Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Heil og sæl á ný. Langt síðan ég bloggaði síðast.

Mamma og Rúna eru komnar og farnar. Þær gistu hjá okkur í fjórar nætur. Gott að fá þær.
Þetta var ekki mikil afslöppun. Við þvældumst eitthvað alla dagana. En það var bara gaman. :oD
Við hlökkum til að fá ykkur aftur sem fyrst!

Jæja þvottavélin er búin að vera biluð í marga ...marga daga. Fengum viðgerðarmann í gær og vélin virðist vera komin í lag. Ótrúlegt hvað ein tala getur gert. :os
Best að fara að þvo.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Útbrot?

Jæja Arnar reddaði mér niðurteljara. Doldið ljótur, en virkar. Arnar er pínu viðkvæmur fyrir þessu þannig að við höfum bara ekki hátt um ljótleikann. Ussssss!

Við fengum niðurstöðu frá lækninum um það að útbrotin sem Matthías var með, var ekki børnesår heldur "ekkert". Jamm Arnar hringdi í lækninn og fékk það svar að þetta hefði verið "ekkert" eða "ikke noget". Hvuurslags svar er það? Hann var með útbrot og þau fóru með þessu smyrsli sem við áttum að bera á hann. Hvernig gat þetta þá verið "ekkert". Eitthvað var það!

Jamm! Spennan magnast, Skodinn kominn ansi nálægt Danmörku. Seinkar víst eitthvað en við höldum samt í vonina um að geta sótt hann fyrir helgi. Fáum svar um það seinnipartinn á morgun.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Hvað er langt til jóla!

Getur einhver sagt mér hvar ég get fengið ókeypis, svona niðurteljara til að setja á bloggið mitt???

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Børnesår

Ég er bara farin að hallast á það að það sé engin lygi þetta með veikindin fyrsta veturinn í Dk.
Alexander er frískur og búinn að fara í skólann alla morgna þessa vikuna. Nú er hinsvegar Matthías fastur heima með hita og nokkuð sem heitir Børnesår eða Kossageit . Það eru útbrot í kringum munninn og svo eru þau líka komin á milli fótana og bráðsmitandi. Þetta er víst algengt en ég hef aldrei séð þetta áður, nema bara í bókum. Reyndar hélt læknirinn bara, að þetta væri børnesår en við fáum niðurstöðu á mánud.- þriðjudag.

Bíllinn kominn niðrá höfn og fer af stað á morgun.
Gaman, gaman.....

mánudagur, nóvember 08, 2004

Raunir hjólreiðamannsins

Góðan dag!
Pylsubrauðin á föstudaginn komu ágætlega út og allir voru sáttir nema Alexander. Hann vill bara fá sömugóðu Bilka pylsubrauðin og venjulega. Skil það svo sem alveg, þessi heimabökuðu eru ekki eins létt í sér og Bilkabrauðin. Ég prufaði að baka líka hamborgarabrauð á laugardaginn og þvílíkt sælgæti. Umm namm! Við sneiddum kjúklingabringu og létum liggja í nokkra klukkutíma í sojasósu. Svo var það steikt á grillpönnunni, og það og heimagerð hvítlauksdressing og púrrul. og grænmeti skellt í brauðin. Þetta verður gert aftur það er alveg á hreinu.

Ég var að vinna þessa helgi og var svo dugleg að hjóla þangað í gær. Arnar getur sennilega ekki lagað mitt hjól með hlutum úr sínu hjóli, það er víst meiriháttar mál. Þannig að ég fór á hans hjóli (sem var búið að laga með því að setja dekk af mínu hjóli). Þvílíkur skrjóður hahaha. Það er einn riðklumpur með laus handföng og rifið sæti, svo ískrar alltaf í því og á leiðinni heim þurfti ég að koma við í búð og þá fór að braka líka í því. Sko mitt var lélegt en...
Þrátt fyrir að vera orðin klárari að hjóla en ég var í upphvafi dvalar minnar hér að þá er ég samt greinilega ekki alveg búin að ná hinum normal dana í þeim efnum.
Á leiðinni í vinnuna, á aðalgötunni sem ég er á megnið af leiðinni, birtist fyrst gömul kona, með grátt hár og pínu hokin, fyrir framan mig. Svo fljótlega birtist gamall maður líka beint fyrir framan mig.
Mér fannst nú ekki hægt að láta þessi tvö vera svona rétt á undan mér, ungri konunni. Þannig að ég gaf í og náði að taka framm úr manninum og þá var bara að ná gömlu konunni. En hún fór bara skrambi hratt. Ókei ég næ henni bara á ljósunum, hugsaði ég. En nei nei þegar ég var að hægja á mér við ljósin kom grænt og hún brunaði af stað. Ég gat nú ekki látið þetta ganga yfir mig og hugsaði með mér að ná henni þá bara á næstu ljósum. En nei hún fór yfir á grænu en það kom mátulega rautt á mig. Þá náði gamli maðurinn mér. Svo tók ég aftur fram úr honum og ætlaði að gera aðra tilraun til að ná gömlu konunni en þá beygði hún af leið. Ég náði þó að halda gamla manninum fyrir aftan mig eftir það.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér leið á fjallahjóli (sem ískraði í ) með reiðhjólahjálm (hjálmar eru lítið notaðir hér), skærgrænar eyrnahlífar og svona frekar hallærisleg, að rembast við að vera á undan (tveimum a.m.k. tvöfalt eldri en ég). Og svo hin tvö gömul, virðulega klædd á svona flottu gamaldags hjóli.
Þetta er nú eiginlega baaara fyndið.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Föstudagur...

...í dag og alltaf styttist í bílinn. ;oÞ

Alexander er ennþá heima, kvefaður og slappur greyjið. Og ég sem var nýbúin að segja við eina hérna að hann veiktist næstum aldrei.

Þessa dagana hugsa ég mikið um að baka einhverja köku í frystinn eða kanilsnúða eða eitthvað svona gúmmulaði. En ég er föst í brauðgerðinni. Það er svo sem ágætt, þá læri ég betur á það. Prufaði að gera tvíbökur í gær. Hm miðað við hvað rafmagn kostar hér að þá held ég að það borgi sig ekkert að vera baka þær sjálf. Þetta þarf að bakast ekkert smá lengi, aftur og aftur. Ég var farin að telja mínúturnar í lokin (og hef ég nú samt ekki verið nísk á rafmagnið á ofninn hingað til).
Í kvöld er pylsukvöld og ég var að spá í að prufa að baka pylsubrauðið í stað þess að versla það í þetta skiptið. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig það kemur út.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Í útlöndum

Já núna finnur maður einhvernveginn að maður býr í útlöndum.
Það varð sprenging í flugeldaverksmiðju í Kolding i gær og ein sem er með Arnari í bekk býr þar. Þannig að manni finnst þetta vera nær sér en annars.
Svo fannst kornabarn í kjarri rétt hjá Rosengård sem er ekkert langt hér frá.
Svona gerist barasta eiginlega ekki á Íslandi (7,9,13).

Alexander er heima í dag. Hann virðist ennþá vera með hita og best að taka enga áhættu með að senda hann í skólann.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Veikindi

Nú er Alexander kominn með höfuðverk, magapínu og hita. Jamm það var svo sem búið að segja okkur það að við mættum búast við endalausum veikindum í vetur. En ómææ, ég var að vona að við slippum. Það er víst nefnilega þannig hjá mörgum íslendingum sem flytja hingað að öll fjölskyldan liggur mikið í veikindum fyrsta veturinn meðan verið er að venjast loftslaginu eða einhverju álíka (ekki mjög fróð um þetta). Skrítið, aldrei datt mér í hug að munurinn hér og heima gæti verið þannig að maður veiktist af því.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Hrekkjavakan búin og lífið heldur áfram sinn vanagang.
Ég vildi að ég kynni að setja myndir á þetta blessaða blogg. Krakkarnir voru svo flottir. Það er reyndar ennþá á stefnuskránni að hafa myndir á heimasíðunni hans Arnars en það gengur eitthvað hægt. Ætli ég verði ekki bara orðin gráhærð með skegg þegar það rætist.
En allavega Alexander var maðurinn með ljána og Dísa átti að vera norn. Við klæddum og máluðum Dísu svona í fyrra fallinu og svo fór hún mjög nornaleg og flott að spurja eftir einni lítilli vinkonu sinni. Stuttu seinna kom hún til baka heldur súr á svip. Vinkonan hafði ekki verið heima og Dísa hafði labbað fram hjá einhverjum krökkum á leiðinni tilbaka sem hún sagði að hefðu hlegið að sér. Þarmeð var nornabúningurinn úr sögunni. Hún Dísa mín vildi fá að vera "falleg" og fór í Mjallhvítarbúninginn. Ekki mjög hrekkjavökulegt en allir sáttir þó.
Uppúr kl. fjögur fór svo Birkelunddalen hersingin að sníkja "slik eller snud/snyd"(eða hvernig sem það nú er skrifað). Þetta var nú pínu skrítið reyndar. Manni virtist sem þetta væri orðin venja/hefð hér en svo þegar dagurinn kom að þá sá maður ekki nokkurt barn úti í búning (nema þessi íslensku hehe). Ég held að á næsta ári reyni maður að vera bara ekkert heima. En hvað um það börnunum fannst þetta alveg frábært og eru þegar farin að hlakka til næsta hrekkjavökudags/kvölds.

Jamm annars það nýjasta í fréttum það að yndislegi bíllinn okkar kemur núna í nóvember.
Ekki bara í heimsókn heldur til að vera. :oD
Jibbííí við erum svo glöð.
Núna er sem sagt unnið hörðum höndum að því að fá alla til að fylla bílinn af jólagjöfum og Egilsappelsíni. Hehehe verst að það er ekki líka hægt að leggja slöngu á leiðinni hingað sem liggur í tæra íslenska vatnslind. Aldrei datt mér í hug að vatnið hér í Danmörku væri þannig að manni langaði ekkert sérstaklega að drekka það :o/
Við erum sem sagt alveg í skýjunum og sjáum fyrir okkur að rúnta um Odense á kvöldin til að njóta dýrðarinnar. Hahahaha nei bara grín. Bensín er nú ekkert í ódýrari kantinum, þannig að Arnar fær að halda áfram að hjóla í skólann og Skoda dúllan okkar fær að skreyta stæðið hér nema þegar búðar- og læknisferðir verða farnar (og auðvitað saumaklúbbsferðir).

Jæja best að nota spennuna sem safnast upp við að hugsa um bílinn í að taka til, skúra, skrúbba og bóna.

Bið að heilsa ykkur öllum krúttípúttunum.