Ég hef ekki verið dugleg að blogga og satt að segja er bara varla tími til þess.
Kveiki aðallega á tölvunni til að athuga tölvupóstinn.
Síðustu viku var haustfrí í flestum skólum í Danmörku. Krílin mín og ég vorum þá auðvitað í fríi. Við tókum nú hlutunum rólega. Fórum þó í dýragarðinn og í Lególand. Er á leiðinni að setja inn myndir. Svo fóru þau til Arnars á miðvikudeginum.
Það er byrjað að vera ansi kalt þessa dagana. Þurfti td að skafa bílinn í morgun.
Á þó að hlýna í næstu viku aftur heyrði ég einhversstaðar.
Það var passað upp á það að mér myndi ekki leiðast í fríinu eftir að börnin fóru. Fór á kaffihús, nokkrar heimsóknir, út á lífið, karaokie (hmhmm), á skauta, nokkra göngutúra, þar á meðal göngutúr um Langesø sem er skógur sem umlykur langt og mjótt vatn, verulega fallegt, svo eru alltaf einhverjir markaðir þar, núna var ávaxtamarkaður...mmmm namm.
Skautaferðin endaði nú ekki vel. Byrjaði þó vel, því mér gekk sæmilega miðað við aldur og fyrri störf. En við urðum að fara fyrr vegna þess að rófubeinið á mér kyssti ísinn.
Það var barasta mjög sárt. Þetta var á föstudaginn og ég er ennþá að drepast. Líkist frosnum kjúkling í hreyfingum.
Þetta frí er búið að vera alveg yndislegt og mig langaði ekkert í skólann aftur. Hefði helst viljað bara halda áfram að vera í fríi og gera skemmtilega hluti.
Þetta var þó ekki eintóm sæla. Einn morguninn dó bíllinn minn. Sem betur fer var Arnar kominn með börnin og ég með áskrift hjá Falck. Þannig að ég gat bara hringt eftir hjálp. Bíllinn var fluttur á verkstæði og ég mátti borga 2500 dkk fyrir nýjan alternator/generator.
Ótrúlegt en satt...það er það sama og fór í Skodanum undir það síðasta.
Það gengur fínt í skólanum. Viðtalið um að fá að halda áfram gekk mjög vel og ég fæ að vera áfram. Ef ég skildi kennarann rétt að þá fellur helmingurinn út og ef það er rétt að þá hlýt ég að vera pínu heppin.
Við erum ennþá að vinna í kaffi verkefninu. Erum búin að hanna umbúðir og útlit og erum að vinna í kynningu í bækling og með Powerpoint. Svo endar allt saman með kynningu sem við eigum að halda fyrir bekkinn. Eigum að setja upp nokkurs konar sölu- eða kynningarbás og eftir að allir hópar eru búnir að kynna sitt að þá verður kosning um bestu kynninguna og eitthvað skildist mér að það yrðu smá verðlaun fyrir þann hóp sem vinnur. Spennandi :)
Matthías greyjið er nú ekki alveg nógu góður í heilsunni. Hann hóstar og er rámur og pirraður. Ég vona þó að hann verði ekki svo slæmur að ég verði að vera heima. Yrði ekki vinsælt meðal þeirra sem ég er með í hóp í skólanum. En litli drengurinn minn er duglegur og ég held að hann berji þetta af sér.
Jæja ég segji bara "hils" þar til næst. kv. Solgryn