Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, september 30, 2005

Október á leidinni

Er i skolanum. Vorum ad fa blad um ad vid eigum ad sækja um ad fa ad halda afram vid skolann. Eigum ad skrifa umsókn -ar sem stendur af hverju okkur finnst ad vid eigum ad fa ad halda áfram, hvernig vid erum i ad mæta i vinnuhvernig vid vinnum med ødrum o. s.frv. Svo eigum vid ad skila portofolio. Og ef vid fáum ad halda áfram tá verdum vid køllud inn í vidtal. Tarna held ég ad tad sé verid ad sigta frá tá sem ad eru hér...án tess ad vera hér.
Snidugt í Danmørku! :)

Núna erum vid ad fara ad læra meira um liti og førum svo nidur i bæ ad skoda málverkasafn held ég ( eitthvad safn allavega).

Best ad hætta tessu pikki og reyna ad sýna kennaranum áhuga. Verdur madur ekki ad "færa kennaranum epli" á einn eda annann hátt. Athygli er nokkurs konar epli fyrir kennarann myndi ég segja.

þriðjudagur, september 20, 2005

Úps!

Það er barasta kominn tuttugasti...hélt ekki að það væri orðið svona langt síðan ég bloggaði síðast.
Allavega...
Alexander er núna í eins og hálfs sólarhrings ferðalagi. Þetta er einhverskonar náttúruskóli sem þau eru að heimsækja. Þau fræðast eitthvað um fuglana og fleira sem er þarna í umhverfinu. Skólinn er staddur á lítilli eyju sem heitir Vigelsø. Foreldrar eru látnir taka þátt eins og hægt er. Það finnst mér sniðugt. Nokkrir foreldrar fóru með til að aðstoða og restin var látin búa til mat. Ég var sett í að búa til pylsuhorn. Það finnst sko dönskum börnum gott. Ekkert smá vinsælt hér og fæst í flestum bakaríum.

Dísu fannst rosaspennandi að Alexander skuli ekki vera í dag og vildi ólm fá að labba sjálf heim með húslykil í vasanum (ég átti sem sagt ekki að sækja hana). Hún er stundum svo mikið fiðrildi að við (ég og Arnar) vorum alveg á mörkunum að þora að treysta henni fyrir því að koma sér heim eftir skóla. En hún stóð sig með stakri prýði og var komin heim á undan mér og Matthíasi.

Matthíasi fór svooo mikið fram í íslenskunni í sumar. Svo er hann alltaf að æfa sig, hermir sífellt eftir okkur eins og páfagaukur. Það er svo gaman að heyra í honum. Fóstrurnar í leikskólanum hafa pínu gaman af þessu líka. Þær segja að hann tali mikið íslensku við þær. Hann segir líka alltaf "já" og "nei" á íslensku. Ég hef þó engar áhyggjur af dönskunni hjá honum. Hann skilur allt sem við hann er sagt.

Þessa dagana erum við að læra á Autocad í skólanum. Mér finnst þetta skemmtilegt forrit. Nema hvað að ég virðist vera sú eina í bekknum sem hef ekkert lært áður í þessu og er þess vegna mjöööög hægfara miðað við flesta aðra. En þetta kemur vonandi fljótt.

Er nýbyrjuð í ræktinni eftir ansi langt hlé. Ekkert farið síðan í júlí. Fékk æfingaplan frá þjálfara sem ég ætla, og skal, vera dugleg að nota. Hmmhmmm er nebblega búin að bæta aðeins á mig síðan ég kom út. Þessir drengir í skólanum eru alltaf að borða nammi. Get þó því miður ekki kennt þeim um allt því að ég hef líka verið dugleg að elda og BORÐA meira en æskilegt er.
Jamm þá er eins gott að lyfta þetta af sér.

Jæja best að koma Matthíasi í bað og háttinn.

mánudagur, september 12, 2005


Farinn! Posted by Picasa

föstudagur, september 09, 2005

Aftur helgi

Er i skolanum. Skyndihjalparprofid gekk...eg sofnadi reyndar yfirbokinni kvøldid ádur held to ad ég fåi ad sleppa i gegn. Vid førum i bæinn nuna eftir sma ad skoda hann og svo munum vid gera eitthvad verkefni...i hópum væntanlega :)

Eftir skola førum vid heim til Mads ad mála og borda og "hygge". Spurning hvad tad endist lengi hvort ad madur fari svo heim i kvøld og taki kvøldid med rolegheitum eda madur endi i bænum. Held ad eg endi heima...
Jæja verd ad fara. Bless á medan.

miðvikudagur, september 07, 2005

Messa og ormar

Hæ! :)
Í þessari viku erum við aðallega í skyndihjálp og það verður próf í því á morgun :os
Í gær fórum við á "messe" þ.e.a.s. sýningu. Þetta var einskonar industrial sýning, man nú ekki hvað það er á íslensku. Þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Sýningin var haldin í nokkrum RISAstórum húsum og þessir ca 4 tímar sem við höfðum voru enganveginn nóg, sáum bara hluta af sýningunni. En þetta var eins og þessar sýningar eru ( eða alla vega voru) á Íslandi, fyrirtæki hafa sett upp bása og reyna að lokka til sín gestina með sælgæti, bjór, pennum og ýmsu öðru. Ég bakaði pizzabrauðið í Ostalyst bókinni og tók með og heillaði félaga mína upp úr skónum með þessum snilldarbakstri og þeir fengu mig til að lofa sér að koma í mat til mín einhverntímann.

Við erum þrjú sem erum orðin ansi góðir félagar í bekknum mínum. Við erum alltaf saman í pásum og hittumst jafnvel í frítíma ef hægt er. Við förum einmitt heim til eins, sem heitir Mads, á föstudaginn að mála stofuna heima hjá honum og svo munum við "hygge" okkur og elda góðan mat o s fr.
Við erum búin að tala við aðalkennarann okkar, hana Gitte, um að halda fest/partý fyrir bekkinn til að þjappa liðinu saman. Það verður þá annað hvort haldið í skólanum eða heima hjá einhverjum. Ég hlakka ekkert lítið til ef þetta verður að raunverluleika. Svo ætlar hún að athuga fyrir okkur hvort að við getum ekki fengið að fara á risasafn sem er í Köben. Hún er mjög fín þessi kona og vill greinilega allt fyrir okkur gera.

Billinn er kominn úr sprautun og lítur alveg frábærlega út. :)

Mamma mín átti afmæli í gær og varð enn einu árinu yngri. ;o)
Til hamingju elsku besta mamma.

Mín yndislegu börn halda bara áfram með sína rútínu sem er komin á. Við ætluðum að vera löngu búin að skrá Alexander í sund og Dísu og Matthías í eitthvað líka en ekkert hefur orðið úr því ennþá. Ég er alltaf svo þreitt eitthvað þessa dagana og hef aldrei tíma fyrir neitt finnst mér. En þessu verður að bæta úr, þau þurfa að komast í almennilega hreyfingu. Og ég þarf að byrja að taka vítamín, sú inntökurútína fór fyrir bý þegar ég koma aftur út eftir Íslandsdvölina.

Í skólanum hjá Dísu og Alexander hefur fundist "spoleorm" í klósettinu tvisvar sinnum. Nú þarf að reyna að brýna fyrir börnunum að þvo sér alltaf vel um hendurnar og kíkja ofan í klósettið eftir að hafa notað það. Svo er það sérstaklega mikilvægt að borða ekki það sem hefur dottið í gólfið því þar gæti leynst ormaegg. Ég fann ekki neina lýsingu á þessum ormi þegar hann er í mönnum. Þetta er lýsing á því þegar svona ormur er í dýri en það gerir þetta kvikindi gerir það sama í mannfólkinu, ekki mjög lekkert..:

Bein upptaka ormaeggja af hundi eða ketti. Eggin eru étin eða þau festast á trýni dýrsins við að þefa af saur eða endaþarmi annars dýrs og þaðan fara þau niður í þarmana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Eggin verða nú að lirfum sem fara gegnum veggi þarmanna og inn í lifrina og berast svo þaðan til lungnanna. Frá lungunum er lirfunum hóstað upp í kokið þar sem þeim er kyngt og þær þroskast í fullorðna orma í þörmunum. Dæmigert einkenni fyrir dýr sem er sýkt af ormi er því hósti. Þetta ferli sem farið var í gegnum hér að ofan sést helst hjá köttum, hvolpum og hundum sem komnir eru af léttasta skeiðinu eða glíma við aðra skjúkdóma. Hjá heilbrigðum fullorðnum hundum er algengara að lirfurnar leggist í dvala í vefjunum (t.d. í vöðvum).

Því má bæta við að í einstaka tilfelli kemur ormurinn aftur upp og út um munninn. Hann getur víst orðið ansi langur. Mér finnst það mjög óhugguleg tilhugsun að draga kannski lifandi spagettí uppúr kokinu á mér eða börnunum mínum.

Jæja skyndihjálparpróf á morgun...hjálp...

föstudagur, september 02, 2005

Komin helgi

Jæja þá er þessi vika búin (sem betur fer). Unnum frekar leiðinlegt verkefni í þessari viku. Skiluðum hópvekrefni (danir vinna nánast alltaf í hópum) um vinnuumhverfi. Ég get ekki sagt að þetta hafi heillað mig. En jæja það þýðir ekki að væla yfir því.

Ég er komin með bílinn. degi fyrr en áætlað var, vegna þess að það átti að sprauta hægri hliðina að aftan og hægri farþega hurðina, en það var svo ekki hægt að fá það gert fyrr en í næstu viku. Þannig að bílasalinn bauð mér að fá bara bílinn strax og koma svo með hann aftur. Og það er það sem ég ætla að gera.
Nú og þar sem ég hef nú bíl að þá eru möguleikarnir óteljandi sambandi við hvað við getum gert núna um helgina.

Planið fyrir helgina er þannig:
Á morgun mun ég fara með krökkunum í dýragarðinn þar sem við munum hitta einn bekkjafélaga minn sem mun hafa litla strákinn sinn með. Seinnipartur dagsins er óráðinn.
Á sunnudaginn förum við í Legoland. Við eigum "season pass" og það væri synd að reyna ekki að nýta það. Börnin eru líka mjög spennt fyrir þessu.
Svo er bara komin mánudagur og þá tekur bara við normal rútína. Sem sagt; skóli, koma heim, búa til mat og reyna að gera eitthvað af því sem fylgir því að hafa stórt heimili oooog óska þess að sólarhringurinn væri lengri eða þá að ég þyrfti ekki á svefni að halda.

Nú er ég orðin þreitt og óska ykkur bara góðrar helgar.