Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, október 28, 2004

Við eigum afmæl´í dag, við eigum afmæl´í dag...:D

Jebbs ótrúlegt en satt við Arnar erum ennþá að troða hvoru öðru um tær og höfum bara gaman af því. ;o)

Nýjustu fréttir eru annars þær að þessi fínu flottu hjól okkar úr Europris eru nánast úr sögunni.
Það er farið eitthvað stikki úr hjólinu mínu, sem heldur því saman, og svo springur á dekkjunum á báðum hjólunum okkar reglulega. Það er td. sprungið á Arnars hjóli núna, þannig að hvorugt er nothæft eins og er. Þetta gerir búðarferðir doldið erfiðar en þá er bara að fara ennþá oftar en áður. :os

Jæja bið að heilsa.


sunnudagur, október 24, 2004

Sunnudagur

Jæja þá er vinnutörn lokið að sinni. ffjjúúúh! Alltaf hugsa ég "nú segji ég upp, búin að fá upp í kok". En svo tími ég ekki að hætta. Ég verð að kíkja í kringum mig og finna eitthvað annað áður en ég bilast á þessu.

Á fimmtudaginn eigum við Arnar samveruafmæli (getur maður ekki sagt það?). Þá verða tíu ár síðan við kynntumst. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur.
Við reyndar héldum eiginlega upp afmælið okkar í gær (þar sem ekki er víst hvað Arnar hefur mikinn tíma aflögu á fimmt., mjög upptekinn maður). Við (hmhmm eða Arnar) elduðum wok-gúllas með öllu tilheyrandi og rauðvíni. Og fengum okkur svo gómsæta tertu með sjaldséðum jarðaberjum í eftirrétt, og auðvitað fékk Arnar smá koníaksdreitil með kaffinu. Svo hlustuðum við á víniltónlist (sem sagt gamla tónlist ;o) ) og spiluðum Triominos með Alexander framm að miðnætti. Þetta var bara verulega kósí. Sérstaklega þar sem ekkert rafmagn var notað einungis kertaljós sem gaf okkur notalega birtu og yl.

Það er alltaf að sjást betur og betur í búðunum að jólin nálgast. Alls konar jóladót að skjóta upp kollinum hér og þar. Ætli maður fari ekki bara að huga að jólabakstri hvað úr hverju.

föstudagur, október 22, 2004

jamm

Þá er þessi vika að klárast og það styttist óðum í hrekkjavöku. Það varð að fara að kaupa "hræðilegan" búning fyrir þennann mikla dag. Dísa fékk nornahatt, nornanef og nornakúst. Alexander vildi fá heilann búning sama hvað... og við fundum böðul á hálfvirði og exi var bætt við. Reyndar eins og svo oft áður þegar ég geri góð kaup hér í danaveldi að þá er ekki allt eins og það á að vera. Hálsmálið á búningnum hans A. er of þröngt og eftir nána skoðun að þá sýnist mér alls ekki hægt að fixa það án þess að eiga mikla hættu á að skemma búninginn. Þannig að það verður væntanlega farin önnur ferð í Toys ´re us á morgun í skipti erindum.

Matthías er loksins að ná sér eftir næstum tveggja vikna niðurgang og svo einnig hita þessa viku. En eins og læknirinn sagði að þá er hann stór strákur og þolir þetta vel.


fimmtudagur, október 14, 2004

Allt rólegt í Dalnum

Jamm lítið að gerast um þessar mundir. Allir í fjölskyldunni nema Arnar búin að ganga í gegnum uppköst og skemmtilegheit.

Bakaði loksins brauð í gær ...og kanilsnúða ... eftir að hafa í langan tíma ætlað að baka brauð. Prufaði speltbrauðið úr bókinni hennar Sollu á Grænum kosti. Mikið rosalega er það gott og fljótlegt að búa það til.

Annars eru nýjustu fréttir þær að mamma og pabbi eru búin að selja húsið og og kaupa íbúð með bílskúr (auðvitað :-D ) fyrir pabba. Þau munu skila húsinu til nýrra eigenda í byrjun janúar. Ætli maður eigi nú ekki eftir að rúnta framm hjá æskuheimilinu í framtíðinni og sjá hvernig allt þróast þarna. Ég held að það votti fyrir smá söknuði bara.

föstudagur, október 08, 2004

Próf, saumó og kraftastrákur

Jæja þá er þessi vika að verða búin. Arnar er búin að taka tvö próf af fjórum og er búinn að standa sig verulega vel. Svo er hann barasta núna að taka próf nr. þrjú og fer svo í síðasta prófið kl. hálf tvö ef ég man rétt. Ætli maður geri ekki vel við sinn ektamann svo í kvöld til að halda upp á próflokin og gefi hinum eitthvað gott að borða. Kannski góðan eftirrétt! Fæ ég kannski uppástungur??

Ég var í saumaklúbbi í gær. Núna er ég í tveimur saumaklúbbum semsagt. Vorum, að ég held, tólf stykki þarna. Þykir mér nú nóg um. Það var auðvitað kjaftað og skrafað og allt það. Stundum svo mikið að ég vissi ekki hverja ég átti að hlusta á. Auðvitað uppgötvaðist ein fjarskyld frænka í föðurætt. Við íslendingar getum hvergi verið án þess að þekkja einhvern eða vera skyldir einhverjum. ;-)

Matthías kemur þessa dagana alltaf heim úr leikskólanum með nýjar skrámur á andlitinu. Ástæðan er víst sú að Dísa er farin að taka hann á hestbak og hann heldur að hann megi bara henda sér á bakið á næsta smábarni, til að fara á hestbak. En honum er þá bara hent eða kippt af baki og græðir iðulega skrámur í leiðinni. Svo er pínu skrítið að sjá hann yngstan á deildinni en samt stærri og miklu sterkari en mörg önnur börn. Fóstrurnar eru farnar að segja stundum við hann "du store og stærk islænding, du er skrækkelig". :-)

Arnar var að hringja. Gekk rosalega vel á prófinu og kennarinn var svo ánægður með ritgerðina sem hann hafði skilað (og þurfti sem sagt að ræða um á prófinu) að hún bað um að fá að nota hugmyndina hans. Arnar segjir væntanlega betur frá því á blogginu sínu. Nú er þá bara eitt próf eftir og ég veit að honum á eftir að ganga vel í því.

Núna er að fara í hönd hótelvinnuvika framm yfir næstu helgi, púff. Ein í saumó í gær var að vinna einu sinni á hóteli og talaði um að það væri leiðinlegast vinna sem hún hefði nokkurn tíman unnið (loksins einhver sem skilur mig, snifff ). :-/

Góða helgi.

þriðjudagur, október 05, 2004

Aftur kominn þriðjudagur :-o

Tíminn líður hratt, það verður kominn desember áður en maður veit af.

Tengdó komu á laugardag og fóru núna í morgun. Það var verulega fínt að fá þau. Arnar reyndar var eiginlega bara með nefið í námsbókum, enda prófvika núna, en hann fær að njóta vonandi betur þeirra nærveru næst þegar þau koma sem verður hugsanlega í desember.
Við hin fengum hinsvegar að skemmta okkur. Á sunnudaginn fóru Dísa og Alexander með afa sínum og ömmu í Lególand. Það var þvílíkt sport og munu D. og A. lifa á þessari ferð í langan tíma. Svo í gær þá fór ég með þeim (tengdó) í bæjarferð. Það var alveg frábært. Við dóluðum okkur bara. Ég var reyndar ekki hinn klárasti "guide" en þau fengu bara að sjá meira fyrir vikið. ;oþ

Jæja ég hef sko nóg að gera í húsverkunum. Best að reyna að afreka eitthvað!
Kveðja S.