Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, nóvember 09, 2007


"gleðifréttir" héðan
Í gær kom maður hingað (í vinnunni) með upplýsingar hvað við ættum að gera. Þeir voru að komast að því að fyrir einni eða tveimur vikum síðan slapp út í andrúmsloftið einhverjar járnagnir. Það hefur dreifst um svæðið og þá auðvitað yfir alla bíla. Núna þurfum við að láta athuga lakkið til að sjá hvort bíllinn hafi orðið fyrir skaða. Þetta þarf að gerast í gegnum okkar eigið tryggingafélag. Gaman gaman.
Í morgun hikaði Matthías við að fara inní bílinn og var eitthvað skrítinn á svipinn. Þegar ég lít aftur í sé ég glerbrot út um allt og stórt gat á litlu afturrúðunni. Það hefur engu verið stolið, enda ekkert verðmætt í bílnum nema kannski útvarpið. Ég hringdi í Anders og bað hann að koma út. Eftir nánari skoðun sáum við að hurðin bílstjóramegin er öll boginn. Þeir hafa togað í hana að ofan. Og svo ræsti ég bílinn til að keyra hann upp að húsinu, til að setja plast yfir brotnu rúðuna, þá byrjaði flautan að flauta. Keyrði í vinnuna með tónlist frá bílflautunni í stað útvarpsins. Einhverjir aular hafa reynt að STELA bílnum mínum. Alexander varð pínu skelkaður heyrði ég á honum. En hann kemst yfir það blessaður.
Svo maður líti aðeins á björtu hliðarnar þá fengu kollegar mínir ágætis hláturskast þegar ég sagði þeim frá flautunni. Enda efni í gamanmynd. Gott að þetta gladdi einhvern.
Jæja ég var orðin ansi hrædd um að þetta þýddi engar jólagjafir í ár. En Anders hringdi fyrir mig í tryggingafyrirtækið og fékk að vita það að ég er almennilega tryggð. Ég þarf ekki að borga krónu fyrir viðgerð og fæ líka lánsbíl nánast gratis.
Minnir núna að ég einmitt hafi viljað svona tryggingu en ekki tímt því almennilega. Hafi þó tekið hana með það í hyggju að breyta henni seinna ef ég gæti ekki borgað svona mikið. Svo hef ég bara gleymt þessu. Stundum borgar sig að vera gleymin. :oD
Og já svo að síðustu... fór í klippingu í gær og fékk að vita að stuttur toppur (þó ekki knallstuttur) er í tísku og hún mælti með því að ég prufaði. jammmmm þarf að venjast þessu. Alexander segjir að ég líkist lítilli skólastelpu. :oP Anders er ánægður... þá er ég líka ánægð he he

jamm Heiðrún, ég er að vinna í því að muna að setja inn tyrkjamyndir...

knús

miðvikudagur, september 19, 2007

Hæ ég ætlaði alltaf að setja fleiri myndir inn frá Egyptalandi. Svo hef ég ekki haft tíma og endaði með að ég gleymdi því.
Nú nenni ég ekki.
Kannski set ég bara nokkrar frá Tyrklandi þegar við komum aftur heim.

jamm brjálað að gera í vinnunni. Það finnst mér alveg frábært. Mér finnst núna vera not fyrir mig og ég læri líka miklu meira en áður. Þökk sé nýja "umsjónarmanninum/konunni minni". Hún hefur leyft mér að vera með á fundum og hjálpa meira, vera með. Svo hef ég líka þurft að kenna henni ýmislegt því hún er ný. Ég læri líka á því.

Við Matthías fórum í Nettó um daginn (eins og svo títt) og viti menn, hann varð ekkert smá glaður þegar við fundum Latabæjarbrauð. Þetta er bara rúgbrauð, en er auðvitað mörgum sinnum meira spennandi vegna þess að íþróttaálfurinn borðar líka svona brauð.
Ég auglýsi hér með eftir leikritinu ef einhver á það á íslensku, yrði ég voða glöð að fá það sent.

Það er farið að vera kalt hér í baunalandi og hreint ekki pils veður án sokkabuxna. Verst að ég hef stækkað úr öllum buxum nema einum sem voru orðnar allt of stórar á mig en ég hafði ekki losað mig við. Nú er það harkan og nix súkkulaði fram að jólum. (nema auðvitað við sérstök tilefni ;o))
Talandi um nammi. Heiðrún frænka mín er núna í USA, landi kaloría. Þessi klára stelpa er í starfsnámi hjá frægu fyrirtæki í NY sem klæðskeri (...eða heitir það ekki klæðskeri sem þú ert í Heiðrún?) Já annars, passaðu þig á M&Minu og dónötsunum, það er hættulega gott þarna.

Alexander er búin að vera í skólaferðí ca 3 daga og Dísa líka og í dag fer Matthías. Þau eru öll mjög ánægð með þetta alltsaman. Það verður skrítið að vera án minnstu rúsínunar.

Smútta núna. ´Bæ í bili...

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Egyptaland...framhald...




"Skrítin fjöll"
Það er eitt brjóst sem stendur upp úr.











Bedúina kona












Bedúina grafir












Sínaí eyðimörkin.
Þaðan komum við...












og þangað fórum við.













miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Jæja já á morgun átti það að vera..... "but there is always tomorrow" he he ...
Er í vinnunni, tók myndir með. Ætla að reyna að koma þeim inn. Vona að það gangi. Verð að gera það öðruvísi en ég er vön þar sem ég er ekki með Picasa hérna.
Sjáum hvað gerist.
Annars eru stóru englarnir mínir komnir. Komu um miðnætti í gær. Þau eru orðin heldur mýkri en þeu voru fyrir mánuði síðan. En það rennur vonandi af... Það hefur greinilega verið gott að borða hjá gestgjöfunum á 'Islandi. :o)
Þau voru rosaglöð að koma heim og Dísa var sérstaklega kelin. Svo töluðu þau í kapp við hvort annað, þurftu helst að segja frá öllu þrátt fyrir að klukkan væri langt gengin yfir tólf. Hlakka til að koma heim og spalla við þau um 'Islandsferðina og sjá myndirnar hennar Dísu.









Snemma. Á flugvellinum, bíðum eftir að geta tékkað okkur inn og huggum okkur með safa á meðan.



















Minn yndislegi Anders




Ut að borða fyrsta kvöldið. Ágætis staður, Mexikóskur með vott af Egypsku bragði...












Jamm!
Við tvö













Veröndin bakvið fínu íbúðina okkar.


















Morgunmaturinn á hótelinu tók mikið pláss. Hér sést u.þ.b. 1/3 af plássinu sem fór undir morgunmatinn.







Jamm

Búið var um rúmið á mismunandi hátt hvern dag.













Auðvitað þurftum við að prufa ræktina á staðnum. Sem betur fer var loftkæling, annars hefði maður aldrei lifað þetta af.












Tilbúin til að fara út að borða.





























Svona var búið um þennann daginn







Bedúina þorp í Sínaí eyðimörkinni

Ef það þá er hægt að kalla það þorp. Þetta var að mestu hálfgerð tjöld.












Jeppin sem við vorum í. Bílstjórinn, guidinn, strákur með video græju, við og eitt par til...
Sátum aftur í með bakið upp að glugganum.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007


Hér er ég ennþá.
Er búin að lofa að skrifa smá um Egyptalandsferðina. Vil reyna að nota matartímann í vinnunni til þess. Nema hvað ég gleymi alltaf að taka myndirnar með. Þannig að.... Tomorrow tomorrow, I promise tomorrow,Your'e only a day away...

miðvikudagur, maí 02, 2007

Ég er að spá ....
hvort að ég eigi ad hætta að blogga, alla vega næsta árið.
Er ekki viss um að það er nokkur sem les þetta sem ég buna út úr mér öðruhverju og sé ekki alveg pojntið í því að skrifa ef það eru bara tveir sem lesa......

þriðjudagur, maí 01, 2007

Á Mbl i dag:
"Hópur vísindamanna vinnur nú að því að þróa pillu sem gæti aukið kynhvöt kvenna og dregið úr matarlyst hjá þeim."
Verður þetta jólagjöfin í ár...!!! ;o)

Danir eru uppveðraðir yfir veðrinu. Heitasti apríl í ég veit hvað mörg ár.


Kíkið á þessa síðu...
http://www.myspace.com/thesokos
Hun kallar sig SoKo. Nýuppgötvuð hér í Danmörku, en hún er sko frönsk.
Lagið I´ll kill her. Er spilað mikið hérna í útvarpinu. Skemmtileg söngkona. Minnir oggupínu á hana Heiðu okkar.

Hmmm... annars varð ég fyrir "skemmtilegri" upplifun síðasta fimmtudag. Fór í Kvickly að versla. Fannst sumt fólk kíkja doldið og skildi það nú ekki alveg (sem betur fer voru nu ekki margir að versla)....en komst að því þegar ég var komin í gegn um nánast alla búðina að skyrtan mín hafði hneppst fra hálfa leið og allt mitt blasti við öðrum kúnnum búðarinnar. Vandræðalegt, ha
!

Annars á minn elskulegi pabbi afm. í dag. TIL HAMINGJU MINN KÆRI :o)