Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

mánudagur, mars 20, 2006

Er i skolanum ...eins og fyrri daginn.
Erum med einstaklega leidinlegan kennara. Hann er svo sem indæll en það vantar alveg kennaragenið í hann. Hann segir "já nú vil ég að þið gerið svona..." svo veit maður ekkert hvað hann vill í raun því það vantar allar útskýringar. Svo nennir helst enginn að spyrja því að þá fær maður helst svar við eitthverju allt öðru og sæmi um eitthvað sem gerðist í hans eigin lífi.

Fór í bakaríið á sunnudagsmorgun. Það var fullt út úr dyrum, enda allt brauð á helmingsafslætti og auðvitað keypti ég þá ekki bara rúnstykki heldur nokkur volg brauð líka...mmm namm.

Nú er Arnar á Íslandi í fermingu litla frænda síns, Viktors. Auðvitað var hann sendur með smá lista frá okkur hinum. Alexander var með langan lista yfir íslenskt sælgæti. Það verður gaman að sjá hvað hann kemur með.

Veðrið er skyndilega orðið betra hér hjá okkur. Búin að vera smá sól og hlýjindi. Engin sól í dag þó..bara kalt brrr. Vona þó að sólin láti sjá sig sem fyrst aftur.

Fórum í Lövens hule síðasta laugardag. Hittum Inguló og hennar grislinga þar. Þetta er svona leikstaður fyrir börn. Einn geimur með klifurgrindum, rennibrautum og triljón litlum boltum. Draumur hvers barns. Matthías var líka rennandi blautur á hausnum eftir þennan klukkutíma sem við vorum þarna.

Jæja verð að skrifa seinna dagurinn búinn og verð að fara heim og hugsa um afkvæmin mín.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Here I am again

Godan dag.
Er í skólanum. Viðurkenni það að ég hef ekki verið dugleg að blogga.
Er búin að hafa mikið að gera og ekki komið mér að neinu i bloggbransanum.
Erum endalaust að gera verkefni sem eiga að skilast. Ég hef ekki tíma í þetta, Púfffff!
Skilaði síðast verkefni í IT sem ég er bara nokkuð ánægð með. Spennt að fá einkunina. Næsta verkefni i IT verður ansi strembið enda fáum við rúmlega einn og hálfan mánuð í það. Nú stóla ég pínu á faðir barnanna minna komi mér til bjargar. :os Maður á að finna út allt í sambandi við tölvulausnir og ég veit ekki hvað. Sem sagt allt hvað þarf að kaupa og setja upp þegar verið er að starta fyrirtæki. OMG!

Dísa er svo sæt. Hún fræddi mig á því í gær að henni finndist ég miklu fínni án gleraugna. Datt aldrei í hug að hún spekuleraði í svona.

Við vorum í foreldrasamtali með kennaranum hans Alexanders í gær. Það gekk vel. Stærðfræðikennarinn er í skýjunum með hann og hinn kennarinn er það reyndar líka (bekkjarkennarinn). En þau hafa reyndar áhyggjur af honum hvað vini varðar. Hann er mikið einn og við þurfum að hafa samb. við aðra foreldra og plana heimsóknir milli strákanna.

Fór í bakaríið síðasta laugardagsmorgun u.þ.b. kl 7.30. Það var röð nánast út að dyrum, allt karlmenn. Gaman að sjá hvað eiginmennirnir eru duglegir að fara í bakaríið fyrir fjölskylduna. Og gaman fyrir mig að vera eini kvenmaðurinn. Þegar ég var að borga missti ég bíllykilinn og sá sem var við hliðina á mér var eldsnöggur að teygja sig eftir honum og rétta mér svo var annar sem hélt hurðinni fyrir mig þegar ég fór út.
Ég hafði lúmskt gaman af að fá svona dekur. :oD

Sídustu helgi var haldið upp á fastelavn í íþróttahöllinni hér við skólann.
Ég tók örfáar myndir á símann minn. Þær eru ekki skýrar en betra en ekkert. Set þær inn seinna í dag.

Jæja ætli maður verði ekki að fara að vinna. Eigum núna að teikna og vinna verkefni um "træhus" - timburhús.

Kys og knus til jer allesammen :)