Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

mánudagur, febrúar 28, 2005

Bruni

Maður fyllist vanmáttarkennd þegar svona slys eiga sér stað eins og bruninn núna um helgina.
Elsku Inga.
Mikið þakka ég Guði fyrir að Hjálmar skildi ákveða að bjóða ykkur út að borða. Það er óbærilegt að hugsa til þess hvað hefði gerst ef þið hefðuð verið heima þegar eitthvað sprakk þarna í húsinu.
Við erum ekki á Íslandi en ef það er hugsanlega eitthvað sem ég ég gert fyrir ykkur, ekki hika þá við að tala við mig.
Ég mun biðja Guð um að hjálpa ykkur að komast yfir missinn og koma aftur undir ykkur fótunum.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Meiri snjór

Matthías jafnaði sig barasta ekki og það endaði með því að Arnar fór með hann á læknavaktina. Núna þarf hann að taka asmalyf í tvær vikur því læknirinn hélt að þetta gæti verið sem sagt asmi. Ég vona hins vegar að svo sé ekki og að þetta líði bara hjá.

Núna er allt á kafi í snjó, alla vega er mesti snjór sem ég hef séð hér í Danaveldi. Það snjóar og snjóar og skefur í skafla. Alexander og Dísa fóru út í herlegheitin og voru þar þar til þau voru alveg búin á því.

Við höfðum planað að fara á tvö söfn á Jótlandi í dag og vorum búin að láta vita í leikskólanum að Dísa og Matthías kæmu ekki. Alexander er í fríi þessa viku því að það er vetrarfrí í skólum í Danmörku þessa viku. Jamm. En sem sagt að þá er búið að snjóa það mikið að við þorðum ekki að fara að keyra langar leiðir. Fórum í staðinn á safn hérna niðrí bæ, Brants Klædefabrik, sem er líka fyrir krakka. Þar geta þau leikið sér í hinum ýmsu líkamshlutum dreka. Þessir líkamshlutar innihalda líka oft hljóðin í drekanum. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og við fengum líka að skoða svona meira fullorðins... því þarna var líka ljósmyndasýning, myndlistasýning, prentsmiðjusafn og eitthvað fleira. Verst var bara að við gleymdum myndavélinni heima (týpískt!) og höfum þess vegna engar myndir af krökkunum á drekasafninu.


Dísu speki:

Dísa og Alexander fóru í kapp um hvort þeirra yrði á undan að klára mjólkina í glasinu sínu.
Dísa vann.
Dísa: Mamma, á ég að segja þér hvernig ég vann Alexander?
Ég: Já.
Dísa (alvarleg): Ég drakk hraðar en hann!
----------------------------------------------------------------

Alexander finnst agalega gaman að stríða systur sinni. Í þetta skiptið opnaði hann hurðina inn í herbergið hennar (þar sem hún var önnum kafin við að hlusta á tónlist og dansa) og hefur sennilega grett sig framan í hana eða gert einhver hljóð. Hún auðvitað rauk til, galaði á hann "út" og ýtti honum út úr sínu herbergi og yfir í hans.
Svo stoppaði hún og sagði yfirvegað við hann: Alexander! Þegar maður er bróðir og þú ert stór og ég er minni en þú, að þá á maður ekki að stríða.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Snjór

Eins og á fleiri stöðum, eins og til dæmis í Keflavík og Svíþjóð, er hér snjór. Bara ekki eins mikið. ;) Bara nógu mikið til allt verði hvítt úti og nógu lítið til að nágrannarnir geti sópað honum í burtu frá dyrunum hjá sér. Ég sá alveg frábært tæki í notkun hjá borgarstarfsmanni hér. Það var svona kústur sem snýst og með mótor og svo ýtir maðurinn þessu á undan sér um stéttir bæjarins.


Matthías er búinn að vera lasinn síðan á fimmtudag, minnir mig. Uppköst og gaman en hann virðist ætla að jafna sig í dag.

Búin að bæta inn myndum í janúar og febrúar albúmin!

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Kosningar og fl.

Í dag eru þingkosningar hér og danirnir eru að tapa sér í flokkaauglýsingum og spjallþáttum í útvarpinu. "Kjóstu blablaflokkinn þá færðu lægri skatta, betra þetta og betra hitt". Ég hef aðeins verið að reyna að hlusta á útvarpið til að venjast kokhljóðunum og æfast í að skilja. En þetta er "túmöts" fyrir mig, nenni ekki að hlusta á endalausar kosningaauglýsingar.

Alexander er í dag í Skt. Klemens skólanum. Hann er svo spenntur. Fékk að vera þar í dag vegna þess að Fritidsordningen/skólagæslan fer í ferð í skóg sem ég man ekki hvað heitir. Þau leggja af stað áður en Alexander hefði verið komin frá Provstegård skólanum.
Hér er mikið gert í skólagæslunni og miklu meira lagt upp úr því að gera þar eitthvað skemmtilegt en gert er á Íslandi. Hérna er þetta ekki bara ágætis geymsla fyrir börnin heldur miklu meira. Þarna eru menntaðir leiðbeinendur og þarna er m.a. smíðastofa, púðaherbergi, dansherbergi, tölvuhorn og eitthvað fleira fyrir utan auðvitað allar skreppiferðirnar sem farið er í mjög reglulega.
Það er alltaf að styttast í að huga þurfi að skólatösku og fleiru handa Dísu, því hún byrjar í ágúst. Mér finnst alltaf jafn skrýtið að hugsa til þess að hún sé að fara að byrja í SKÓLA. Litla stelpan mín! Þá er bara Matthías eftir!

Hér er ennþá kalt, brrr, þarf að skafa af bílnum flesta þá daga sem ég nota hann. En er búin að fá staðfestingu frá innfæddum, að mars verði í kringum 10 gráðurnar, þ.e.a.s. þannig er típískur marsmánuður.

Fékk þessa slóð- http://andvarason.blogspot.com senda í tölvupósti ef einhverjum langar að kíkja. Þetta er einhver sem er að skrifa bók á netinu. Ég á eftir að kíkja á þetta og get því ekki gefið mína skoðun.

Maður er stundum svo misheppnaður þegar maður er að reyna að tala á dönsku.
Í skólanum í gær fór ég niður í matsal með hinum í frímínútum. Þetta fólk nennir, held ég, flest ekki að hafa mikið fyrir því að spjalla við mig, væntanlega vegna þess að þá verður það að tala mjög hægt og jafnvel endurtaka sig og svo er aldrei að vita hvernig mér tekst að svara ef verið er að spyrja mig að einhverju.
Ég reyni samt að líta á björtu hliðarnar og gefast ekki of auðveldlega upp.
Sem sagt í mötuneytinu í gær settist ég við hliðina á konu sem er með mér í bekk, ca milli 40 og 50 ára, svona vinalegri mömmu (eða það er það sem mér fannst). Fékk svo þá spondant hugmynd að prufa að spjalla við hana. Og hvað dettur móður helst í hug að spjalla um, jú börn eða heimilið, ekki rétt?
Mér sýnist bollurnar hér ekki alveg vera svona eins og hjá flestum heima. Þannig að mér datt í hug að spyrja hana út í það. Já, þetta sekúndubrot sem ég hugsaði um þetta hljómaði það voða vel.
Svo byrja ég: " Ertu búin að baka bollur" segji ég. Hún lítur á mig hissa og segjir "Já".
Ef ég væri jafnfljót að hugsa á dönsku og íslensku hefði ég spurt hana út í bollugerðina. En ég var svo lengi að hugsa að hún sneri sér bara aftur að hinum með furðusvipinn á andlitinu.
Þannig endaði það samtal.




Svona að lokum...VIÐ ERUM BÚIN AÐ FÁ U2 MIÐANA Í HENDUR..JIBBBÍÍÍÍÍ!!!



...og já Eyrún ef þú lest þetta til hamingju með daginn í dag :)

mánudagur, febrúar 07, 2005

Í dag er bolludagur á Íslandi og Fastelavn hér. Og allar bollur sem voru bakaðar á þessu heimili horfnar oní magann á sælkerunum hér, með Royal búðing og fleiru. Gúmmilaði!
Á laugardag fórum við öll á Fastelavnskemmtun. Dísa fór í nornabúningnum sínum, Alexander sem Zorro, Matthías var klæddur í ruslapoka sem við vorum búin að líma allskonar umbúðir utan á og ég gramsaði á skápum, fann gamlan kjól sem hafði verið saumaður á systur mína hér í forðum (rauður og flottur) tróð mér í hann, setti tvær fléttur, fékk lánaðan sætan hatt hjá Dísu og setti á mig rauðar kinnar. Arnar lék sjálfan sig.
Matthías fékk góða athygli, mörgum fannst hann svo krúttlegur svona sem ruslatunna. Þetta var reyndar mjög praktískur búningur því að nammið og þetta sem allir fengu slefaðist bara á pokann í staðinn fyrir fötin hans og svo fór pokinn/ búningurinn bara í ruslið. Ég fékk ekkert hrós fyrir minn búning en hins vegar var mér bent á að kjóllinn sem ég var í væri doldið lítill. hmm Hvernig gat það farið fram hjá mér. Þetta var reyndar eitthvað skrýtið að ég skildi ekki ná að renna upp að aftan!
Jæja ég alla vega fékk að slá köttinn úr fullorðins tunnunni. Stóð mig meira að segja mjög vel. Alexander og Dísa fengu líka að slá köttinn og voru mjög kröftug barasta.
Nú er ég með lagið, sem krakkarnir syngja þegar þau koma hingað að betla, fast í hausnum.
"Fastelavn, er mit navn, bolle vil jeg have....."

Á laugardaginn buðum við ísl. nágrönnunum okkar í súpu. Okkur langaði að þakka fyrir þessar fínu móttökur sem við fengum, alla hjálpina. Reyndar held ég að ein hjónin þjáist af léttum alsheimer því að þau gleymdu boðinu og komust ekki. Ooo jæja það var þá bara meira handa okkur hinum hehehe. Alla vega að þá heppnaðist boðið í alla staði vel þrátt fyrir ótímabæra þreytu hjá bóndanum.

Nú er uppselt á U2 og eini sénsinn til að ná sér í miða (svo ég viti til) er að fara í fyrramálið á netið og versla þá dýrum dómum af Flugleiðum.
Jæja bless í bili.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Búin að fá miða

Hefði ekkert þurft að stressa mig (sé það núna).
Hringdi í Billetlugen og komst næstum strax að.
Þar svaraði stúlka að nafni Iben Hansen (ekkert smá danskt) og hún var mjög almennileg. Svaraði öllum spurningum og lét mig hafa nýjan kóða svo ég gæti pantað upp á nýtt. Svo bara pantaði ég. Jamm og nú er ég í skýjunum.
Hver ætlar nú að koma að passa fyrir okkur????

gengur ekki vel

Já mér gengur ekki vel. Reyndi að fá miða á u2 í gær. Var búin að bíða í "elektroniske kö" í rúmlega klukkutíma og þegar loksins kom að mér að þá datt allt út og ég fékk bara forsíðuna hjá Billetlugen sem sér um miðasöluna. Ég hringi þá í Billetlugen. Fæ þar bara símsvara ákveð að bíða með símsvaranum og beið þar í u.þ.b. klukkutíma ætlaði þá að fara að leggja á þegar annar símsvari kom og sagði að ég væri nr 9 í röðinni. Úfff svo þegar að kom að mér þar fékk ég bara að vita það að ég ætti að senda e-mail á ákveðið netfang og segja þar hvað gengi væri að og fleiri uppl. Ég geri það, nema hvað, ég fæ póstinn alltaf til baka. Varð þá að fara í vinnuna (jamm ég er komin með meiri vinnu, þrif leikskóla tvisvar í viku)og mátti ekki fresta mætingu þangað þar sem að þetta var fyrsti dagurinn. Og svo hafði ég ekki náð að læra þannig að ég var orðin mjög stressuð og pirruð. Jæja svo kom ég heim náði ekki að gera grjónagraut eins er hjá okkur venjulega á þriðjudögum heldur voru samlokur í matinn (hm eins gott að þær í leikskólanum fretti það ekki, fæ á tilfinninguna að einni þar finnist við vanrækja börnin). Jæja fann svo annað netfang á heimasíðu Billetlugen og sendi póstinn þangað (reyndar þrisvar því að ég var alltaf að gleyma einhverju :os ). Fattaði svo að prufa að senda póstinn aftur á upprunalega netfangið en sleppa einum staf (sem gat verið að ætti kannski ekki að vera) og hann fór. Svo fór ég að svæfa krakkana og sofnaði með þeim í öllum fötunum án þess að vera búin að læra eða hringja í foreldra vinkonu Dísu sem ætlaði kannski að koma í dag til okkar eða gera nesti sem ég hef gert á kvöldin núna meðan Arnar er í burtu því að ég er annars svo lengi að koma krökkunum út ein á morgnana. Já fyrir þá sem ekki vita að þá er Arnar í skólaferðalagi (aftur) "Annar"leg uppákoma hjá dönum.
Jæja nú er ég búin að skrifa í bleg og biðu. Vona að það hafi ekki reynst mjög erfitt að lesa þetta. Nenni ekki að lesa neitt yfir og lagfæra.
Ætla að fara núna að hringja ...aftur.. í Billetlugen.
Gangi þér vel Sólrún!