Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

miðvikudagur, október 26, 2005

"Ordsprog"

Einn góður vinur minn var að segja mér máltæki sem mér finnst þess vert að lifa eftir:

Maður er, summan af því sem maður gerir.

þriðjudagur, október 25, 2005

Þessi mynd var tekin af okkur vinkonunum meðan ég var á Íslandi í sumar. Það vantar reyndar Eyrúnu.

Frá vinstri:
Stína, Sólrún, Inga, Beggó og Elín. Posted by Picasa

Við fórum í Legoland.

Matthías fékk að hjóla á sérstakri hjólabraut fyrir börn. Posted by Picasa
Jamm, þetta er víst ég. Posted by Picasa
Arnar fékk að fljóta með og aðstoða með börnin.
Það munar nú um það. Posted by Picasa
Á leið upp í turn. Posted by Picasa
Úff ...vá! Þau eru sko búin að hífa sig langt upp. Posted by Picasa
Dísa fékk að láta mála sig sem Legó prinsessu.. Posted by Picasa
...og Alexander fékk tattúveringu. Þetta er sprey en ekki nál. ;o) Posted by Picasa
Svaka töffari! Posted by Picasa
...og algjör prinsessa. Posted by Picasa
Í röð... Posted by Picasa
Í röð til að fara í nokkurs konar rafmagnsbíla. Posted by Picasa
Dísa og Alexander í lestinni. Posted by Picasa
Matthías er svo fyndinn stundum.
Þarna hafði hann farið í inniskó af Alexander og stakk af . Eins gott að hafa auga með honum "hele tiden". Posted by Picasa
Dísa og Alexander búa til býflugur úr afgangs marsipani, rúsínum, smarties og kakómalti. Svo voru flugurnar auðvitað borðaðar. ;o) Posted by Picasa

Herra Andersen hér og herra Andersen þar...og hreinlega allsstaðar. Posted by Picasa

mánudagur, október 24, 2005

Haustfrí

Ég hef ekki verið dugleg að blogga og satt að segja er bara varla tími til þess.
Kveiki aðallega á tölvunni til að athuga tölvupóstinn.

Síðustu viku var haustfrí í flestum skólum í Danmörku. Krílin mín og ég vorum þá auðvitað í fríi. Við tókum nú hlutunum rólega. Fórum þó í dýragarðinn og í Lególand. Er á leiðinni að setja inn myndir. Svo fóru þau til Arnars á miðvikudeginum.

Það er byrjað að vera ansi kalt þessa dagana. Þurfti td að skafa bílinn í morgun.
Á þó að hlýna í næstu viku aftur heyrði ég einhversstaðar.

Það var passað upp á það að mér myndi ekki leiðast í fríinu eftir að börnin fóru. Fór á kaffihús, nokkrar heimsóknir, út á lífið, karaokie (hmhmm), á skauta, nokkra göngutúra, þar á meðal göngutúr um Langesø sem er skógur sem umlykur langt og mjótt vatn, verulega fallegt, svo eru alltaf einhverjir markaðir þar, núna var ávaxtamarkaður...mmmm namm.

Skautaferðin endaði nú ekki vel. Byrjaði þó vel, því mér gekk sæmilega miðað við aldur og fyrri störf. En við urðum að fara fyrr vegna þess að rófubeinið á mér kyssti ísinn.
Það var barasta mjög sárt. Þetta var á föstudaginn og ég er ennþá að drepast. Líkist frosnum kjúkling í hreyfingum.

Þetta frí er búið að vera alveg yndislegt og mig langaði ekkert í skólann aftur. Hefði helst viljað bara halda áfram að vera í fríi og gera skemmtilega hluti.

Þetta var þó ekki eintóm sæla. Einn morguninn dó bíllinn minn. Sem betur fer var Arnar kominn með börnin og ég með áskrift hjá Falck. Þannig að ég gat bara hringt eftir hjálp. Bíllinn var fluttur á verkstæði og ég mátti borga 2500 dkk fyrir nýjan alternator/generator.
Ótrúlegt en satt...það er það sama og fór í Skodanum undir það síðasta.

Það gengur fínt í skólanum. Viðtalið um að fá að halda áfram gekk mjög vel og ég fæ að vera áfram. Ef ég skildi kennarann rétt að þá fellur helmingurinn út og ef það er rétt að þá hlýt ég að vera pínu heppin.
Við erum ennþá að vinna í kaffi verkefninu. Erum búin að hanna umbúðir og útlit og erum að vinna í kynningu í bækling og með Powerpoint. Svo endar allt saman með kynningu sem við eigum að halda fyrir bekkinn. Eigum að setja upp nokkurs konar sölu- eða kynningarbás og eftir að allir hópar eru búnir að kynna sitt að þá verður kosning um bestu kynninguna og eitthvað skildist mér að það yrðu smá verðlaun fyrir þann hóp sem vinnur. Spennandi :)

Matthías greyjið er nú ekki alveg nógu góður í heilsunni. Hann hóstar og er rámur og pirraður. Ég vona þó að hann verði ekki svo slæmur að ég verði að vera heima. Yrði ekki vinsælt meðal þeirra sem ég er með í hóp í skólanum. En litli drengurinn minn er duglegur og ég held að hann berji þetta af sér.

Jæja ég segji bara "hils" þar til næst. kv. Solgryn

föstudagur, október 07, 2005

Er aftur i skolanum.
Buin ad skila umsókninni i skólann. Fékk ad sjá hjá nokkrum ødrum teirra umsóknir. Mín er áberandi flottust ;) Hmhmm vona ad kennurunum finnist tad líka.

Børnin eru hjå pabba sínum tessa helgi. Nema ég verd med tau í kvøld svo Arnar komist á árshátíd háskólans.
Í gær var ég búin i fyrra fallinu í skólanum og hjóladi í bæjinn og kíkti á búdir, skóbúdir. Er ad vonast til ad finna ný ledurstígvél ádur en tau sem ég á klárast á tánum. Ég finn reyndar ekki neitt,hrmmph !! ekki gaman.
Svo hjóladi eg i ræktina og svo heim. Tetta elska ég vid Danmørku. Vedrid. Madur getur hjólad út um allt og notid tess. jamm svo er nánast brekkulaust hérna. :)

Núna eigum vid ad byrja med "kaffeprojekt". Vid eigum ad hanna og gera allt sem tarf til ad búa til nyja spennandi vøru og tad er sem sagt allt í kringum kaffi. Ég kom med tá hugmynd ad framleida úrvals instant kaffi i pínu ponsu tøflum. Svona sem minna á litlu Canderell tøflurnar. Hægt ad kaupa sérpakkad eda í dollum. Svo verdur í sama merki hægt ad fá ýmislegt út í kaffid eftir sømu hugmynd...td kaffelattefrodu eda ekta súkkuladibragd.
Vid munum væntanlega láta prenta umbúdir og svona ýmislegt i kringum tetta. Mjøøøg spennandi. Ég vil endilega fá komment og tilløgur ef einhver eru.

Ég gleymdi held ég ad segja fra tvi ad Dísa og Alexander eru bædi komin med hamstur. Er glød fyri teirra hønd. En ég mundi ekki eftir tvi ad teir lykta. Fannst einhvernveginn ad teir væru lyktarlausir svona eins og fiskar (kemur kannski lykt af fiskum líka?). En nei tad er audvitad likamslykt af tessum aumingjans dýrum rétt eins og ødrum. En svo eru teir ansi duglegir ad færa til hluti í búrinu sínu og tá fer sag út um allt. En hvad gerir madur ekki fyrir tessi blessudu børn. :)

Jæja best ad fara ad gera eitthvad.