Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

mánudagur, janúar 30, 2006

Die Herren

Jamm þetta er ég þarna fremst á myndinni tíhí..(er þó ekki fremst við sviðið). Söngvarinn tók myndir villt og galið. Alla vega þrjú stk. af mér og mínu fylgdarliði en það voru bara settar nokkrar inn á heimasíðuna þeirra og bara ein með mér.
Ég er ekki að segja "kom nu smukke" eins og það lítur út fyrir, heldur er ég að klappa.
Hér er heimasíðan þeirra ef þið viljið kíkja.
Posted by Picasa

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Myndir

Já myndir frá áramótunum loksins komnar. Það voru nú ekki teknar margar og því úr engu að velja. En lítið er betra en ekkert segji ég bara.

Er búin að vera lasin og var frekar pirruð yfir því svo loksins þegar ég get dröslast á lappir langar mig ekki og nenni ekki. Er hálfpartin gróin við rúmið. Ég er líka ennþá með bólgu í hálsinum og eina veglega frunsu...pirr..pirr! Það eru heldur engin börn til að ýta á eftir mér. En engar áhyggjur ég er ekki lögst í þunglyndi.

Ég fæ ein góðan félaga í mat í kvöld og svo ætlum við að fara og hlusta á U2 coverband niður í bæ. Það sama sem sagt og var í Köben. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það verður gaman (kannski ekki eins gaman að vakna í fyrramálið :os ).

Until next my dears...
Forrétturinn kominn á borðið!
 Posted by Picasa
"God dag, god dag, ta´hatten af. Vi siger god dag til Matthias"
 Posted by Picasa
Búin að borða og slakað á meðan tíminn líður og nær dregur nýju ári.
 Posted by Picasa
Jæja hér er jólakjóllinn minn sem ég er svo ánægð með. Mér fannst þó pínu erfitt að mynda hann. Það sést ekki nógu vel hvernig hann er. Svo gleymdi ég að passa perlufestina sem asnaðist undir hálsmálið á kjólnum. Ooo jæja þetta verður bara að duga. Posted by Picasa

Það sennilega ekki hægt að ná almennilegri mynd af honum, því hann er jú svartur. Posted by Picasa

föstudagur, janúar 20, 2006

Halló aftur!

Sit við tölvuna, hlusta á Bylgjuna og sakna Íslands oggupínuponsu, eða sennilega frekar fólksins míns. Ekki það að það sé að hrjá mig eitthver heimþrá. Ég get nú ekki sagt það. En stundum er maður pínu lonely. Ég er þó ekki að kvarta. Er búin að eignast frábæra félaga/vini sem ég met mikils.

En nóg af því.

Alexander er byrjaður í sundi og Dísa í leikfimi, þar sem þau mæta einu sinni í viku. Þau eru rosalega ánægð. Alexander er líka að standa sig eins og hetja. Hann býr greinilega ennþá að því sem hann lærði á námskeiðinu á Íslandi.
Dísa veit ég bara að nýtur þess að fá að vera með vinkonum sínum í þessum leikfimitímum. En við megum ekki vera í salnum meðan tíminn er og þess vegna hef ég ekki séð hvernig henni gengur.
Matthías er alltaf að verða skiljanlegri. Hann getur beðið orðið um ýmislegt sem ég skil án þess að þurfa að láta hann teyma mig að hlutnum.

Hann var pínu fyndinn í morgun. :o)
Hann var útum allt og söng "super sej, super sej!" ( eða það heyrðist mér)
En það þýðir "súper töff, " eða "súper kúl".

Ég skrapp síðustu helgi til Köben. Keyrðum af stað um kvöldið og hlustuðum á Die Herren sem er sveit sem spilar U2. Þeir voru ótrúlega flottir og náðu upp góðri stemningu. Svo keyrðum við aftur til Odense um nóttina.
Svo fer ég aftur að hlusta á þá hér í Odense næsta fimmtudag. Hlakka til!

Það er nóg að gera í skólanum. Stærðfræðikennarinn er sérlega duglegur að setja okkur fyrir og ég verð að nota eitthvað af helginni í að vinna upp.
Annars vorum við að fá einkunina fyrir fyrirtækjaverkefnið okkar (þar sem ég sá aðallega um bókhaldið (og gerði bækling)). Við fengum 11!!! Sem þykir mjög fínt. Hér eru einkunnir gefnar upp í ellefu og svo 13 ef verkefnið/prófið er betra en 100%

Hér hefur snjóað og snjóað. Í gær var ég rúman klukkutíma á leið heim úr skólanum sem vanalega tekur ekki meira en 20 mín.
Reyndar hefur svo verið svona frostregn og skapað mikla hálku. Vona að þetta bráðni bara sem fyrst.

Ég held að ég hafi ekki sagt frá því fyrir jól...en stundum legg ég við hliðina á trjáhríslum sem eru á bílastæðinu til að það séu minni líkur á að aðrir bílar séu eitthvað að nudda sér utan í fína bílinn minn. Nema hvað, dag einn er enginn bíll í nágrenni við minn bíl þegar ég ætla heim frá skólanum. Og þar sem ég var að flýta mér brunaði ég úr stæðinu og þar sem ég tók ekki eftir mjóa renglulega trénu við hliðina tókst mér að búa til nýtt útlit á bílinn minn. Er að spá í að gera það sama bara hinum megin.

Hér í baunalandi er vinsælt hjá skólum að fara með nemendur sína í bekkjarferðir í nokkra daga.
Við erum búin að fá að vita að við munum fara til Amsterdam þann 1. maí, frá mánudegi til föstudags. Og mun ferðin kosta 1700 dkk með gistingu (það vantar þó væntanlega allt matarkyns inn í verðið).
Reyndar veit kennarinn ekki alveg hvað við munum gera og biður okkur um að koma með uppástungur um hvað sem er í raun.
Og hér með óska ég eftir uppástungu frá ykkur kæru lesendur.

Jæja Disney stundin er búin í sjónvarpinu og best að huga at litlu grísunum mínum.