Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Heitt

'I dag er ég að kafna úr hita. Mælirinn sýnir 36 gráður. Dísa gat ekki sofnað í gærkvöldi vegna hita, þannig að ég tók eina blásarann á heimilinu og stillti upp fyrir framan hana þannig að hún fékk svalan gust beint á andlit og efri hluta kroppsins.
Mest pirrandi eru þó þessar pínu litlu flugur maður næstum getur ekki séð. Þetta er útum allt á manni og kitlar.
En þrátt fyrir allt þetta er ég sátt, vil þetta frekar en 10 gráðurnar ég heyrði að væru á 'Islandi núna. En nog um veður.
Fer á morgun á tónleika með Robbie Williams. Við Stig förum saman og gistum á einhverju sætu hóteli á eftir.
Börnin mín eru yndisleg. Ég verð meira og meira háðari þeim og finnst orðið erfitt að sjá á eftir þeim til pabba síns. Ég sakna einmitt Alexanders brjálæðislega mikið núna. Var að tala við einn "pædagog" áðan sem var að segja mér frá bók hún ætlar að gefa honum því hann er svo duglegur. En ég vil skrifa um það seinna. Er að kafna úr hita og ætla að hjóla út í búð snöggvast.
Takk kærlega fyrir okkur, þið öll sem við náðum að hitta í 'Islandsferðinni okkar. Vonandi getum við komið aftur sem fyrst ( eða þið til okkar) :)