Hrekkjavakan búin og lífið heldur áfram sinn vanagang.
Ég vildi að ég kynni að setja myndir á þetta blessaða blogg. Krakkarnir voru svo flottir. Það er reyndar ennþá á stefnuskránni að hafa myndir á heimasíðunni hans Arnars en það gengur eitthvað hægt. Ætli ég verði ekki bara orðin gráhærð með skegg þegar það rætist.
En allavega Alexander var maðurinn með ljána og Dísa átti að vera norn. Við klæddum og máluðum Dísu svona í fyrra fallinu og svo fór hún mjög nornaleg og flott að spurja eftir einni lítilli vinkonu sinni. Stuttu seinna kom hún til baka heldur súr á svip. Vinkonan hafði ekki verið heima og Dísa hafði labbað fram hjá einhverjum krökkum á leiðinni tilbaka sem hún sagði að hefðu hlegið að sér. Þarmeð var nornabúningurinn úr sögunni. Hún Dísa mín vildi fá að vera "falleg" og fór í Mjallhvítarbúninginn. Ekki mjög hrekkjavökulegt en allir sáttir þó.
Uppúr kl. fjögur fór svo Birkelunddalen hersingin að sníkja "slik eller snud/snyd"(eða hvernig sem það nú er skrifað). Þetta var nú pínu skrítið reyndar. Manni virtist sem þetta væri orðin venja/hefð hér en svo þegar dagurinn kom að þá sá maður ekki nokkurt barn úti í búning (nema þessi íslensku hehe). Ég held að á næsta ári reyni maður að vera bara ekkert heima. En hvað um það börnunum fannst þetta alveg frábært og eru þegar farin að hlakka til næsta hrekkjavökudags/kvölds.
Jamm annars það nýjasta í fréttum það að yndislegi bíllinn okkar kemur núna í nóvember.
Ekki bara í heimsókn heldur til að vera. :oD
Jibbííí við erum svo glöð.
Núna er sem sagt unnið hörðum höndum að því að fá alla til að fylla bílinn af jólagjöfum og Egilsappelsíni. Hehehe verst að það er ekki líka hægt að leggja slöngu á leiðinni hingað sem liggur í tæra íslenska vatnslind. Aldrei datt mér í hug að vatnið hér í Danmörku væri þannig að manni langaði ekkert sérstaklega að drekka það :o/
Við erum sem sagt alveg í skýjunum og sjáum fyrir okkur að rúnta um Odense á kvöldin til að njóta dýrðarinnar. Hahahaha nei bara grín. Bensín er nú ekkert í ódýrari kantinum, þannig að Arnar fær að halda áfram að hjóla í skólann og Skoda dúllan okkar fær að skreyta stæðið hér nema þegar búðar- og læknisferðir verða farnar (og auðvitað saumaklúbbsferðir).
Jæja best að nota spennuna sem safnast upp við að hugsa um bílinn í að taka til, skúra, skrúbba og bóna.
Bið að heilsa ykkur öllum krúttípúttunum.