Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

miðvikudagur, júlí 13, 2005

fertugsaldurinn

Eg átti afmæli á sunnudaginn og varð 30 ára. Já semsagt komin á fertugsaldurinn samkvæmt fróðum mönnum. Get víst ekki sagt lengur að ég sé 29 nema blikka í leiðinni.
Þetta var frekar rólegt afmæli. Engin risaveisla. en var þó með smá snarl fyrir nokkrar vinkonur á laugardagskvöldinu og svo var endað á djamminu. Á sunnudeginum var svo lítið kaffiboð hmm ef kaffiboð skyldi kalla...það nefnilega var engum boðið, þannig... þetta var frekar svona kaffi bara ekki boð, já eða súkkulaði því pabbi bjó til sitt fræga, besta í heiminum, súkkulaðikakó. Og ekki nóg með það heldur setti hann saman rjómatertu handa mér líka og skreytti hana með " 30 ára" ekkert smá sætt.

Beggó vinkona og hennar ektamaður Óskar eignuðust litla skvísu þann 3. júlí. Hún var ekki nema 12 merkur sem í mínum eyrum hljómar mjög lítið eftir mín 18 og 19 marka börn. Ég kíkti í fimm mínútur á litlu rúsínuna í gær og þvílík dúlla, ekkert smá fallegt barn. Til hamingu hjónakorn með vel heppnað eintak. :)

Ég er orðin pínu þreitt á að vera hér á klakanum, þrátt fyrir gott atlæti hjá mínum yndislegu foreldrum að þá sakna ég míns eigins heimilis. Og líka þess að hafa börnin hjá mér. Ég hef lítið séð þau í sumar. En í dag er einungis 17 dagar þar til ég fer aftur til Danmerkur og spennan er óneitanlega farin að láta á sér kræla. Þar er líka búin að vera um 30 stiga hiti undanfarið sem er ólíkt meira aðlaðandi veður en rigningin sem við fáum að njóta hér á okkar gamla góða klaka.

Ef einhver á afmæli, þá innilega til hamingju. Ég er léleg að muna afmælisdaga og gleymdi öllum minnispunktum í Dk.

Jæja þá segi ég bara CHAO í bili.....