Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

miðvikudagur, júní 30, 2004

þreytt

hælló
fórum loksins í den fynske landsby og það var mjög skemmtilegt. fólk var klætt eins og í gamla daga og alles. jæja nenni ekki að tjá mig núna . farin að sofa . góða nótt

mánudagur, júní 28, 2004

Æ já...

...ég gleymdi að segja frá því að við fórum að skoða Hc Andersen hus í gær. Það var rosa gaman . Fyrst sáum við fyrir utan litla höll sem hafði verið sett upp og framan á henni var svið og það var verið að leika brot og brot úr sögum herra Andersen. Svo tókum við mynd af Dísu með nokkrum prinsessum þegar það var afstaðið. Eftir þetta fórum við inn og þar var hægt að sjá ýmislegt. Td fatnað af manninum og alls konar hluti, bækur á öllum tungumálum og margt fleira. Þar er líka sérstakt ævintýrahús fyrir börn en það munum við fara í seinna. Þetta hús liggur við götu sem er eins og beint úr bíómynd. Steinlagðar götur og falleg gömul hús. Mæli með því að þeir sem koma til Odense kíki þarna. Kv. S.

Skrítið í Danmörku

Enn einn dagurinn kominn. Arnar kemur eftir 9 daga, jibbíííí.

Við Dísa skruppum í morgun að kíkja á leikskólann sem hún og Matthías munu byrja í, í ágúst. Þetta er mjög skrítið allt saman fyrir manneskju sem er vön skipulaginu og umhverfinu á Íslandi. Húsgögnin eru dulítið gömul og svo eru snagar inná badeværelse-inu hjá minnstu börnunum, sem sagt eitt fyrir hvert barn og notast undir rassinn á þeim þegar það er skipt á þeim. Svo eru inná hverri deild glas með trilljón tannburstum og börnin eru tannburstuð eftir (hverja,held ég) máltíð. Enginn heitur matur er heldur eru börnin send með nesti. Svo eru deildunum ekki haldið aðskildum heldur valsa börnin um allt eins og þeim sýnist. Það er lítið um myndir á veggjunum eftir börnin sem ég er ekki alveg sátt við og það er ekki eins mikil kennsla og heima á Íslandi. Enda er fyrsti bekkur í grunnskóla hér líka bara leikur og lítið kennt annað en stafirnir. Það hentar reyndar Alexander mjög vel því hann þarf að læra stafina upp á nýtt og er þá ekki að dembast inn í svaka kennslu strax. Þetta pínu menningarsjokk en börnin í Danmörku eru svona nokkurn veginn í lagi held ég þannig að þetta getur ekki verið svo slæmt.

Íslensk nágrannakona mín hér var að segja mér að fimm ára strákurinn hennar fór i heimsókn um daginn til vinar síns og þegar hann var sóttur var pabba hans boðið inn í kaffi. Þar fór hann að spurjast fyrir um hagi fjölskyldunnar, eins og tíðkast þegar fólk er að kynnast. Ekki væri það frásagnarvert nema vegna þess að það kom í ljós að pabbi vinarins er enginn annar en forstjóri Daloon. Ekki slæmt það!

Þessi sama nágrannakona mín sá aumur á mér og fór með mér (sem sagt bílandi) að skila stólunum. Skrifborðstólnum og eldhússtólunum og fá nýja. Þannig að nú get ég farið að setja saman...loksins. Húrrrrraa fyrir góðum granna!!!

Jamm og nú ætla ég að fara að skrúfa...
Kveðja S.

sunnudagur, júní 27, 2004

Jæja o jæja. Sara og Helgi komin til Svíþjóðar sá ég áðan og eru í svipuðum hugleiðingum og við hér í Birkilundinum, þeas að koma sér fyrir. Gangi ykkur vel barasta.

Það er ekki hægt að segja að lukkan sé alltaf með mér þessa dagana. Eins og gefur að skilja að þarf að versla ýmislegt til heimilisins þegar maður flytur á nýjan stað (svo ég tali nú ekki um í nýtt land) og það hefur verið einkar vinsælt hjá verslunareigendum hér í baunalandi að láta mig ekki fá alla fylgihluti. En ég er búin að fatta þetta trikk hjá þeim. Þegar ég svo kem næst voða súr (þeir stóla á það) þá muni ég mjög líklega þurfa að kaupa eitthvað til að lina þjáningar mínar, eins og mörgum (ekki bara konum) er lagið. Eeeen, ég lét plata mig þegar ég fór í Ikea en mun ekki láta gabba mig aftur. Hana nú!!!

Eins og allflestir sem ég þekki vita að þá er hún Rúna frænka mín hérna hjá okkur. Hún sko er búin að standa sig svo vel í að hjálpa mér áð ég á varla til orð. Það er alveg óhætt að kalla hana mína hægri hönd. Takk fyrir mig Rúna mín.Svo eru börnin svo ánægð með hana og tjá það með því að klifra á henni. :o) Rúna mín þú ert og verður alltaf velkomin.

Jæja og svo er það veðrið.....
púff
hvar er hitinn og hvað þá hitabylgjan sem var nánast búið að lofa mér???
Jáogjæja það verður nú samt örugglega farið í danska árbæjarsafnið á morgun hvernig sem veðrinu líður, hmhmm, svo lengi sem rigningin taki ekki yfirhöndina.

Að síðustu, að þá eru margir skrítnir hlutir til og ekki til í Danmörku. Ég fór að kaupa bæs, nema hvað að það var heilmikið mál. Fyrst var eiginlega ekkert sem ég gat notað af þessu vegna þess að þetta er fyrir innanstokksmun. Svo fannst eitthvað sem ég átti að blanda sjálf, ekki gekk það vegna þess að ég ætlaði að nota þetta fyrir fleiri muni sem ég mun ekki fjárfesta í alveg strax og þess vegna þarf ég að geta geymt þetta.Þá var hringt í sér fróðari manneskju og loks fannst eitthvað sem ég mátti nota innandyra...og æ æ ekki var nú litaúrvalið mikið. ég hafði um tvo liti að velja. Mjólkursúkkulaðibrúnn eða mjöög svo rautt mahogny. Auðvitað valdi ég þá súkkulaðið :oD En svo er þetta ekki eins og venjulegt "íslenskt" bæs á að líta svona í dollunni, heldur alveg eins og kaldur súkkulaðibúðingur. Eins gott að halda dollunni frá eldhúsinu!!!

föstudagur, júní 25, 2004

Þetta er nú meiri vitleysan

Jæja ég er hér enn. ætti að vera farin að sofa fyrir löngu. Skil hvorki upp né niður í þessu template en grísaði einhvernveginn á að setja inn teljara. Ooo jæja enginn verður óbarinn biskup eða forseti sagði einhver. Nú er ég líka búin að skrá mig á eitthvað Hello sem maður á að geta notað fyrir myndir en ég er ekki að fatta hvernig það virkar ..ennþá.. en það kemur að því...vonandi hmhmm.

Jæja eftir alla rigninguna er jafnvel von á hitabylgju hér í Danmörku. Það væri ekki slæmt að fá smá hita á morgun. Við löbbuðum heil ósköp í dag í rigningunni og komum heim holdvot. Fengum okkur þá bara heitt kakó til að ilja okkur.
Ætlum að reyna að fara á danska árbæjarsafnið, hér í bæ, um helgina.
Jæja..geeiiissp.. best að fara að sofa... góða nótt.

fimmtudagur, júní 24, 2004

prufa prufa

Jæja nú á að fara að reyna fyrir sér í blogginu, vona að þetta heppnist hehe.