Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, mars 18, 2005

Vor

Jæja núna virðist vorið ætla að fara að láta sjá sig. Snjórinn er farinn og rigningin tekin við. En núna líka getur maður kannski farið að setja út einhver blóm og já ..og kannski hreinsa aðeins til úti (hmhm ekki veitir af).

Núna eru allir komnir í páskafrí og við fáum sko góða gesti til okkar á mánudaginn. Mamma og pabbi koma nefnilega og ætla að vera hjá okkur fram yfir páska. Gaman gaman :o)

Jæja, voða lítið sem ég hef að segja ... ætla að hræra í eins og eina köku núna til að eiga í frystinum þegar gestirnir okkar koma.

Þar til síðar...

fimmtudagur, mars 17, 2005

Myndir

Ég er búin að bæta inn myndum í febrúar albúmið og nokkrar fyrir mars eru líka komnar. :o)

sunnudagur, mars 13, 2005

Hætt á hótelinu

Til hamingju elsku systir með afmælið í dag og til hamingju líka Raggi með afmælið. Svo átti Viktor afmæli í fyrradag, Hinrik í gær, og Steini á afmæli á morgun. Til hamingju! :)

Við Arnar byrjuðum í dönsku fyrir útlendinga síðasta þriðjudag og líkar bara vel. Núna skilur maður allt sem sagt er í tímanum, hehe það er sko munur. Við tókum stöðupróf og lentum (mér eiginlega til undrunar) í sama módúl sem sagt jafnþungum tímum. Erum þó ekki saman því ég er á kvöldin og Arnar á morgnana. Ég á svo, mér til mikillar ánægju, að vera með "oplæg" eða framsögn á þriðjudaginn komandi. Og í þetta sinn á ég að velja eitthvað í málefninu jafnrétti. Ég er nú ekki eins stressuð núna erins og síðast því að ég hef gengið þessa þrautagöngu núna einu sinni og svo eru bara útlendingar sem skilja jafnmikið og ég að hlusta í þetta skiptið. Bara svona ykkur að segja, ef þetta væri á íslensku að þá findist mér þetta svo sem ekkert stórmál en af því þetta er danska að þá horfir málið aðeins öðruvísi við. Jæja nóg um það. Þetta verður ekkert mál.

Ég lenti í mjög svo skemmtilegri upplifun í morgun. Ég var að vinna á hótelinu með Anne, sem á sömu helgar og ég. Hún er vægast sagt mjög spes. Ef henni mislíkar eitthvað þá verður hún alveg öfugsnúin í smá tíma og maður veit yfirleitt þá ekkert hvað gengur að henni, hvað maður hefur þá líka hugsanlega gert. Í morgun fór hún svo niður í kjallara að ná í meira lín (sem á nú reyndar að vera mitt verkefni en var þó í fínu lagi mín vegna). Þegar ég kem fram frá síðasta herberginu með auka lín sem ég þurfti svo ekki að nota (nenni ekki að útskýra það frekar) sé ég að hún er ekki þar og geri þá ráð fyrir að hún hafi skroppið niður að athuga hvort að fleiri gestir séu farnir. Þar sem að það er ég sem sé um að skipta á rúmunum og ná í lín og ryksuga að þá lagði ég þetta umfram lín sem ég hafði bara á vagninn (nánar tiltekið á lökin) þar sem það ætti ekki að vera fyrir henni og fór svo að ryksuga. Svo kemur hún upp með lyftuna fulla af nýju líni byrjar að tína það svo út úr henni í einhverjum pirringi og hendir um leið því sem ég hafði lagt á vagninn á gólfið svo að það dreifðist þannig að ég komst ekki einu sinni inn í herbergið við hliðina á til að ryksuga. Ég skil ekki upp né niður og byrja að tína þetta saman. Þá fer hún að tala um að ég hafi bara sett ónotaða línið vagninn og ekki gengið frá því og það hefði verið fyrir henni. Og svo eitthvað um að hún hefði farið að ná í meira lín svo að það yrði gert. Heyrðu nú mig! Hvað meinar þessi kona? Ég varð nú pínu súr yfir því að fá þetta framan í mig. Svo byrjar hún að tala við mig stuttu seinna (spyrja mig hvernig gangi í skólanum) og þar sem ég var nú ekki alveg í stuði til að spjalla bara svona eftir útreiðina að þá svara ég bara með einu orði og segji bara "fint". Þá verður konuskjátan bara hissa og spyr hvort að ég sé súr út í hana. "Já" segi ég þá. Hvað haldiði að hún haldi að ég sé súr yfir? Hún spurði hvort það væri af því að hún fljótari en ég. Vá! Hvernig á ég að vera fúl út í hana yfir því? Neibbb ég fór að reyna að útskýra það fyrir henni að mér hefði fundist leiðinlegt að heyra þetta áðan. En konugreyjið gat ómögulega reynt að hlusta á hvað ég hafði að segja og greip frammí fyrir mér og þrætti fyrir að hafa sagt þetta. "Hún væri sko dönsk og vissi alveg hvað hún hefði sagt". Ég vil taka það fram að það var ekki flókið það sem hún sagði. Og þó hún hefði ekki sagt neitt að þá var framkoman og útgangurinn nóg til að byrja hafa áhyggjur. Allavega, endaði hún á því að verða svo æst yfir þessu ( sem hefði ekki þurft að vera neitt mál) að hún fór að öskra á mig.
Svo þegar við vorum búnar og ég var að fara að þá hefur hún ekki heyrt þegar ég sagði farvel og trompaðist þá líka. Þá urðum við sammála um að við gætum ekki unnið saman.
Ég hef verið að spá í hvort að hún sé svona sérstaklega pirruð út í mig því að það hefur komið fram í dagsljósið að hún er að fá að heyra ósannindi um mig annar staðar frá. Eitthvað sem ég á að hafa skrifað á bloggið mitt td. Sem betur fer veit ég hvar ég stend gagnvart þeirri manneskju.
En ég sem sagt skrifaði yfirmanni mínum stutt uppsagnarbréf í dag með útskýringu á málinu. Fékk svo tilbaka svar þar sem hann sýndi fullan skilning á málinu ( mér til mikils léttis), þetta er greinilega ekki eina skiptið sem hún lætur illa konan. :os
Ég er þá sem sagt hætt á hótelinu (var nú aldrei neitt sérstaklega ánægð þar hvort eðer) en er ennþá með leikskólann (sem ég er mjööög sátt við).

þriðjudagur, mars 08, 2005

Góðan dag öll sömul, há og lág, stór og smá, horuð og feit, skrýtin og normal og líka öll þið hin.
Ég hélt oplæg eða frásögn í skólanum í gær. Takk Munda ég notaði eina af þínum uppástungum og talaði um "Klúppinn" okkar. Held að kennarinn hafi átt von á einhverri kynningu af Íslandi en ekki eitthverju svona hehe. Þar sem að við erum með klúppabókina að þá tók ég hana með til að sýna bekknum hvað við erum skemmtileg. Þeim fannst frásögnin af Salamöndrusnapsinum góð og heyrðist svona danskt oj hér og þar í stofunni. Annars lagði ég af stað með þessa frásögn þannig að þetta væri svo gott fyrir barnafólk að stofna svona klúbb, því að það er annars oft svo erfitt að halda sambandi við vinina. Þetta var bara stutt og laggott en nógu áhugavert til að spurningarnar urðu nokkrar hjá hlustendum. Eftir spurningaflóðið fór nokkurs konar dómaranefnd út úr stofunni til að ákveða hvað skildi segja um framlagið frá mér.
Þau voru svo bara ánægð, fannst þetta byrja þungt og fannst þá líka pínu erfitt að skilja mig (auðvitað ég vissi það svo sem :( ) en svo varð þetta bara mjög gott hjá mér og nefndu bókina að það hefði verið sniðugt að koma með hana. Þau sögðu líka að ég hefði tekið mig vel út hehe. Svo koma að kennaranum sem yfirleitt hefur komið með nánari krítík en það eina sem hún sagði var að ég hefði staðið mig vel með tilliti til hvað ég væri búin að vera stutt í Danmörku. Ég ákvað að taka þessari tvíræðu krítík bara sem lofi. :s
Jæja fór í morgun í Bilka og eyddi þar tveimur og hálfum tíma. Það er alveg ótrúlegt hvað það er auðvelt að gleyma sér þarna. Keypti loksins handa Matthíasi, hjól og hjólahanska, fyrir megnið af afmælispeningana síðan í fyrra. "takk fyrir mig " segir hann "hlakka rosalega til að prufa, þó að ég viti ekki af þessu ennþá" segir hann líka. :)
Jæja verð að fara að vinna og svo sækja krílin. Þar til seinna chao!

þriðjudagur, mars 01, 2005

"Útblástur" og vantar innblástur

Jamm ég held bara að við séum að fá allan snjóinn hingað sem ætti að vera á Íslandi núna. Ég er svoleiðis aldeilis...
Allt ennþá hvítt og þegar maður heldur að "já núna er snjórinn að fara og vorið að gefa nasaþef af sér", úps! þá bara fer að snjóa meira. Ekki það að ég sé samt eitthvað óanægð með snjóinn í sjálfu sér en það er nú kominn mars og samkvæmt algengustu tölum að þá á ekki að vera að snjóa ennþá...og svo er Alexander kominn í gegnum tærnar á kuldaskónum sínum og Dísa búin að vera að nota stígvél og ullarsokka, af því að kuldaskórnir hennar eru orðnir of litlir, því alltaf heldur maður að snjórinn sé að fara.
Ég meira að segja setti í einhverju bjartsýniskasti spínatfræ og eina teg. af blómafræjum í potta til að hafa tilbúið í mars því þá yrði svo fínt að geta sett niður blóm. En alltaf lærir maður eitthvað, það fór að koma upp úr pottunum barasta þarnæsta dag og nú er ég farin að óttast að þetta muni vaxa upp úr pottunum hjá mér og hlaupa út áður það verður nógu hlýtt. Við verðum kannski bara að borða "litlubarna"spínat áður til að bjarga því ef ekki verður hægt að skutla þessu út í garð áður en það drepst eða vex uppúr pottunum.
Jebbs þetta er eitt af mínum áhyggjum þessa dagana. :os
Í bekknum mínum í skólanum stendur yfir "frásagnaræði" eins og mig langar að kalla það. Í hverjum einasta tíma núna á einhver einn að standa fyrir framan bekkin og koma með kynningu á einhverju eða einhverja frásögn. Jedúddamía, segji ég nú bara. Var eiginlega að vona að ég aumingja útlendingurinn sem tala svo fyndilega fengi að sleppa því, það myndi hvort eða er enginn skilja mig. En neinei kennarinn vildi sko ekkert heyra á slíkt minnst og ég á að halda mína frásögn 7. mars. Hvað í ósköpunum get ég svo talað um þannig að það skiljist? Það er svona orð og orð sem ég get sagt nokkuð dönskulega en ég get víst ekki bara staðið fyrir framan bekkinn og talið þau upp.
Eitthvað verð ég líka að vita um málefnið því að í lokin eiga hinir í bekknum að koma með spurningar. Og hvað veit ég eitthvað um, hmm jú ég kann að baka en hvað segir maður um bakstur. Einn maður sem er með mér í hóp sagði mér að tala um hesta (hann hefur sko prufað að fara á bak á íslenskum hesti) en ekkert veit ég um það.
Arnar er í þannig námi að hann þarf að kunna lítið um MARGA hluti og hentar það honum vel. Ég hins vegar veit ekkert um flesta hluti.
Jæja þá vitiði það, ágætt að fá að blása aðeins frá sér.

Alexander er byrjaður í Skt. Klemens skólanum og líkar voða vel. Það kemur núna loksins einhver almennileg rútína á skólann hjá honum.

Það er eitt sem ég er afskaplega ánægð með hér í Danmörku og það er hversu auðvelt og þægilegt það er að fá ferskar kryddjurtir. Við keyptum í Nettó í gær þrjá sæmilega stóra potta af kryddi í flottum álpottum (ekki merkilegum sosem en flottum) og stykkið kostaði 20 kr. Nú getur Arnar verið ennþá glaðari við eldamennskuna en áður. ;)

Ég sá í Bilka fyrir rúmlega viku síðan að þeir eru komnir með hina frægu jarðaberjatertu aftur í borðið hjá sér í bakaríinu. Mmmm er það ekki ávísun á það að það sé ekki langt í að jarðaberjatímabilið hefjist. Ég vona það.