Í dag eru þingkosningar hér og danirnir eru að tapa sér í flokkaauglýsingum og spjallþáttum í útvarpinu. "Kjóstu blablaflokkinn þá færðu lægri skatta, betra þetta og betra hitt". Ég hef aðeins verið að reyna að hlusta á útvarpið til að venjast kokhljóðunum og æfast í að skilja. En þetta er "túmöts" fyrir mig, nenni ekki að hlusta á endalausar kosningaauglýsingar.
Alexander er í dag í Skt. Klemens skólanum. Hann er svo spenntur. Fékk að vera þar í dag vegna þess að Fritidsordningen/skólagæslan fer í ferð í skóg sem ég man ekki hvað heitir. Þau leggja af stað áður en Alexander hefði verið komin frá Provstegård skólanum.
Hér er mikið gert í skólagæslunni og miklu meira lagt upp úr því að gera þar eitthvað skemmtilegt en gert er á Íslandi. Hérna er þetta ekki bara ágætis geymsla fyrir börnin heldur miklu meira. Þarna eru menntaðir leiðbeinendur og þarna er m.a. smíðastofa, púðaherbergi, dansherbergi, tölvuhorn og eitthvað fleira fyrir utan auðvitað allar skreppiferðirnar sem farið er í mjög reglulega.
Það er alltaf að styttast í að huga þurfi að skólatösku og fleiru handa Dísu, því hún byrjar í ágúst. Mér finnst alltaf jafn skrýtið að hugsa til þess að hún sé að fara að byrja í SKÓLA. Litla stelpan mín! Þá er bara Matthías eftir!
Hér er ennþá kalt, brrr, þarf að skafa af bílnum flesta þá daga sem ég nota hann. En er búin að fá staðfestingu frá innfæddum, að mars verði í kringum 10 gráðurnar, þ.e.a.s. þannig er típískur marsmánuður.
Fékk þessa slóð-
http://andvarason.blogspot.com senda í tölvupósti ef einhverjum langar að kíkja. Þetta er einhver sem er að skrifa bók á netinu. Ég á eftir að kíkja á þetta og get því ekki gefið mína skoðun.
Maður er stundum svo misheppnaður þegar maður er að reyna að tala á dönsku.
Í skólanum í gær fór ég niður í matsal með hinum í frímínútum. Þetta fólk nennir, held ég, flest ekki að hafa mikið fyrir því að spjalla við mig, væntanlega vegna þess að þá verður það að tala mjög hægt og jafnvel endurtaka sig og svo er aldrei að vita hvernig mér tekst að svara ef verið er að spyrja mig að einhverju.
Ég reyni samt að líta á björtu hliðarnar og gefast ekki of auðveldlega upp.
Sem sagt í mötuneytinu í gær settist ég við hliðina á konu sem er með mér í bekk, ca milli 40 og 50 ára, svona vinalegri mömmu (eða það er það sem mér fannst). Fékk svo þá spondant hugmynd að prufa að spjalla við hana. Og hvað dettur móður helst í hug að spjalla um, jú börn eða heimilið, ekki rétt?
Mér sýnist bollurnar hér ekki alveg vera svona eins og hjá flestum heima. Þannig að mér datt í hug að spyrja hana út í það. Já, þetta sekúndubrot sem ég hugsaði um þetta hljómaði það voða vel.
Svo byrja ég: " Ertu búin að baka bollur" segji ég. Hún lítur á mig hissa og segjir "Já".
Ef ég væri jafnfljót að hugsa á dönsku og íslensku hefði ég spurt hana út í bollugerðina. En ég var svo lengi að hugsa að hún sneri sér bara aftur að hinum með furðusvipinn á andlitinu.
Þannig endaði það samtal.
Svona að lokum...VIÐ ERUM BÚIN AÐ FÁ U2 MIÐANA Í HENDUR..JIBBBÍÍÍÍÍ!!!
...og já Eyrún ef þú lest þetta til hamingju með daginn í dag :)