Sól sól skín á mig...
Sæl nú öll!
Í dag er alveg yndislegt veður sól og blíða, alveg eins og maður óskar sér. Veit reyndar ekki gráðurnar því við erum ekki með mæli.
Grindverkið er komið upp og Matthías fastur í garðinum okkar, úff... loksins!!! Nú er hægt að vera áhyggjulaus úti í garði og þurfa ekki að vera í sífelldri líkamsrækt á eftir honum.
Við erum sem sagt að passa kött ...hmhmm... eða vorum ...nú er greyjið komið á spítala og eigandinn kemur ekki fyrr en annað kvöld. Hann var vælandi fyrir utan heima hjá sér eitt kvöldið og gat ekkert stigið í löppina. Við kunnum ekkert á svona þannig að daginn eftir fór Arnar til "kattar"konunnar hérna á endanum á húsalengjunni og spurði ráða. Hún bauðst þá til að keyra hann og köttinn til vinkonu sinnar sem er dýralæknir. Sú er amerísk og talar dönsku með ammerískum hreim, mjög fyndið víst. En sem sagt varð niðurstaðan úr þeirri heimsókn sú að annaðhvort lóga kettinum (kostar 1100dkk) eða tjasla honum saman (kostar 3000 dkk) . Nú erum við ekki í góðum málum því að við náðum engan veginn í eigandann og ekki getum við ákveðið að lóga honum og doldið erfitt samt að ákveða að Dorte (eigandinn) skuli spandera 3000 kalli. En jæja kötturinn er sem sagt á spítalanum ennþá síðan á miðvikudag (minnir mig). Þannig að konan fær að eiga köttinn áfram, vonandi, en verður aðeins fátækari fyrir vikið. Nema... nýjustu fréttir eru þær að kisugreyjið er alveg frá sér af verkjum eða pirringi (veit ekki hvort)hendir sér til og frá, í búrinu og nú er jafnvel verið að spá í hvort að það þurfi ekki að lóga honum. Jamm ... þannig að Dorte gæti orðið kattarlaus og 4100 kr fátækari. Það versta fyrir okkur í þessu er að við gætum þurft að leggja út fyrir þessu og rukka hana svo. En vonandi ekki því að við eigum varla fyrir bót fyrir boruna á okkur og maður veit ekki hvernig manneskja hún er, hvort hún borgi eða hvort hún verði reið við okkur út af þessu, gæti kennt okkur um. Maður nefnilega þekkir ekki fólk almennilega, fyrr en á reynir.
Arnar setti niður grindverkið fyrir ca viku síðan og brann þá svona líka vel á öxlunum, setti ekki sólaráburð. En jæja hann var nánast búinn að jafna sig í gær þegar hann fór að hjóla úti í hitanum í dökkum bol. Þegar hann svo kom heim var hann þakinn blöðrum á á brennda svæðinu. Ég skipaði manninum að fara inn og makaði aloe vera á þetta. Var mest að spá í hvort ég ætti að leita ráða hjá lækni en gerði það nú ekki. Hverju sem það nú var svo að þakka, að þá vaknaði hann síðan í morgun blöðrulaus. Hjúkket!!! Nú get ég sett hann í meiri garðvinnu ;)
Í gær fórum við Alexander ásamt Viðari og mömmu hans að skoða Provstegårdskólann. Sem er skólinn sem þeir munu vera í til að byrja með á meðan þeir eru að ná dönskunni. Okkur leist bara ágætlega á þetta altsamn og kennarinn þeirra virkar vel á okkur, eldri, róleg og vingjarnleg kona. Þeir verða í pínulítilli stofu og þarf alltaf að taka með sér madpakke. Það verður sem sagt nóg að gera á morgnana að smyrja fyrir allt liðið. Það er boðið upp á skolefritidsordning, svona pössun eftir skóla. Nema að þá fá strakarnir ekki leigubílafar heim og það gengur ekki þar sem við erum bíllaus. En þá getur verið að þeir fái að vera í því hérna í Skt.Klemens skólanum þannig að þá myndi leigubíllinn keyra þá þangað efitr skólann og svo þegar það er búið að þá geta þeir labbað heim. Þetta er eiginlega alveg frábært ef það fæst í gegn þvíað þá geta þeir kynnst krökkum í skólanum sem þeir koma til með að fara í seinna og líka lært dönskuna hraðar, því að auðvitað lærist hún best með leik. Ég var líka að frétta að þessi eftir pössun sé mjög flott. Það er td smíðastofa og auðvitað garður fyrir þau úti.
En sem sagt, á mánudaginn byrja þeir og við munum taka strætó með þeim fyrstu tvo dagana og vera hjá þeim í skólanum og svo fara þeir sjálfir með leigubíl.
Jæja ég held að ég sé biluð að vera hérna inni núna þegar veðrið er svona gott.
Farin út...sííjaa!
Í dag er alveg yndislegt veður sól og blíða, alveg eins og maður óskar sér. Veit reyndar ekki gráðurnar því við erum ekki með mæli.
Grindverkið er komið upp og Matthías fastur í garðinum okkar, úff... loksins!!! Nú er hægt að vera áhyggjulaus úti í garði og þurfa ekki að vera í sífelldri líkamsrækt á eftir honum.
Við erum sem sagt að passa kött ...hmhmm... eða vorum ...nú er greyjið komið á spítala og eigandinn kemur ekki fyrr en annað kvöld. Hann var vælandi fyrir utan heima hjá sér eitt kvöldið og gat ekkert stigið í löppina. Við kunnum ekkert á svona þannig að daginn eftir fór Arnar til "kattar"konunnar hérna á endanum á húsalengjunni og spurði ráða. Hún bauðst þá til að keyra hann og köttinn til vinkonu sinnar sem er dýralæknir. Sú er amerísk og talar dönsku með ammerískum hreim, mjög fyndið víst. En sem sagt varð niðurstaðan úr þeirri heimsókn sú að annaðhvort lóga kettinum (kostar 1100dkk) eða tjasla honum saman (kostar 3000 dkk) . Nú erum við ekki í góðum málum því að við náðum engan veginn í eigandann og ekki getum við ákveðið að lóga honum og doldið erfitt samt að ákveða að Dorte (eigandinn) skuli spandera 3000 kalli. En jæja kötturinn er sem sagt á spítalanum ennþá síðan á miðvikudag (minnir mig). Þannig að konan fær að eiga köttinn áfram, vonandi, en verður aðeins fátækari fyrir vikið. Nema... nýjustu fréttir eru þær að kisugreyjið er alveg frá sér af verkjum eða pirringi (veit ekki hvort)hendir sér til og frá, í búrinu og nú er jafnvel verið að spá í hvort að það þurfi ekki að lóga honum. Jamm ... þannig að Dorte gæti orðið kattarlaus og 4100 kr fátækari. Það versta fyrir okkur í þessu er að við gætum þurft að leggja út fyrir þessu og rukka hana svo. En vonandi ekki því að við eigum varla fyrir bót fyrir boruna á okkur og maður veit ekki hvernig manneskja hún er, hvort hún borgi eða hvort hún verði reið við okkur út af þessu, gæti kennt okkur um. Maður nefnilega þekkir ekki fólk almennilega, fyrr en á reynir.
Arnar setti niður grindverkið fyrir ca viku síðan og brann þá svona líka vel á öxlunum, setti ekki sólaráburð. En jæja hann var nánast búinn að jafna sig í gær þegar hann fór að hjóla úti í hitanum í dökkum bol. Þegar hann svo kom heim var hann þakinn blöðrum á á brennda svæðinu. Ég skipaði manninum að fara inn og makaði aloe vera á þetta. Var mest að spá í hvort ég ætti að leita ráða hjá lækni en gerði það nú ekki. Hverju sem það nú var svo að þakka, að þá vaknaði hann síðan í morgun blöðrulaus. Hjúkket!!! Nú get ég sett hann í meiri garðvinnu ;)
Í gær fórum við Alexander ásamt Viðari og mömmu hans að skoða Provstegårdskólann. Sem er skólinn sem þeir munu vera í til að byrja með á meðan þeir eru að ná dönskunni. Okkur leist bara ágætlega á þetta altsamn og kennarinn þeirra virkar vel á okkur, eldri, róleg og vingjarnleg kona. Þeir verða í pínulítilli stofu og þarf alltaf að taka með sér madpakke. Það verður sem sagt nóg að gera á morgnana að smyrja fyrir allt liðið. Það er boðið upp á skolefritidsordning, svona pössun eftir skóla. Nema að þá fá strakarnir ekki leigubílafar heim og það gengur ekki þar sem við erum bíllaus. En þá getur verið að þeir fái að vera í því hérna í Skt.Klemens skólanum þannig að þá myndi leigubíllinn keyra þá þangað efitr skólann og svo þegar það er búið að þá geta þeir labbað heim. Þetta er eiginlega alveg frábært ef það fæst í gegn þvíað þá geta þeir kynnst krökkum í skólanum sem þeir koma til með að fara í seinna og líka lært dönskuna hraðar, því að auðvitað lærist hún best með leik. Ég var líka að frétta að þessi eftir pössun sé mjög flott. Það er td smíðastofa og auðvitað garður fyrir þau úti.
En sem sagt, á mánudaginn byrja þeir og við munum taka strætó með þeim fyrstu tvo dagana og vera hjá þeim í skólanum og svo fara þeir sjálfir með leigubíl.
Jæja ég held að ég sé biluð að vera hérna inni núna þegar veðrið er svona gott.
Farin út...sííjaa!