farið í salinn útí Skt. Klemens skóla og föndraðar kertaskreytingar. Drukkið glögg og saftevand og borðaðar smákökur og æbleskiver m. flórsykri og/eða sultu.
Þar voru spillemænder. Sem sagt tveir menn að spila og syngja. Það var verulega skemmtilegt og í lokin söfnuðust krakkarnir (og fullorðnir) í kringum þá og sungu jólalög og fóru í svona söngvaleiki eins og td Framm framm fylking. Dísa og Matthías komu líka fram í hóp (ekki sama hópnum þó) og sungu jólalag. Dísu hópur kom fram í hvítum kirtlum með glitrandi englabaug og kerti. Svaka sport. Hehe mér sýndist nú enginn strákur vera með í hópnum hennar Dísu. Heyrði að a.m.k. einum þótti þetta ekki vera fyrir stráka að koma svona fram í kjól.

Við létum verða af því núna í fyrradag að kaupa borð í stofuna. Okkur langaði ekki að vera borðlaus um jólin. Auðvitað var það keypt í Ikea, hvar annars staðar. Þetta fæst ekkert ódýrara annars staðar, ekki einu sinni notað ( nema það sé varla nothæft). Jamm við erum sem sagt orðin stoltir eigendur að stofuborði sem er meira að segja í stíl við kommóðurnar sem við keyptum í sumar. :o)

Á eftir förum við á foreldrafund í leikskólanum til að ræða hvort Dísa verði ekki látin byrja í skóla næsta haust. Það er nefnilega þannig hér að það byrja ekki öll börn sex ára, sum byrja sjö ára í skóla. Ég æta að mæla eindregið með því að hún byrji strax því ég held að það muni gera henni gott. Svo að ég tali nú ekki um að þá verður hún ekki sett í bekk á eftir þegar við komum aftur til Íslands. Ég vil ekki eiga hættu á því. Veit svo sem ekki hvernig þetta virkar.

Endilega skrifið nú eitthvað í Comment. Mig langar svo að heyra/sjá frá ykkur.
Jólaskapskveðja. Hohoho!