þriðjudagur, maí 30, 2006
Silfur
Mín elskulega, uppáhalds systir og mágur eiga brúðkaupsafmæli í dag. Silfurbrúðkaup! Hvorki meira né minna.
Ég get ekki sagt að ég muni eftir því þegar þau kynntust enda var ég ekki svo gömul (úff það er svoooo langt síðan). En ég man ogggupínuponsu eftir þegar þau giftu sig. Kannski er það bara minningar sem ég hef af myndum en þær eru ljúfar. Ásrún var í dálítið sérstökum brúðarkjól með hvítan hatt. Eins og restin af fjölskyldunni minni alltaf er, þá var hún svo falleg og tekur sig vel út á myndinni sem ég hef af þeim kostahjónum inni í stofu. Þau fluttu í Mýrdalinn og hafa búið þar síðan. Ég hef notið þess sem barn og fullorðin að fá að vera hjá þeim í lengri og styttri tíma og alltaf líður mér vel hjá þeim. Það verður indælt að fylgjast með ykkur næstu 25 ár.
Til hamingju!
Til lykke!
Congratulation!
Glückwunsch!
Congratulazione!
Συγχαρητήρια!
....og allt það. :)
Jæja þá er komið að hinu mánaðarlega
- þ.e.a.s. bloggi .
Er búin að fara til Amsterdam með skólanum. Þvílík upplifun!
Rauð ljós í stórum kjallaragluggum og ungar hálfnaktar stúlkur sitjandi i glugganum. 'I næstu túristabúð getur maður keypt hass nammi og hass smákökur. Allt til að búa sér til eina "jónu" getur maður keypt í þessum búðum og auðvitað pípurnar það sem því tilheyrir....hmmm og já það var líka úrval af litlum speglum með tilbehør.
Ég keypti hollenska fótboltalandsliðsbúninginn á Matthías ( ekkert smá sætur í honum), litlar þjóðbúningadúkkur og hálsmen með myllu hangandi í handa Dísu. Keypti merki til að strauja á töskuna hans Alexanders og seðlaveski handa Alexander. Arnar fékk líka smáræði haha , það var lyklakippa með tveimur karlmönnum og einni konu og það var hægt að láta þau gera...hmm notið bara hugmyndaflugið.
Ég fékk tvær lyklakippur og eina tösku til að nota undir það sem ég þurfti að burðast með á röltinu í Amsterdam.
Matthías átti afmæli sunnudagin eftir að ég kom heim. En það var ekkert haldið upp á það af neinu viti nema hann var sendur með Bangsímon köku í leikskólann á mánudeginum.
Hann er núna búinn að fá stóra rennibraut í litla garðinn okkar.
Dísa á afmæli núna 7. júní. Öllum stelpunum í bekknum hennar er boðið og það verður bökuð prinsessu kaka eftir hennar ósk ( spennandi að sjá hvernig það mun takast).
Þar til næst. Hafið það gott elskurnar mínar.
Ég get ekki sagt að ég muni eftir því þegar þau kynntust enda var ég ekki svo gömul (úff það er svoooo langt síðan). En ég man ogggupínuponsu eftir þegar þau giftu sig. Kannski er það bara minningar sem ég hef af myndum en þær eru ljúfar. Ásrún var í dálítið sérstökum brúðarkjól með hvítan hatt. Eins og restin af fjölskyldunni minni alltaf er, þá var hún svo falleg og tekur sig vel út á myndinni sem ég hef af þeim kostahjónum inni í stofu. Þau fluttu í Mýrdalinn og hafa búið þar síðan. Ég hef notið þess sem barn og fullorðin að fá að vera hjá þeim í lengri og styttri tíma og alltaf líður mér vel hjá þeim. Það verður indælt að fylgjast með ykkur næstu 25 ár.
Til hamingju!
Til lykke!
Congratulation!
Glückwunsch!
Congratulazione!
Συγχαρητήρια!
....og allt það. :)
Jæja þá er komið að hinu mánaðarlega
- þ.e.a.s. bloggi .
Er búin að fara til Amsterdam með skólanum. Þvílík upplifun!
Rauð ljós í stórum kjallaragluggum og ungar hálfnaktar stúlkur sitjandi i glugganum. 'I næstu túristabúð getur maður keypt hass nammi og hass smákökur. Allt til að búa sér til eina "jónu" getur maður keypt í þessum búðum og auðvitað pípurnar það sem því tilheyrir....hmmm og já það var líka úrval af litlum speglum með tilbehør.
Ég keypti hollenska fótboltalandsliðsbúninginn á Matthías ( ekkert smá sætur í honum), litlar þjóðbúningadúkkur og hálsmen með myllu hangandi í handa Dísu. Keypti merki til að strauja á töskuna hans Alexanders og seðlaveski handa Alexander. Arnar fékk líka smáræði haha , það var lyklakippa með tveimur karlmönnum og einni konu og það var hægt að láta þau gera...hmm notið bara hugmyndaflugið.
Ég fékk tvær lyklakippur og eina tösku til að nota undir það sem ég þurfti að burðast með á röltinu í Amsterdam.
Matthías átti afmæli sunnudagin eftir að ég kom heim. En það var ekkert haldið upp á það af neinu viti nema hann var sendur með Bangsímon köku í leikskólann á mánudeginum.
Hann er núna búinn að fá stóra rennibraut í litla garðinn okkar.
Dísa á afmæli núna 7. júní. Öllum stelpunum í bekknum hennar er boðið og það verður bökuð prinsessu kaka eftir hennar ósk ( spennandi að sjá hvernig það mun takast).
Þar til næst. Hafið það gott elskurnar mínar.