Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, júlí 30, 2004

Sól sól skín á mig...

Sæl nú öll!
Í dag er alveg yndislegt veður sól og blíða, alveg eins og maður óskar sér. Veit reyndar ekki gráðurnar því við erum ekki með mæli.
Grindverkið er komið upp og Matthías fastur í garðinum okkar, úff... loksins!!! Nú er hægt að vera áhyggjulaus úti í garði og þurfa ekki að vera í sífelldri líkamsrækt á eftir honum.
Við erum sem sagt að passa kött ...hmhmm... eða vorum ...nú er greyjið komið á spítala og eigandinn kemur ekki fyrr en annað kvöld. Hann var vælandi fyrir utan heima hjá sér eitt kvöldið og gat ekkert stigið í löppina. Við kunnum ekkert á svona þannig að daginn eftir fór Arnar til "kattar"konunnar hérna á endanum á húsalengjunni og spurði ráða. Hún bauðst þá til að keyra hann og köttinn til vinkonu sinnar sem er dýralæknir. Sú er amerísk og talar dönsku með ammerískum hreim, mjög fyndið víst. En sem sagt varð niðurstaðan úr þeirri heimsókn sú að annaðhvort lóga kettinum (kostar 1100dkk) eða tjasla honum saman  (kostar 3000 dkk) . Nú erum við ekki í góðum málum því að við náðum engan veginn í eigandann og  ekki getum við ákveðið að lóga honum og doldið erfitt samt að ákveða að Dorte (eigandinn) skuli spandera 3000 kalli. En jæja kötturinn er sem sagt á spítalanum ennþá síðan á miðvikudag (minnir mig). Þannig að konan fær að eiga köttinn áfram, vonandi, en verður aðeins fátækari fyrir vikið. Nema... nýjustu fréttir eru þær að kisugreyjið er alveg frá sér af verkjum eða pirringi (veit ekki hvort)hendir sér til og frá, í búrinu og nú er jafnvel verið að spá í hvort að það þurfi ekki að lóga honum. Jamm ... þannig að Dorte gæti orðið kattarlaus og 4100 kr fátækari.  Það versta fyrir okkur í þessu er að við gætum þurft að leggja út fyrir þessu og rukka hana svo. En vonandi ekki því að við eigum varla fyrir bót fyrir boruna á okkur og maður veit ekki hvernig manneskja hún er, hvort hún borgi eða hvort hún verði reið við okkur  út af þessu, gæti kennt okkur um. Maður nefnilega þekkir ekki fólk almennilega, fyrr en á reynir.

Arnar setti niður grindverkið fyrir ca viku síðan og brann þá svona líka vel á öxlunum, setti ekki sólaráburð.   En jæja hann var nánast búinn að jafna sig í gær þegar hann fór að hjóla úti í hitanum í dökkum bol. Þegar hann svo kom heim var hann þakinn blöðrum á á brennda svæðinu. Ég skipaði manninum að fara inn og makaði aloe vera á þetta. Var mest að spá í hvort ég ætti að leita ráða hjá lækni en gerði það nú ekki. Hverju sem það nú var svo að þakka, að þá vaknaði hann síðan í morgun blöðrulaus. Hjúkket!!! Nú get ég sett hann í meiri garðvinnu ;) 
 
Í gær fórum við Alexander ásamt Viðari og mömmu hans að skoða Provstegårdskólann. Sem er skólinn sem þeir munu vera í til að byrja með á meðan þeir eru að ná dönskunni. Okkur leist bara ágætlega á þetta altsamn og kennarinn þeirra virkar vel á okkur, eldri, róleg og vingjarnleg kona. Þeir verða í pínulítilli stofu og þarf alltaf að taka með sér madpakke. Það verður sem sagt nóg að gera á morgnana að smyrja fyrir allt liðið. Það er boðið upp á skolefritidsordning, svona pössun eftir skóla. Nema að þá fá strakarnir ekki leigubílafar heim og það gengur ekki þar sem við erum bíllaus. En þá getur verið að þeir fái að vera í því hérna í Skt.Klemens skólanum þannig að þá myndi leigubíllinn keyra þá þangað efitr skólann og svo þegar það er búið að þá geta þeir labbað heim. Þetta er eiginlega alveg frábært ef það fæst í gegn þvíað þá geta þeir kynnst krökkum í skólanum sem þeir koma til með að fara í seinna og líka lært dönskuna hraðar, því að auðvitað lærist hún best með leik. Ég var líka að frétta að þessi eftir pössun sé mjög flott. Það er td smíðastofa og auðvitað garður fyrir þau úti.
En sem sagt, á mánudaginn byrja þeir og við munum taka strætó með þeim fyrstu tvo dagana og vera hjá þeim í skólanum og svo fara þeir sjálfir með leigubíl.

Jæja ég held að ég sé biluð að vera hérna inni núna þegar veðrið er svona gott.
Farin út...sííjaa!


laugardagur, júlí 24, 2004

Fiskur, kisa, kommóður o.fl.

Jæja hér sit ég klukkan orðin meira en miðnætti og hlusta á Bylgjuna. Ég gæti alveg eins verið á Íslandi þessa stundina nema hvað að ég væri ekki að gæða mér fanta þá heldur íslensku appelsíni. VÁÁ hvað ég sakna appelsínsins. Hvernig fer ég að um jólin án blöndunnar góðu, bööööhhöööö....

Annars er það helst að frétta hér frá okkur að í gær voru íslenskir nágrannar okkar svo indæl að lána okkur bílinn í einn eftirmiðdag.  Þannig að við gátum farið og keypt grindverk og borð og stóla í garðinn. Og svo keyptum við líka kommóður í Ikea (ætluðum að kaupa hengi líka en það var búið og þá var barasta ekkert hengi til bara ein tegund af snögum, svona er Ikea í Odense). Einnig nýttum við ferðina líka í að fara í hið margfræga Bilka að kaupa okkur bjór á tilboði (það er doldið þungt að bera heilann kassa í strætó), og tókum auka kassa handa nágrönnunum okkar góðu til að þakka fyrir okkur. Þau urðu mjög hissa og ánægð, alltaf gaman að gleðja fólk tilbaka.

Ég er alveg í skýjunum yfir nýju fínu kommóðunum okkar, þær taka endalaust við.  Húsmæður og húsfeður takið eftir ef ykkur vantar huggulegt geymslurými þá taka Malm kommóðurnar vel við.   :oD
Alexander fékk eina svona  litla og hann er líka svakalega ánægður sérstaklega vegna þess að hann fékk að aðstoða við samsetningu.

Ég er alveg búin að sjá það að danir eru upp til hópa yfirmáta hjálplegir (nema í lágvörubyggingaverslunum)(eða hvað það kallast).
Um daginn bauð konan út á enda okkur bílinn í ljónagarðinn og núna bauð konan við hliðina á okkur bílinn sinn (nema að fólk vorkenni okkur svona að vera bíllaus hehe). En svo er það líka í strætó með kerruna að þá er fólk yfirleitt fljótt að bjóða framm aðstoð við að koma henni í eða úr vagninum.

Frá og með morgundeginum munum við  passa kött (ekki inni hjá okkur..phew..) fyrir einn af okkar góðu nágrönnum, hana Dorte. Hún er að fara í frí til Praag í eina viku ásamt tveimur börnum og barnsföður.  Hljómar skringilega en þetta er væntanlega gert fyrir börnin og er það bara gott mál.

 Arnar fór í dag að fá leigðan bor til að geta sett niður staurana fyrir grindverkið. Úff, hann tók vitlausan strætó og tafðist þar af leiðandi um einn og hálfan tíma og var ekki kominn heim fyrr en 7.30. Ég var orðin nett stressuð og var að reyna að ákveða hvað ég ætti að bíða lengi með að hringja í löregluna. Ég var var líka búin að reyna að hringja í gemsann hans en þar fékk ég bara talhólfið. En svo kom greyjið Arnar búinn að vera í grenjandi rigningu  og þá meina ég grenjandi. Vona bara að hann þurfi ekki að vera í rigningu líka á morgun við að setja upp girðinguna. Það nefnilega spáir þungbúnu framm yfir helgi.

Ég er farin að sakna íslenska fiskins. Við höfum ekki ennþá keypt fisk hér. Við vorum frædd á því að hann væri ekkert sérstaklega góður. Það er heldur ekkert úrval í þessum stórmörkuðum. Við verðum að athuga fiskbúðina í Rosengård centret. Nú og ef einhverjum langar rosalega að taka fisk með sér til Odense þá erum við alltaf tilbúin að taka hann að okkur svo.

Heyrumst  (eða sjáumst)
Kv. S.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Afmæli

Hæhó.
Svei mér þá að það hefur ekkert rignt í dag. Það virðist bara vera að fara að rætast úr veðrinu (7, 9, 13 ).
Það eru þónokkuð fleiri tegundir af pöddum hér en á Íslandi og það er ekkert lítið af svona pínu pínu ponsu litlum. 'eg er endalaust að blása þetta af mér og hef stundum á tilfinningunni að það hljóti einhver að hafa álpast á brauðið mitt eða það sem ég er að borða. Nei það er nú kannski ekki svo slæmt en margar eru þær nú samt.
Jæja við erum á leiðinni í tvöfalt barnaafmæli hjá nágrönnum okkar. Ég veit reyndar ekki hvort okkur fullorðna fólkinu er boðið því að það voru bara nöfn barnanna okkar á boðskortinu. En ég kann nú kannski ekki alveg við að skilja Matthías eftir þannig að ég fer allavega úr druslubolnum og í nýja bleika bolinn minn til öryggis svona svo ég verði nú ekki fjölskyldunni til skammar.
Heyrðu já og talandi um afmæli. Hún Berglind Birgisdóttir, hennar Ellenar, er  18 ára í dag.  Til hamingju Berglind mín.
Jæja best að drífa sig í ammli.
 


sunnudagur, júlí 18, 2004

Loksins loksins

Jæja aldrei þessu vant að þá er barasta kominn júlí. Tíminn flýgur sem aldrei fyrr. Fyrir þá sem ekki vita að þá hef ég gleðifréttir að færa.  ARNAR ER KOMINN INN Í SKÓLANN  og fagið sem hann óskaði sér. Það er mikill léttir á þessum bæ.
Það er svo langt síðan ég bloggaði síðast að það hafa nokkur afmæli liðið síðan. Mamma og pabbi áttu 45 ára brúðkaupsafmæli þann 5. júlí... Birgir hennar Ellenar varð 46 þann 14. júlí  og svo loks ég :o)   29 þann 10.júlí. Ég vil óska öllum innilega til hamingju með ammmlin.
Veðrið hér í Dk hefur ekki verið upp á marga fiska en það hefur verið að hlýna mér til mikillar gleði. Við meira að segja erum búin að blása upp sundlaug og bera í hana vatn fyrir krakkana til að sulla í. Þetta var smá líkamsrækt fyrir okkur Arnar að bera allt vatnið út í  bala og fötu. Okkur vantar nefnilega ennþá vatnsslöngu. Svo tímum við ekki að hella vatninu úr því að það er svo dýrt  þannig að núna er reynt að nýta það  í að vökva í garðinum og fylla á vatnsbyssurnar.

Heimilið okkar er alltaf að verða hlýlegra og fallegra. Við erum loksins búin að hengja upp myndirnar í stofunni og setja gardínur. Ég er að bíða eftir að Arnar læri á heimasíðuna sína og þá jáh þá skuluð þið fá að sjá myndir.  Reyndar er enn margt ógert eins og td að setja upp hillur í eldhúsinu fyrir uppskriftabækurnar og inná skrifstofuna fyrir allt annað. Svo vantar okkur kommóður eins og þrjár, hvorki meira né minna. Svo vantar hengi og snaga á ýmsa staði. Litlar hillur á baðið uppi og grindverk í garðinn. Svo má ekki gleyma útiborði og stólum. Vá það er bara ótrúlegt  að segja það en svona útisett er bara nauðsynlegt. Það hefur maður alveg fundið eftir að það fór að hitna aftur.
Hvar við finnum svo pening fyrir þessu öllu er svo óráðin gáta.
Annars höfum við það bara mjög gott hérna. Bæði í fríi og getum gert það sem okkur sýnist svo lengi sem það kostar ekki.  Næsta verkefni er þó að fara í dönskukúrs, Arnar fyrst og svo ég.
Krakkarnir eru held ég alveg sátt við þetta alltsaman doldið erfitt reyndar fyrir þau að skilja ekki dönskuna en þau bjarga sér. Þau hafa meira að segja kynnst dönskum strák sem heitir Kasper og una sér vel heima hjá honum (þeas þegar hann er heima, það fólk er nefnilega í frí og eru mikið að fara eitthvað) en þar er mikið af útileikföngum stór garður, 8 kisur, 1 hundur, nokkrir naggrísir og oft boðið upp á eitthvað gúmmilaði eins og svala eða slíkt.  Ég neita því ekki að manni er stundum ekki alveg sama. Þetta fólk er meira að segja svo almennilegt að þau hafa boðist til að lána okkur bílinn sinn eða keyra okkur í einhvern ljónagarð sem þarf að keyra í gegn um.   Ótrúlegt!!!
Jæja nóg mal í bili best að koma börnunum í háttinn.