'Island gamla Ísland
Góðan dag og takk fyrir síðast...og takk fyrir kommentið Munda :)
Jamm langt síðan ég nennti að blogga.
Eins og flestir vita að þá rauk ég heim til Íslands að redda fjármálum heimilisins...hehe eða svoleiðis. Maður fær þó einhverjar tekjur hér í staðinn fyrir nánast ekkert úti í sumar. Matthías fékk pláss á leikskóla og er hæst ánægður þar, enda yndislegar konur þar á ferð. Dísa er búin að una sér vel í sveitinni og langar ekkert til Reykjavíkur (enda engir hundar þar).
Arnar og Alexander koma á morgun. Litli strákurinn minn (sem er nú reyndar orðinn doldið stór) búinn að vera mömmulaus í næstum tvo mánuði, úff það er of langur tími. En ég fæ að knúsa hann á morgun. :)
Ég er sem sagt að vinna í búð sem heitir Róbert bangsi og er í Firðinum í Hafnarfirði. Alveg ágætt nema heldur rólegt. Svo tek ég aðra hverja helgi í Róberti bangsa í Grafarvoginum og helgarnar á móti er ég í Hreyfingu að passa börn. Það er fínt. Fæ borgað fyrir nokkra kl.tíma á mánuði fyrir að passa börn og kemst líka frítt í ræktina... snjallt, ekki satt!!!
Ég var einmitt í alveg frábærri óvissuferð með starfsfólki Hreyfingar. Það var hist í kvöld í Vetrargarðinum og hver og einn fékk umslag með debetkorti og tuttugu mínútur til að fara að eyða 8000 krónunum sem var inná. ÞETTA VAR ÆÐI!!! Ég keypti mér óþarfa skó, sem sagt skó sem ég mun sennilega aldrei nota mikið (en mikið óggisslega eru þeir flottir) og svo bikiní sem mig hefur reyndar vantað. Svo var farið að borða á Fridays og endað í bíó með popp og gos á Guess who. Sem by the way er ekki byrjað að sýna. Við vorum með salinn útaf fyrir okkur. Þetta er sennilega skemmtilegasta óvissuferð sem ég hef verið í og samt var hún bara í 4 tíma.
Jæja löngu kominn háttatími. Planið er að hitta Stínu vinkonu kl. 6 í fyrramálið í ræktinni.
Þar til næst ...chao.
Jamm langt síðan ég nennti að blogga.
Eins og flestir vita að þá rauk ég heim til Íslands að redda fjármálum heimilisins...hehe eða svoleiðis. Maður fær þó einhverjar tekjur hér í staðinn fyrir nánast ekkert úti í sumar. Matthías fékk pláss á leikskóla og er hæst ánægður þar, enda yndislegar konur þar á ferð. Dísa er búin að una sér vel í sveitinni og langar ekkert til Reykjavíkur (enda engir hundar þar).
Arnar og Alexander koma á morgun. Litli strákurinn minn (sem er nú reyndar orðinn doldið stór) búinn að vera mömmulaus í næstum tvo mánuði, úff það er of langur tími. En ég fæ að knúsa hann á morgun. :)
Ég er sem sagt að vinna í búð sem heitir Róbert bangsi og er í Firðinum í Hafnarfirði. Alveg ágætt nema heldur rólegt. Svo tek ég aðra hverja helgi í Róberti bangsa í Grafarvoginum og helgarnar á móti er ég í Hreyfingu að passa börn. Það er fínt. Fæ borgað fyrir nokkra kl.tíma á mánuði fyrir að passa börn og kemst líka frítt í ræktina... snjallt, ekki satt!!!
Ég var einmitt í alveg frábærri óvissuferð með starfsfólki Hreyfingar. Það var hist í kvöld í Vetrargarðinum og hver og einn fékk umslag með debetkorti og tuttugu mínútur til að fara að eyða 8000 krónunum sem var inná. ÞETTA VAR ÆÐI!!! Ég keypti mér óþarfa skó, sem sagt skó sem ég mun sennilega aldrei nota mikið (en mikið óggisslega eru þeir flottir) og svo bikiní sem mig hefur reyndar vantað. Svo var farið að borða á Fridays og endað í bíó með popp og gos á Guess who. Sem by the way er ekki byrjað að sýna. Við vorum með salinn útaf fyrir okkur. Þetta er sennilega skemmtilegasta óvissuferð sem ég hef verið í og samt var hún bara í 4 tíma.
Jæja löngu kominn háttatími. Planið er að hitta Stínu vinkonu kl. 6 í fyrramálið í ræktinni.
Þar til næst ...chao.